Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Page 29
29 er nokkru (1 m.) norðar en norðurveggur fyrri- eða vestur-hlutans. Hinn nýlegi forskáli er með 6 þrepum og er lengdin frá neðsta þrepí og inn í botn 14 m. Hæðin undir hvelfingu er 1,60—1,70 m. Út-undir austur-bergveggnum er hlaðinn garði með tréjötu, og sömu- leiðis fyrir norðurenda, en að vestanverðu er stórt gímald alla leið inn að vestur-hellinum. Er það með óreglulegri hvelfingu, sem virðist svo sem sprengt hafi verið úr eða dottið úr, en höggför sjást ekki. Lengd f á suðri til norðurs er 9‘/2 m., en breiddin á þessu og (norð- ur- eða) austur-hellinum er samtals 103/4 m., en bæði er lítið útskot undir eystri vegginn í austurhellinum og svo gengur gímaldið út í mikinn boga vestast. Nýlegt op er á hvelfingunni og er hæðin und- ir það 2,30—2,80 m. Niður um það er látið hey í þetta hellisgímald og í heyhlöðu, sem er byggð suðvestan við það, og er stórt op á milli hennar og þess. í gegn-um nef það eða kamp, sem verður milli vesturhellisins og þessa gímalds, er mjór og lágur gangur, 1 m. á hvern veg. — Gímaldið er nú afþiljað frá hellunum með járnplötum og fjölum, þ. e. að austanverðu er sú milligerð, sem svari því að hún sé eftir austurhlutanum miðjum. Jata er á norðurhluta milli- gerðarinnar inni í austurhlutanum og að sumu leyti í vesturhlut- anum, og önnur er syðst á milligerðinni, sett á hana gímalds-megin, og er sú fyrir hesta (tryppi), en annars er hellirinn fyrir lömb. Innst á austurhlutanum er strompur, ca. 60 cm. að þvermáli neðst, og er uppmjór í gegnum moldina. Á gafli ausiurhellisins eru 2 krossmörk og fyrir framan. — Nýlegur ræsir er undir gólfinu í austur- hlutanum og suður úr hólnum, djúpt í jörðu. (Fyrir norðan tún á Berustöðum er hóll, sem heitir Torfhóll og •er sagt, að þar sé Bera grafin. Hafði hún óskað, að hún yrði grafin þar sem sæist sólin um sólaruppkomu og sólsetur. — Einu sinni var byrjað að taka hér upp helli, en hætt var við, þar eð tryppi drapst í holunni um næstu nótt). Ás-hellar. í Ási eru nokkrir hellar. — í svo-nefndu Stekkatúni *(sic) eru 2 hellar; myndar annar sljótt horn, en hinn er austur af ann- ari álmunni og virðist niðurhrun á milli og að þetta hafi verið allt einn hellir. Vestast er hellir, sem stefnir frá norðri til suðurs. Er gengið inn um báða enda hans nú, en inngangur í norðurendann er nýleg- ur, gerður á ská út til útnorðurs; er þar 10 þrep ofan að ganga. Hinn er í beinu framhaldi af hellinum, hlaðinn upp á venjulegan hátt og er með 7 þrepum í. Rétt innan-við neðsta þrepið er stúka til hægri (austurs), ca. 2 m. löng og víð, og ca. 1 m. að hæð fremst, en minni innar. Á hellinum miðjum er tregt-myndaður strompur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.