Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 30
26 7042. 7043. 7044. 7045. 7046. 7047. 7048. 7049. 7050. a-b 12/10 Borðar og uppslög af skauttreyju, baldýruð með silfur- vír, úr svörtu fiujeli, fóðruð með sirsi. Borðarnir eru um 50 cm. að 1. og 4,5 cm. að br., en uppslögin 19,5 að 1. og 7,5 að br. Treyjan hefur verið með »nýja laginu« og þetta gert um 1870 liklega. 15/io Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður, dr. phil, Reykjavík: Bókarkápa úr hvítu, eltu sauðskinni, með pressuðu verki og pappaspjöldum Spjaldstærð 19 X 15,5 cm. Frá því snemma á 19 öld. — Sami: Bókarkápa að öllu mjög lík nr 7043, en er með trjespjöldum, sem eru 18,3 cm. að hæð. 16/]8 Matskeið úr silfri í gotneskum stíl; blaðið með spónbiaðs- lagi, br. 5,5 og 1. ca. 6 cm.; lengdin öll er 11,5 cm. Skaptið ferstrent, 5—8 mm. að br. og 4 mm. ad þykt, og með ferstrenda blaðakrónu í gotneskum stíl á end- anum. Neðan á skaptinu eru 2 stimplar: flegin örn, sem er merki Lýbiku, og akkeri, sem líklega er smiðs- merkið. Innan á blaðið og rjett við skaptið er grafin kringla og gotneskt a í. Sennilega fiá því um 1500. Fundin i rústum Stóra-Kiofa á Landi í maí s. á. 19/10 Skauttreyja úr svörtu klæði með borða og uppslögum úr svörtu flujeli, silfurbaldýruðum. Uppdrátturinn er stórgerður og einkennilegur; baldýringin góð. Svartar flujelsleggingar eru á baki, öxlum og um handvegi. Treyjan er með nýja laginu; gerð af Þuríði Ásmunds- dóttur, prófasts í Odda. 28/io Skauttreyja úr svörtu klæði með borðum og uppslögum úr svörtu flujeli með silfurvírsfljettingum á, og iunan við flujelsborðana eru silfurvírsborðar skrautofnir. Á baki, öxlum og um handvegi eru rauðleitir rósaborðar úr flujeli. Treyjan er með gamla laginu og frá fyrri hluta síðustu aldar. — Beltisborði spennulaus úr svörtu flujeli, 1. 65, br. 4,7 cm. silfurbaldýraður; fóðraður með móleitum bómullarvefnaði. — Beltisborði spennulaus úr svörtu flujeli, sem er orðið dá- lítið móleitt, 1. 66, br. 4 cm., silfurbaldýraður; fóðraður með sirsi. — Skautkragi úr svörtu flujeli með siifurvírskniplingum á, 20,6—21 cm. að þverm. og 5 cm. að br.; fóðraður með svörtu rósasilki. — Nr. 7047—50 eru tilheyrandi gamla búningnum. Austan af Síðu.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.