Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 27
23 spá eftir því. — Hinn siðurinn hygg jeg hafl komist á af þvi, að menn tóku ekki eftir því, hversu misjafnlega hlutirnir þrútnuðu, biðu, ef til vill, ekki nægilega lengi til að geta sjeð það. Þá hafa þeir tekið upp á því að skera í miltið eða hluta það sundur ósjá- andi og á þann hátt látið það verða að miklu leyti undir ósýnileg- um öflum komið, eða án alls kostar sjálfráðrar, mannlegrar íhlut- unar, hve stór hver hluti miltisins varð. Þegar sauðkindum er slátrað á haustin, er tekið mark á ýmsu viðvíkjandi innýflum þeirra; t d. því, hve hinn tómi kafli í görn- unum er langur, því að vetur verður harður að sama skapi. Minnir þetta á innýflaspár hinna fornu Rómverja, en innýfla- spámenn þeirra (augurex) tóku einkum mark á hjarta lifur og lung- um fórnardýranna. Æskilegt væri að fá skýrslur um allar slíkar innýflaspár hjer á landi, eða ef kunnar eru erlendis. Matthías Þórðarson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.