Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 19
15 dóttir Sörla og systir þeirra Einars og Brodda« Hin önnur ágiskun hans er nær því rjetta: »Bjarna hefur verið minst sem bróður Sörla, og hann (þ. e. Bjarni) svo verið talinn faðir Guðríðar«; það að eins rangt hjá Guðmundi, að Bjarni hafl verið talinn faðir Guð- ríðar. Hann hefur sjálfsagt verið talinn móðurfaðir hennar, faðir Höllu móður Guðriðar, »eins og í Þorsteinsþætti» í þessu sama hand- riti, Á M. 162 C. fol fíina sýnilegu eyðu í endi V. kap Ljósvs. mætti því rjettilega fylla þannig: Bróðir Sörla var Viga-Bjarni; hans dóttir var Halla móðir Guðriðar, er Kolbeinn lögsögumaðr dtti Flosason [Valla-Brands- sonar. Þeirra son Flosi, er átti Guðránu Þórisdóttur Skeggbrodda- sonar Víga-Bjarna sonar/. Það, sem hjer er innan hornklofanna, þarf ekki að hafa staðið, en ekki er ólíklegt, að það hafi samt einnig verið tekið fram.1) II. Sjötti og sjöundi kapítuli eru sjerstakur þáttur í sögunni, og er álitið af sumum, að honum sje síðar skotið inn, en þá er jafn- framt gætandi að því, að sumt í honum stendur í mjög nánu sam- bandi við það, er síðar segir, sbr. orð Guðmundar í 45 —47. og 67—68 1. VII. kap. við orð hans í 34.- 36 1. XII kap., enda eru þá allir þessir kapítular V. —XII. taldir innskot. í 11,—13 1. VI. kap. segir svo: »Þá bjó Ofeigr Járngerðarson i Skörðum. önundr hjet faðir hans . . . Hrólfs sonar Helgasonar ens magra«. í sumum handritunum stendur »Hrólfs son« o. s. frv.( en sist er það betra Ofeigr kemur mjög við söguna og er jafnan nefndur Járngerðarson, sjálfsagt af því, að önundr faðir hans hefur dáið, er Ofeigr var barn. Ætt hans er ekki rakin annars staðar en hjer. Ofeigr er talinn í I. kap. »höfðingi mikill og garpr« og svo kemur hann jafnan fram í sögunni. Utgefandinn, Guðm. Þorláks- son, segir sem rjett er, að önundr sje >ekki talinn með sonum Hrólfs i Landnámu og gæti því verið að hjcr væri hlaupið yfir einn lið«. Ennfremur telur hann »líklegt, að Ofeigr hefði verið kominn af Ægileif dóttur Hrólfs*. A'ð vísu stendur »Hrólfs sonar* (eða ‘) Þessi athugasemd mín og flest í grein þessari er bygt á athugunum og ættartölum, er eg gerði við Lj isvetniugasögu skömmu fyrir 1906. Fám mánuðum eftir að grein þessi var rituð, tók jeg eftir því, að hr. Bogi Th. Melstað hefur í ísl. sögu III., hls. 34—35, prentaðri 1916, komist að alveg sömu niðurstöðu um ætt Kol- heins lögsögnmanns Flosasonar, og i sambandi við það mál bent á sumt hið sama og hjer er tekið fram og enn fleira, er jeg einnig hafði getið um i sjerstöku, en« enn óprentuðu greinarbroti um ætt Kolbeins lögsögumanns, er jeg tók samau 1910 Þykir mjer þetta styrkja málið, án þess þð að gjöra óþarfa þessa athugasemd hjer og leiðrjettingu við þennan stað i Ljósvetningasögu.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.