Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 31
33 »Það var siður sumra manna, að fara til Vestmannaeyja á voi* eptir fugli og eggjum, eða til fiskifanga, því þær voru enn lítt byggðar. Þeir bræður frá Holti, Þorgrímur og Þorleifur, voru lengst- um í Holti, þó þeir ætti bú í Skógum. Eitt vor fóru þeir sem optar til Eyja eptir eggjum og fugli. Þeir voru 10 á skipi. Maður er nefndur Egill, en annar Sveinn. Þeir voru i Landeyjum. Þeir fóru og til Eyja á 2 skipum. Þeir Holtabræður voru áður komnir; hittust þeir vestur á Eyjum, og mæltust þeir Sveinn og Egill til, að þeir legðu fjelag með sjer. Hinir höfðu áður aflað, og vildu hafa það sjer, en þeir Egill segja, að þeir mundi verða að leggja það fram líka. Þá ljezt Þorgrímur eigi mundu hafa félag; hinir kváðu þeir mundi þá láta meira, því þeir Egill voru 18 eða 19, og ljetust mundu taka það, sem aflað var, og fari þá hvorir leið sína. Þá mælti Þorgeir: »Verja munum vjer fje vort, meðan til vinnumst, þó vjer sjeum liðfáir«. En þeir Egill tóku þá til fugls- ins og vildu burt færa; sló þá í bardaga með þeim. Þorgeir var þá fulltiða, mikill og sterkur, nær sem faðir þeirra, og líkur hon- um að skaplyndi. Fáir höfðu þar alvæpni; varð nú bardagi hinn harðasti, og tvístrast hvorirtveggja, þar til Landeyjamenn hopa undan. Þeir Þorgrímur og Þorleifur fylgjast að, og hrökkva hinir undan. Þorgeir verður við 4. mann viðskila, og eltir 7 Land- eyinga. Var Sveinn fyrir þeim, og berjast þeir í köflum, en hrökkva þó undan, þar til þeir renna, en þeir Þorgeir fylgja þeim. Land- eyingar hrökkva niður til sjávar, gilskoru nokkra; varð hún brött þegar niður eptir kom að sæ, en þaðan mátti eigi komast fram nje aptur annað en upp sama veg, og var þó illt upp að ganga. Þorgeir bað förunauta sína sækja bjargfesti þeirra eina, en þeir stóðu þar yfir meðan; og er festin kom, býr hann sig ofan skoruna, og ljet þá festa efri endann; en þeim förunautum þótti þetta óráðlegt. Hann girðir sig sverði, en heldur spjóti í hendi, og renn- ir sjer niður taugina ofan á sléttu. Þeir, sem fyrir eru, sækja nú að honum, en hann verst, og bráðum vegur hann af þeim svo þeir fækka, en eigi varð flúið, því rúm var lítið; er það fljótast af að segja, að hann vegur þá alla. Það sagði hann síðan, að bezt hjálp- prentað eftirnýju handriti frá Einari hreppstj. Jóhannssyni i Þórisholti í Mýrdal (f. 7/„ 1796, d. 29/6 1879); hafði Símon dalaskáld, líklega i samráði við Magnás póst, auglýst áður (í Þjóðólfi 25.,,,) eftir sögunni, og sendi því Einar þá handrit þetta. Segir dr. Jón að Einar hafi verið gáfaður maður og fróður. — Ekki vissi Páll Sigurðsson i Ár- kvörn Holta-Þóris-sögu til vera um 1870, en hafði heyrt sögn gamalla mannna um það eftir öðrum enn eldri, að hún hefði að fornu verið til í Holti, sbr. Safn tU sögu ísl. II., bls. 548. 5

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.