Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Page 59
61 vallasýslu. — Húsmenn mega ekki eiga minna fé en hálft fjórða hundrað; í eyjunum mega ekki vera fleiri kaplar en 16 að tölu1). Sérstakan sýslumann virðast Vestmannaeyjar ekki hafa haft fyr en á 17. öld. Arið 1609 kom Herluf Daa út hingað með kongsbréf um það að sýslumaður skyldi vera yfir Vestmannaeyjum2). A síðustu öld var þinghús Vestmannaeyja lengi hægra megin við veginn uppfrá kaupstaðnum upp að kirkjunni. Sést tópt þess enn úti í móunum (hrauninu), gegnt kirkjugarðshorninu; er hún lítil um sig, nær jöfn á báða vegu. 10- Kirkjur. I 5. kap. hér að framan er sagt frá hinni fyrstu kirkjubygg- ingu í Vestmannaeyjum, kirkju þeirri er þeir Gissur hvíti og Hjalti Skeggjason bygðu þar fyrir norðan voginn (höfnina) sumarið 1000 og leidd rök til að þar hafi verið Clemens-kirkja sú, er talað er um að sé hin þriðja kirkja í eyjunum í máldaga Nikulásar-kirkju í Kirkju- bæ frá 1269,3) er jafnframt getur um Péturs-kirkju fyrir ofan leiti. Þegar sá máldagi hefir verið gjörður virðist kirkjan í Kirkjubæ hafa verið nýsett þar, og að líkindum er þessi máldagi hennar fyrsti máldagi, eins og bent var á í 9. kap. Hefir Kirkjubæjar-kirkja þá orðið sóknarkirkja, en Clemens-kirkja verið það áður og að líkindum sú önnur, sem var fyrir ofan leiti, og sem óvíst er hvenær sett hefir verið þar í fyrstu. Áf máldaganum er bersýnilegt að Clemens-kirkja hefir eigi verið graftarkirkja 1269 er hann var gerður, og ef til vill eigi verið það eftir að kirkja var sett fyrir ofan leiti; en hins vegar verður það ljóst af mannsbeinagrindum þeim, er fundist hafa fyrir norðan voginn þar, er lítur út fyrir að Clemens-kirkja hafi staðið, og sem allar eru sagðar snúa frá austri til vesturs, að þar hefir kirkjugarður verið í fornöld. Clemens-kirkja virðist því hafa verið graftarkirkja fyrrum, en hvenær hætt hafi verið að grafa við hana verður nú ekki sagt, né hvenær hún hafi lagst niður sjálf, en gerst hefir það fyrir lok 15. aldar, og sennilega löngu fyrir, lík- lega skömmum tíma eftir að þar var eigi lengur gröftur leyfður. Stafar þetta sennilega af því að landið fyrir norðan voginn hefir tekið breytingum, stórum versnað, líklega af sandfoki og sjávar- gangi. Enginn máldagi fyrir Péturs-kirkju fyrir ofan leiti er til frá *) ísl. fornbrs. IX b., bls. 477—78. s) Prentað i Porordn. og aabne Breye Magn. Ketilss. II. b., bls. 246— 7, s) ísl. fombrs. II., bls. 66.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.