Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 39
41 honum kirkju þá er hann að sögnlétreisa hjá konungs-garðiiNiðarósi.*) Það hafa þeir Gissur og Hjalti vitað, og Þormóður prestur, og af þessu hvorutveggja var sjálfsagt fyrir þá að helga Clemens þessa kirkju, og þar sem þeim »hafþi alt farizc vel at« á heimleiðinni yfir hafið. Læt eg svo útrætt hér um þetta atriði, og skal hér næst getið nokkurra merkilegra atburða í sögu eyjanna á næstu öldum á eftir. 6 Merkisatburðir. Svo segir í Hungrvöku, 14. kap.,1) að Magnús biskup Einarsson (Magnússonar Þorsteinssonar Hallssonar af Síðu), er biskup var í Skálholti 1134—48, hafi keypt »til staðarins í Skálaholti Árnes ok Sandártúngu, ok nær allar Vestmannaeyjar, áðr en hann andaðist, ok ætlaði þar at setja múklífi; en honum endist eigi til þess líf«. Magnús biskup andaðist í húsbrunanum mikla í Iiítardal 1148, ásamt 72 (eða 82) mönnum öðrum. Eftirmaður lians, Klængr bisk- up Þorsteinsson, kom eigi í framkvæmd fyrirætlun fyrirrennara síns; hann lagði mikið í kostnað við aðrar húsabyggingar og annað: »kirkju þeirrar, er hann lét gjöra í Skálholti, er at öllu var vönd- ut fram yfir hvert hús annat, þeirra er á Islandi váru gjör, bæði at viðom ok smíði. —----------Hann lét taka til kirkjusmíðar, er hann hafði einn vetr at stólnum setið. Svá sýndist öðrum mönnum til- lög vera mikil til kirkjugjörðar at hverjum misserum, bæði í viðar- föngum ok smíðakaupum ok mannhöfnum þeim, er þar fylgdu, at svá þótti skynsömum mönnum, sem öll lausafé þyrfti til at leggja, þau er til staðarins lágu í tiundum ok öðrum tillögum. Búit þurfti í annan stað svá mikilla tillaga við at hverjum misserum, fyrir sakir fólksfjölda ok gestrisni ok annarar atvinnu, at svá þótti, sem þar mundi þurfa til alla lausa aura, þá er staðr átti. I þriðju grein hafði hann svá veizlur fjölmennar, og stórar fégjafir við vini sína, er bæði váru margir ok göfugir, at þar þurfti náliga ógrynni fjár til atleggja.«2) — Klausturbyggingin úti i Vestmannaeyjum varð alveg útundan, en eyjarnar hafa að líkindum samt legið undir Skálholtsstól. Sjö tugum ára réttum eftir andlát Magnúsar biskups varð illur atburður í eyjum, 6. ágúst 1218,®) er þeir voru vegnir þar af norð- mönnum að ósekju, feðgarnir Ormur Jónsson á Breiðabólsstað í Fljóts- hlið. sonur Jóns Loptssonar í Odda, systursonur Þorláks biskups helga og bróðir Páls biskups, hinn ágætasti höfðingi, »spekingur að viti og *) í’ornms. II. 27 og í.’6 (sl*r. Laxd. 40. k.); sjá þó Aarsberetn. 1902,bls.5 og36—57. t) Bisk. sög. I, 77. sj Bisk. sög. I, 81. s) Sturlunga saga I, Khavn 1906, bls. 328—30; sbr. ísl. Ártskr., bls. 57—58, og t. d. ísl. fornbrs I., bls. 393. 6

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.