Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 121
123 væru yfirgefnir í bili. En hafi svo verið, þá hefur Skarð verið í byggð aítur mjög bráðlega, eins og enn má betur sýna. I nýnefndum máldaga kirkjunnar í Skarði, 1337, er sagt, að tekju- eign („portio ecclesiæ“) kirkjunnar um 7 ár, hafi orðið 3 merkur. Verða það 20,6 álnir til jafnaðar árlega. Má telja það vonum fram- ar, og mikinn afgang af kostnaði við kirkjuna, lýsing hennar, ásamt sakramentisbrauði og víni, sem allt var þá miklu oftar og meira notað en nú gerist.1 Nú má segja, að Vilchin biskup hafi ekki sjálfur komizt yfir að heimsækja hverja kirkju, og séu því sumir máldagarnir afrit frá fyrri árum. Hér sé því ekki treystandi efalaust á ártalið. En þá er þó þrennt til stuðnings og álita: 1. Biskup gat látið umboðsmenn taka máldagana, þar sem hann kom ekki sjálfur. 2. Eflaust er máldagabók Vilchins rituð árið 1397, því að þar er ár- talið skráð greinilega: „Anno Domini millisimo CCC°XC0VIJ0“. 3. Þar sem nú máldagi þessi er vafalaust frá þessu ári, vill þá nokkur maður halda svo merkan biskup þann aula, að hann (eða ritari hans) bókfærði máldaga eyðilagðrar kirkju, góðan og gildandi, án athugasemda? Og ekki afræktrar kirkju í bili, heldur kirkju þeirrar, sem farizt hefði þá nýlega með svo eftir- minnilegum hætti, svo að kalla í nágrenni við Skálholt. Samkvæmt því, sem að framan er sagt, verð ég að álykta: f fyrsta lagi, að Skarð hafi ekki lagzt í eyði ári lengur í gosinu 1389—90, nema ef það kynni að vera rangt árfært. Hitt er vel skilj- anlegt, að fólkið hafi flúið þaðan og úr fleiri bæjum í kring, meðan mestu ósköpin dundu yfir, og ef til vill flutt úr þeim hið lauslega og fémæta. Gat það orðið nóg efni í fullkomna eyðileggingarfrétt, í fjarlæg héruð, fyrir annálaritara þar, og þá oft mikið ýktar fréttir. I öðru lagi tel ég mega fullyrða, að Skarð, Ketilsstaðir og líklega Tjaldastaðir hafi ekki eyðilagzt að öllu leyti fyrr en í gosinu, sem orðið hefur hálfri öld síðar, nálægt 1440. — Árið ekki fullvíst og 1) Tekjur Skarðskirkju sýna það, að þá hafa einhverjir bæir verið í byggð í sókninni. Næsta kirkja við Skarð, í Tröllaskógi, er ekki nefnd í fornum heimildum. En leifar kirkjustæðis, kirkjugarðs og mannabeina sanna munnmæli um kirkju þar. Líklega hefur kirkjan lagzt af fyrir 1200 (eins og kirkjan í Þjórsárdal?). Hin nágrannakirkjan, í Næfurholti, var í notkun („afsköffuð“ 1765). Tekjur hennar sjást ekki á þessu tíma- bili. En til samanburðar við tekjur Skarðskirkju má nefna meðalárstekjur hinna næstu kirknanna á líku tímabili: Á Leirubakka 32 áln., í Klofa 26,6 áln. og á Keldum 144 áln.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.