Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 54
56 8. Rán. Oft munu Vestmannaeyjar hafa orðið fyrir illum yfirgangi af hinum óhlutvöndu, ensku kaupmönnum þar á 15. öldinni, eins og dæmi hafa verið nefnd til hér að framan. En á fyrri hluta 17. aldar urðu þær tvívegis fyrir heimsókn reglulegra sjóræningja og var síðari heimsóknin 1 yrkjardnið svonefnda, svo stórkostleg hryðju- verk, að allur ránskapur þar á eyjunum verður leikur einn í saman- burði við það. Gjörst mun segja frá fyrra ráninu síra Jón prófastur Halldórs- son í Hítardal bæði í prestaæfum1) sínum og biskupasögum2) og er frásögn hans í hinum síðarnefndu þannig: »Á hans (þ. e. Odds biskups Einarssonar) dögum voru Vestmannaeyjar rændar tvisvar. I fyrra sinni Anno 1614 af þeim eingelska sjóreyfara Jóni Gentel- mann, hver með sínum reyfaraflokki gekk um eyjarnar í hálfan mánuð, sem settu knífa og sverð sín á hálsa og barka þeim is- lenzku og stuttar byssur fyrir þeirra brjóst, með spotti og skelli- hlátri; drápu þó hvorki né særðu nokkurn mann né smánuðu ær- legt kvenfólk, en ræntu og rupluðu öllu, sem þeir vildu nýta, en skemdu og fordjörfuðu það þeir vildu ekki. En þá Jón komu fram til Englands var hann tekinn og drepinn með sínum selskap. Bok- stafir, sem steyptir stóðu á klukkunni, hermdu frá hverri kirkju á Islandi hún var tekin; var hún þremur árum síðar send aftur til Vestmannaeyja eptir skipun Jacobs kongs á Einglandi.«3) Strax á eftir skýrir síra Jón stuttlega frá Tyrkjaráninu 1627. Um þann atburð allan, þann síðasta er hér verður bent á, hefir mikið verið ritað bæði í bundnu máli og óbundnu, og hefir dr. Jón landskjalavörður Þorkelsson nú fyrir skemstu safnað því mestöllu saman í bók sína, Tyrkjaránið á íslandi 1627, sem Sögufélagið í Reykjavík gaf út 1906—09. Er því óþarfi að segja hér frá þeim atburði.Brynjúlfur frá Minna-Núpi hefir (í Árb. ’07, bls. 14—15), getið nokkurra helztu staða og örnefna, er sett eru í samband við þennan atburð, og síðan hefir þeirra verið getið aftur og að nokkru nánar í áðurnefndri bók um Tyrkjaránið, bls. XXIX—XXXV. — Sögnin um Hundraðs-manna-helli mun vera síðari tíma tilbúningur. Er mjög ólíklegt að þeir menn er rituðu nákvæmlega um Tyrkja- ránið mjög skömmu eftir að það var orðið, hefðu ekki minst þess einu orði, að hundrað menn hefðu verið teknir þar höndum í einu, ') Tyrkjaránið á íslandi 1627, Rvík 1906—9, bls. 342. a) Bisk.s. Jóns próf. Halld., Rvík 1903 etc., bls. 205—6. *) Sbr. ennfr. Tyrkjaránið 1627, bls. XXXVI—XLIII.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.