Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1913, Síða 64
66 þessum töflum og dúkum var stundum hin mesta'list og verðmæti þeirra stórkostlegt. Hér á landi eru fáeinar altarisbríkur frá mið- öldunum til enn og er altaristaflan í Hólakirkju þeirra stærst og merkust, frá byrjum 16. aldar1); en nokkurar eru til úr alabastri og eru þær um 100 árum eldri. Ein þeirra, og sú sem hefir haldið sér einna bezt, er einmitt líka á Möðruvöllum, þar sem gripur sá var, er hér skal lýst. Sú alabasturbrík er að öllum líkindum sú »brik med alabastrum forgyllt«, sem segir í máldaga Olafs biskups Rögn- valdssonar2) 1461, að »hústrú Margret«, ekkja Þorvarðar Loptssonar, dóttir Vigfúsar Holms hirðstjóra, hafl ásamt öðru fleira lukt kirkj- unni á Möðruvöllum. — Altarisklæði eru og til fáein ennþá frá því fyrir siðaskiftin; einna merkast er fornt altarisklæði frá Hóladómkirkju (nr. 4380 í Þjóðmenjas.3); á því eru saumaðir allir hinir heilögu biskupar vorir, þrír. — Altarisdúkar frá því fyrir siðaskiftin munu hér fáir til vera. Töflur, er verið hafi framan á ölturum í k:rkjum hér á landi veit eg ekki til að fyrir finnist nema tvær; sú sem Olafur Briem keypti á uppboði, er haldið var á gömlum kirkjugrip- um tilheyrandi Grundar-kirkju í Eyjafirði, og sendi Finni próf. Magnússyni 1843; er sú tafla nú á þjóðmenjasafni Dana4) og er frá miðbiki 15. aldar, með nafni Eiríks Loptssonar, bróður Þorvarðar; hann bjó á Grund frá því um 1439 og dó í febr. 1473; — og sú önnur er hér ræðir um. A hinni fyrnefndu er máluð krossfestingar- mynd með Jóhannesi og Maríu hjá krossinum, og Olafi konungi helga og Laurentiusi helga utar frá. Önnur tafla minni fylgir þess- ari og munu þær vera þær »ij brikur onnvr yfer haaltare. onnur framme firir«, sem taldar eru í máldaga Olafs biskups Rögnvalds sonar 14615). — Grundar-kirkja var helguð Laurentiusi. Þessar töfl- ur hafa einnig verið nefndar bríkur, og verður ekki séð af mál- dögunum hvort átt er við altaristöflur yfir eða frammi fyrir altari, nema það sé beint tekið fram hvar þær séu. Hið latneska nafn á töflu fyrir altari er antependium (forhengi) eða antemensale (borð- framhlið), og er nú hið síðara nafnið notað fremur um töflur (brík- ur), en hið fyrra um altarisklæði. — Tafla yfir altari var kölluð á latínu superfrontale; en þessi latnesku nöfn munu ekki viðhöfð í máldögum vorum. ») Árb. 1888-92, bls. 91-95 og Árb. 1910, bls. 62—63. *) ísl. fornbrs. V., bls. 308. , *) Árb. 1888- 92. bls. 95 og Árb. 1910, bls. 62. 4) Kr. Kál. Isl. Besbr. II, bls. 113. Mynd af töflunni er i ritgerð dr. Fr. B. Wallems, Aarsberetning 1909, bls. 57. *) í*l. fornbrs. V., bls. 314.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.