Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 11
með vírstrengjum«. Miklar líkur eru því til að þetta sje mynd af fiðlu Sveins Þórarinssonar, og þvi fremur það, að mynd þessi er mjög svipuð lýsingu sjera Bjarna á fiðlu þeirri, er hann fjekk úr Kelduhverfi. Á mynd þessa vantar einungis stólinn (»brettið«, »litlu, lausu fjölina*), sem sjera Bjarni lýsir á sinni Kelduhverfiá- fiðlu; en vel gat staðið svo á, að stóllinn hafi ekki fylgt fiðlu þeirri, er Sigurður dró upp, þegar hann gerði það, þótt hann hafi átt að fylgja og fylgt henni áður. Þessi fiðlugerð, sem virðist mega kenna við Kelduhverfi, er að sumu leyti frábrugðin þeirri, er kenna mætti við Rangárvelli, fiðlu þeirri, sem er í Þjóðminjasafninu og fiðlu Sigurðar Árnasonar, eftir því sem henni hefur verið lýst. Einkum eru þær ólíkar að þvi, hversu strengdir eru strengirnir. En á því virðist naumast geta leikið nokkur vafi, að hið eldra og líálega upprunalega lag á þessu sje á Kelduhverfisfiðlunni. Hausinn á Rangárvallafiðlunni, með öll- um sinum skrúfum eða lyklum, er sýnilega gerður eftir langspils- hausnum og yngri en þeir, en fiðlan er vafalaust miklu eldri en langspilið. En þótt fátt eitt finnist um fiðluna ritað, svo sem áður var bent á, má ljóslega sjá það, að fleiri minni afbrigði af fiðlum hafa verið til en þau tvö, er hjer voru nefnd. Ef lýsing sjera Helga á fiðlum þeim, er hann kveðst hafa sjeð um 1820—30, er áreiðanleg, þá hefur hjer verið um svo mjög frábrugðna gerð af fiðlum að ræða, að þær hafa naumast getað kallast rjettu nafni fiðlur, heldur verið blátt áfram langspil, lítið frábrugðin venjulegum langspilum. Sjera Helgi segir, að þær hafi vanalega verið styttri og víðari en lang- spil, en ekkert bogið útskot haft eins og þau í víðari endann. En svo sem sjera Bjarni tekur fram (í »inngangi«, bls 75) voru ekki öll langspil með bognu útskoti, heldur bein, eins og þessar fiðlur sjera Helga. Ennfremur segir sjera Helgi að þessar]fiðlur hafi haft tvo strengi, festa d Itjklum l annan endann, en látúnsnöglum í hinn, og nótnastokk undir strengjunumt. Ef þetta síðasta, um nótnastokk- inn er rjett, þá virðist hjer, svo sem sagt var, ekki vera um veru- lega fiðlu, heldur eins konar langspil að ræða. Það, sem aðgreinir langspil frá fiðlu, er einmitt fyrst og fremst nótnastokkurinn og þar af leiðandi það, hversu leikið er öðruvís á það en hana. Á fiðluna hefur eftir öllum brjefum verið leikið alt öðruvís en nokkurt annað hljóðfœri, að því er mjer er kunnugt, og það einmitt vegna þess að enginn nótnastokkur var á henni og hún þó dregin með boga, en strengirnir hvorki slegnir nje harpaðir. Nótnastokkurinn á lang-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.