Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Side 42
44 eða ekki þá er það víst, að upp frá þessu ráku þeir þar stöðugt að kalla verzlun í hálfa aðra öld, ýmist með góðu eða illu.1) Þessi verzlun Englendinga var því miður að mestu leyti í óleyfi konungs vors, er þá hafði lokað verzluninni fyrir erlendum kaupmönnum, sér til egin liagsmuna, og í óleyíi konungs þeirra sjálfra sömuleiðis, og þvert ofan i verzlunarsamninga milli ríkjanna. Af þessum 5 skipum, er til eyja komu 1413, hafði eitt að sögn meðmæli Englakonungs (Hinriks 5), en Noregs konungs og vors bréf hafa þau ekki haft, eins og eitt enskt kaupskip hafði, er kom í Hafnar- fjörð sama sumar; það hafði konungsbréf til að mega verzla á Eyrarbakka, en þar mun skipstjóra ekki hafa þótt hafnlegt og vildi hann ekki lenda þar.2) Sama sumarið kom út bréf konungs vors, Eiriks af Pommern, »að hann fyrirbauð öll kaup við útlenda menn, þá sem ei var vanalegt að kaupslaga með«, og auðvitað þá aðra, er ekki höfðu sérstakt leyfi frá honum til verzlunar hér. — Tveim árum síðar (1415) »lágu 6 skip í Hafnarfirði frá Englandi« og »reyf- aði eitt af þeim 6 nokkurre skreið bæði frá Rosmhvalnesi og s ro í Vestmannaeyjum«. A einu þeirra tók sér fari utan Vigfús bóndi Ivarsson Hólmr, er hér var skömmu áður hirðstjóri, »og hafði með sér 40 lesta skreiðar og mikit brent silfur«, sem hann gaf þá um haustið til bænahalds í Kantaraborg fyrir sér og sínum.3) Sama haustið sendi Eiríkur konungur 2 sendiherra til englakonungs, til þess að fá hann til að banna þegnum sínum hina óleyfilegu verzlun og fiskveiðar við Island, og gaf Henrik konungur þá út bréf til forráðamanna margra borga og verzlunarstaða á Englandi, þar sem hann bannar þegnum sínum að fara á næsta ári til fiskveiða eða í öðrum erindum til Islands, öðruvísi en forn vani hefir verið. Er þetta sýnilega gert rétt til málamynda.4) Þó munu ekki sagnir af því að Englendingar hafi verið hér við land næsta ár, en ekki leið á löngu áður sókti í sama far eða enn frekar Sendi Eiríkur kon- ungur aftur sendimenn til englakonungs með umkvartanir yfir fram- ferði Englendinga hér, og englakonungur ítrekaði forboð sitt aftur og aftur (1420, 1425, 1429, 1430 o. s. frv.) Árið 1419 kom á skir- dag (13. apríl) »svo hord hrid med snio at vida j kringvm landit hafdi brotid ensk skip, eige færri cnn lialfur þridi tugur. forust *) Sjá hér um ritg. Finns próf. Magnússonar, Om de Engelskes Handel og Eærd paa Island i det 15de Aarhundrede; Nord. Tidsskrift for Oldkyndighed, 2. B., bls. 112—169, og ennfr. ritg. Konr. Maurer i N. Fjelagsr., 22. ár, bls. 115 o. s. frv. 2) Lögm. ann., Isl. ann., 290; sbr. Safn II, 638 s) ísl. fornbrs. III, bls. 764—05 *) ísl. fornbrs. III, bls. 766—70.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.