Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 4
8 Slútur er í Tálknafirði nafn á stökum steinum, sennilega steinum, iem slúta. Orð af þessu tæi, sem notuð eru sem örnefni eða nafnaliðir í austur- hiuta Barðastrandarsýslu eða syðst í Strandasýslu, er ekki hægt að telja séreign norðvesturlands, fyrr en við fáum það staðfest í örnefna- skrám aðliggjandi sveita. Um mörg slík orð er þó öruggt, að þau eru notuð einnig utan norðvesturskagans, sum í miklum hluta alls landsins. Eg tel sennilegt, að það muni vera aðeins örfá orð, sem ná inn að Gilsfirði, en ekkert suður fyrir hann. Nú skal nefna nokkur dæmi: Barmur er notað í Austur-Barðastrandarsýslu. Það eru þó víða til harm-nöfn í öðrum landshlutum. Bruni er nokkuð títt örnefni í Barðastrandarsýslu, og á strjáli innarlega í Djúpi, en í svipaðri merkingu — um hana skal eg tala síðar — víðar bæði á Norður- og Vesturlandi. Gormur, sem merkir svipað og leðja, er notað þar vestra eftir heimildum mínum aðeins í Barðastrandarsýslu Breiðafjarðarmegin, en þó einnig nyrzt í Dalasýslu. Gróf er nokkuð algengt sunnarlega á norðvesturkjálkanum, en varla notað í norðurhluta Isafjarðar- og Strandasýslu. Spillir eða Sauðaspillir er í norðanverðum Breiðafirði al- gengt nafn á skerjum, sem koma upp aðeins í útfalli og verða þá landföst, svo að fénu hættir við að leita þangað og týnast þar, þegar sjórinn fellur að. Nafnið er þó til einnig í Vestfjörðum og á einstaka stað í innanverðu Djúpi. I Súgandafirði er hátt fjall, sem hét Sauða- spillir í gamla daga og er nú kallað Spillir. Það sem séreiginlegt er í örnefnum ýmissa sveita, eru þó ekki eingöngu orð, sem annars staðar eru ekki höfð í nöfnunum, heldur einnig ýmis afbrigði í notkun almennra orða, helzt í merkingunni og í myndun samsettra nafna. Svo sem eðlilegt er, muri margt af þessu tæi stafa af breyttum staðháttum eða atvinnuvegum. Það sýnist þó vera langt frá því, að svo sé með allt. Að merking margra orða vill breytast í sambandi við breytta stað- hætti, mun flestum vera kunnugt. Eg skal aðeins minna á hraun, sem er skylt sögninni að hrynja og merkir upprunalega svipað og skriða eða urð, en hefur fengið merkinguna eldhraun í svo sem öllum sveitum, þar sem til eru eldbrunnin hraun. En þar sem þau þrýtur, hefur hraun haldið eldri merkingunni. Svo er og á öllum norðvestur- skaganum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.