Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 68
68 Um notkun þeirra til nauta- og hesta-geymslu fyrrum, var sagt dá- lítið hér að framan. — í sumum er geymt bæði hey og fé, og þá gert í milli, og sums staðar eru heyhellar, en fremur óvíða; eru 2 á Helluvaði, 1 á Hellum á Landi, 1 í Hrólfsstaðahelli, 1 í Árbæ, nýr 2—3 á Ægissíðu, 1 í Miklaholtshelli, 2 í Efri-Gegnishólum, 1 á Arn- hóli og 1 á Haugi; enn fremur er hellirinn að Helli í Ölfusi nú hafður fyrir hey, en var áður fjárhellir. í Hell(n)atúni er 1 lítill hellir (»Gjögr- ið«) notaður fyrir hænsni. Á 4 bæjum eru jarðepli og aðrir jarðar- ávextir (gulrófur) geymdir í hellum (á Helluvaði, Gegnishólaparti, Hólshúsum og Syðri-Gegnishólum). Á Berustöðum og í Hell(n)atúni eru hellar notaðir til enn annarar matvælageymslu, að minnsta kosti á sumrum, og sömuleiðis 1 að Ægissíðu, og þar er hinn merkilegi, gamli búrhellír. í sumum eru geymd áhöld á sumrum, þau sem þá eru ekki notuð, svo sem rokkar, meisar o. fl. Vitnisburður eða sagnir um mannavist í þessum manngerðu hell- um eru fáar. Þjóðsögn er um Hrútshelli undir Eyjafjöllum (sjá Árb. 1902, bls. 26) og Steinahelli, þar var þing'nús um hríð (s. st. og enn fremur hér á eftir). Einsetukarl, Eiríkur rauði, á að hafa hafst við í hellinum á Geldingalæk, enda báru hlóðir og aska vott um manna- vist þar (Árb. 1900, bls. 6—7); sömuleiðis fannst aska og hlóðir á einum stað í helli í Ási. En raunar er það ekki fullkomin sönnun fyrir verulegum mannvistum í hellum þessum, að þar hafa fundizt hlóðir og aska. Það þarf ekki að benda á frekari mannavist en mat- vælageymslan í öðrum hellum. Menn kunna að hafa gripið til þess í viðlögum, t. d. er stóð yfir bygging nýs eldhúss, að gera hlóðir og sjóða mat í helli á bænum. Einu hellarnir, sem nokkur vissa er fyrir að menn hafi búið í, eru hellarnir í Miklaholtshelli, annar að minnsta kosti, — auk þess, sem vert er þó að minnast á í þessu sambandi, að árið 1910 fóru ung hjón að búa í Laugarvatnshellum og mun byggð hafa haldizt þar við eitthvað eftir það, og búið var þar 1921 ^). Eins og áður er skýrt frá, stendur það í lýsingu íslands í Landaskipunarfræðinni, að í Flóa sé hellir nokkur í móberg, er notaður sé til íbúðar. Eru helzt likur til að þar sé átt við heimahellinn við bæinn í Miklaholtshelli, en í sóknarlýsingunni frá 1841 er hann þó talinn vera fjárhellir þá. Að hann er eina húsið, sem fylgir jörðinni, bendir til þess, að í fyrstu hafi hann verið hafður til íbúðar, verið »jarðarbaðstofa«. Hinn hellir- inn þar, sem er suður frá bænum, í suðurenda holtsins, var háfður 1) Þeir eru nefndir Laugardalshellrar i lýsingu íslands eftir Gunnlög Odds son og er sagt þar, að þar hafi verið sæluhús.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.