Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 26
30 alltíð í túnum, en merkilega fágæt á öðrum stöðum. Þar eru Hringur og Kringla, Skjöldur, Svíri, Svunta og Þemba. Tvö önnur nöfn, sem nærri því alstaðar virðast vera nátengd við túnin, eru V e i t a og Prettur. Hvar sem skýrt er frá legu veitunnar, er hún neðarlega eða neðzt í túninu eða niður undan því, eða og svo, að efri hluti hennar er innan túnsins, en neðri hlutinn fyrir utan. Þar er og víða kallað mýrlent. En hvergi er sagt, að þar séu áveitur eða aðrir skurðir. Það lítur því út, sem veita merki hér mýrarsund eða þvíumlíkt, eiris og víðar. En hversvegna heita mýrarsund þessu nafni hvergi annarstaðar en niðri við túnfæturna? Eg fæ ekki skilið það með öðru móti en því, að Veita sé kölluð vegna þess, að þangað hafi einhvern tíma verið veitt vatni úr túninu, en þessar jarðabætur síðan fallið niður og gleymzt og aðeins nafnið haldizt, og svo seinna, þegar túnin voru stækkuð, veiturnar víða orðið að túnblettum. Eg tel þær því merkilegar minjar horfinnar menningar, þó að þær séu víða um leið vitni þess, að túnin voru í þá daga minni en nú á dögum. Þar að auki geymir nafnið á einstaka stað minningu um það, að þar hefur fyrrum verið ræktað tún og byggt býli. Prettur er á norðvesturlandi algengt nafn á lækjum, sem þorna upp í þurrkum. Astæðan til þess, að þetta nafn virðist vera gefið eingöngu í túnunum, mun vera sú, að í þeim urðu menn víðast hvar að sækja vatn í ýmsa læki, af því að húsin stóðu á dreif, svo að þeim gat þar verið illa við þessa pretti. En utan túnsins þurftu þeir lítið að gefa gaum að slíku. Þar sem að framan var næstum eingöngu talað um það, sem ör- nefnin gefa í skyn um búnaðarhætti á síðastliðnum öldum, vil eg taka fram, að þau geta einnig frætt okkur töluvert um ástandið á landnáms- og söguöld. Þau gera það, svo sem eðlilegt er, á annan hátt, og við verðum til þess að athuga eingöngu þau nöfn, sem mikil líkindi eru til að séu það gömul. Það eru, eins og skýrt var frá að framan, nöfn stærri dala, vatna og áa, fjarða og nesja, og auk þeirra elztu nöfnin á sveitum og bæjum. Til þess að ná með þessu móti nokkuð öruggum niðurstöðum, verður þó að líta á stærri hluta lands- ins eða allt landið. Þá kemur meðal annars í ljós, að sauða- og hrúta-, geita- og hafra-, sv'ma- og galta-, öxna-, kvíginda- og kálfa- nöfn eru allmörg meðal elztu nafnanna, en hesta- og hrossa-nóln örfá — að undanskildum fjallanöfnunum Hestfjall og Hestur, því að þar er fjöllunum líkt við hesta, og nöfnin hafa því lítið að gera með hestarækt —. Af þessu held eg að megi leiða, að menn muni framan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.