Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 51
51 irinn hefur fallið niður. Hefur það verið um strompinn og má siá hann enn að nokkru leyti í berginu, sem uppi stendur að austan- verðu við opið. Komizt verður niður um opið og í hellispart, sem er um 3 m. á hvorn veg, en er hálf-fullur af mold, grjóti og ó- þverra. Ef til vill hefur hellirinn náð nokkru lengra inn, en ekki verður séð, hversu langt, nema mokað sé upp moldinni. Ekki hefur það þó verið langt, því að 11 m. fyrir austan opið er djúp lægð yfir þveran hólinn og garður hlaðinn á vesturbarm hennar yzt, nyrzt og syðst, Ef til vill hefur hrunið hér niður hellir, sem verið hefur um hólinn þveran. — Munnmæli segja það og. — Skammt fyrir austan þessa þverlægð er 'nellirinn að Hellum, sá er fyr var lýst. Ef til vill hefur hann verið í sambandi við þennan þverhelli, enda segja munnmælin það. Má því helzt ætla að bærinn að Hell- um dragi nafn af hellum þessum. Hellis-hellir. í Helli í Ölfusi er hellir fremst í túninu, skammt austur frá bænum, austan í grasivöxnum blágrýtishól. Opið er um 8 m. að vídd yzt og neðst og er þar hlaðinn garður fyrir, neðst, en járnplötur í grind yfir (að hálfu leyti á sumrin) og gluggi á. Hellir- inn þrengist brátt og hallar gólfinu, en einkum loftinu, mjög niður. Er þó manngengur vel allur. Lengd frá torfveggnum og að botni er 10,33 m.; vidd innan-til 4—5 m. Hellirinn er nú hafður fyrir hey, en var áður hafður fyrir fé að sögn. Eru dyr á garðinum og fram í hesthús, sem er byggt framan við garðinn; er íyrft yfir göngin á milli. Nú (17. 9. ’19 ), er hey í hellinum framan-til, en komast má inn yfir það og inn í botn. Bergið er blágrýti, allt sprungið og hef- ur mátt mola það og sprengja. Að líkindum er hellirinn manngerður að nokkru leyti. Bærinn er vafalaust nefndur eftir honum. — Op er ekkert upp úr; bergið þykkt fyrir ofan. — Merki engin sjáanleg nú. Nú skulu athugaðar nánar frásagnir þær og skoðanir á myndun og aldri þessara manngerðu hella, sem einkum þeir Sveinn Pálsson, Brynj- úlfur Jónsson og Einar Benediktsson hafa látið í ljós. Sveinn hefur álitið, að því er virðist eftir frásögn Rangæinga, að hellarnir væru í rauninni náttúrumyndun, væru hol eða tóm innan-í grasi grónum sandsteinshólum, en menn hefðu af hendingu orðið varir við þetta og rofið síðan göt á hólana, þar sem þeir álitu af tómahljóði frá hólunum, að hellar væru; frá náttúrunnar hendi væru op á fáum þeirra, kvað hann. Margir hellanna hefðu síðan verið víkkaðir, segir hann, og 4*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.