Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 2
2 fiðluna úr Garðssókn í Kelduhverfi. En hvernig voru fiðlurnar í hinum sóknunum? Það má merkilegt heita, að enginn þeirra, er rituðu um gömlu, íslensku fiðluna, skyldu spyrjast fyrir um það hjá forstöðumanni Forngripasafnsins (Þjóðminjasafnsins) hvort hún væri til þar, sjer- staklega er þess er gætt, að þau geta þess, eða var það kunnugt, að þar er til langspil. Frá því 1888, eða rúm 30 ár, hefur þar ver- ið ein gömul íslensk fiðla, nú nr. 3188 í safninu. Hún er úr Stór- ólfshvolssóJcn og er að ýmsu leyti frábrugðin þeirri, sem sjera Bjarni fjekk úr Garðssókn. Skal henni nú lýst nokkuð og birtar hjer með- fylgjandi myndir af henni, og um leið sagt frá ýmsu, er hana snerti og fiðluspili þeirra ættmanna, er hún er frá. Einar Jónsson snikkari í Reykjavík gaf safninu fiðlu þessa 31. des. 1888. Þáverandi forstöðumaður þess, Sigurður Vigfússon, ritar þá svo í skrá safnsins um fiðlu þessa og út af þessari gjöf: (200.). Fiðla gömul; hún er að nokkru leyti lík í lagi og lang- spil, nema bæði digrari og mikið hærri, og hliðarnar bogadregnar eða sveigðar út um miðjuna; strengirnir liggja og miklu hærra; þeir eru 4; þó sýnist hafa verið settir á hana 2 aukastrengir síðar; það skilur og að fiðlan er opin að neðan, eða enginn botn í henni, og engar hafa verið á henni nótur, en »stóll«, sem kallaður er, hafður undir strengjunum við digrari endann, er færa mátti til, og þó leik- ið (spilað) á mjórri endann; bogann vantar og girnisstrengi, sem eiga að vera á fiðlu, og þarf að láta gera hvorttveggja; á henni eru nú að eins 2 stálstrengir. Fiðlan er gamalleg og sjáanlega gerð af íslensk- um manni, ólærðum; á henni er eins og maður kallar »bóndasmíði«; þó er hún laglega gerð; hún er t. d. öll negld með eirnöglum, sem smiðurinn hefir tilbúið, eins og gamli siðurinn var. Um aldur þessarar fiðlu verður ekki með vissu sagt. Einar snikkari, sem nú er á 70. ári, fjekk hana eftir Pál Arnason, móður- bróður sinn, er varð 70 ára og var í Iíamragörðum undir Eyjafjöll- um og siðast í Sauðagerði hjer við Reykjavík; hann ljek oft á fiðlu þessa, svo að bæði Einar heyrði og fleiri, en Páll fjekk hana eftir föður sinn, Árna Egilsson i Dufþaksholti á Rangárvöllum; hann varð um 80 ára gamall. Meira veit Einar ekki um aldur fiðlunnar, en gamalleg er hún sem áður er sagt. Mjer þótti mjög vænt um að fá fiðlu þessa til safnsins, því hún er sú einasta, sem jeg hefi hjer til spurt. Fiðla er ákaflega gamalt »söngtól«. í Heimskringlu, Kristíaníu 1868, Ynglingas. bls. 19, er talað um »harpara ok gígjara ok fiðlara«. í Fornmannasögum, 7. b,, bls. 97, er talið upp »organ, sinfón, sal-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.