Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Side 86
86 með kolgjörðarmönnum. En mælt er, að Loptur hafi styggzt við. Bréfið telur örnefnin í réttri röð og byrjar í landsuðurhorni skóglendisins og heldur rangsælis. Mun eg og fylgja röð þess um upplandið, þó það sé andstætt röð minni um syðra hluta Saurbæjarlands. Læt eg og fylgja ljóðabréf hans hér á eptir, þvi það er mjög skemmtilegt. Gegnt Kringlumýri er ofan götu skógarhlíð nokkur milli bæjar- gils og Saurbæjarár. Sú hlíð ásamt þeirri, er utan er bæjargils, er nú kölluð Kinn. En það er glöggt af vísnaröðinni, að Kinn heitir að réttu lagi að eins utan bæjargils en milli gilja heitir Fannahlíð, og er hún all-löng og vaxin kjarri. Uppi á hálsinum er tindur hár, er Prjónastrákur er kallaður, og er þjóðsögn um. Guðríður, kona séra Hallgríms Péturssonar (Tyrkja-Gudda), á að hafa beðizt þar fyrir að hætti Múhammeðsmanna. Norðan við hálsinn eru fjallasund, vaxin broki. Er Dýjasund stærst, fullt af tjörnum. Þar kemur bæjarlækur- inn upp í útsuðurhorni þess. Norðar er Þversund norður undir Vatna- skógi. Þar austur af eru Þverhnúkar, mjög hávir. Fyrir sunnan og austan þá er Leirdalur, vaxinn kjarri að vestanverðu (Saurbæjar megin). Austan í Þverhnúkum eru steinveggir eptir sauðhúsin fornu uppi á hæð nokkurri, og heitir Sauðhúsalág þar austur af, en til út- norðurs gengur Selskarð. Þá er fer að halla norður í Svinadalinn er dys allmikil rétt við veginn og heitir Erfingi. Er þjóðsögn um. Vinnu- maður á Draghálsi (fremst í Svínadal) lézt að vetri til, og skyldi flytja líkið til Saurbæjarkirkju. En þá er kom að hæð, þeirri er síð- ast sá Dragháls, sligaðist hesturinn, og varð eigi lengra haldið, enda hafði hann svo um mælt, að eigi vildi hann hverfa úr Draghálslandi eða þó eigi fjær en svo, að hann mætti átthaga sína sjá. Norður af Erfingja heita Hallar. Sellækurinn fellur til útnorðurs úr Höllunum eða öllu heldur ofan úr Borgum niður á Kúvallareyrar og út í Glammastaðavatn. Heitir þar Merkjatangi gegnt Glamma- stöðum, er allskammt er yfir vatnið. Firnadjúpt er þar fram af tang- anum. En því heitir Sellækur, að þar var Saurbæjarsel skammt ofan við Kúvallareyrar. Sér þar enn tóptir þess. Þar var Þórsteinn Odd- geirsson öxnabroddur, er Hólmverjar fóru til Saurbæjar og drápu Skroppu fóstru hans, er var fjölkunnug og hafði gjört þeim sjón- hverfingar, en rændu nautum og tóku dóttur hans, Sigríði, og fóru með út í Hólm. Segir í 25. kap. Harðar sögu: »Nú koma þeir á bœinn; Skroppa var heima ok dœtr bónda, Helga ok Sigríðr, en Þór- steinn var í seli í Kúvallardal. Þar heitir nú Svínadalr« (elzta útgáfa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.