Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 34
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sanna að rétt sé hjá Magnúsi, og verður það hér talið sennilegast. Það verður líka að teljast gróflega ósennilegt og nær óhugsandi að hið feikna dýra skrín, sem Páll biskup lét gera og orðið var forn- heilagt, hafi verið lagt fyrir róða og annað nýtt gert. Um brunann 1309 var áður rætt. Úr því að engin heimild tekur fram að hinn mikli helgigripur hafi brunnið, en hins vegar skýrum orðum sagt í 14. aldar heimild að það hafi bjargazt, verður það að teljast senni- legast. Hvort smiðir Brynjólfs biskups hafa breytt málum skrín- isins við uppgerðina, er ekki hægt að vita með vissu. Ósamræmið milli Páls sögu biskups og Eggerts Ólafssonar um lengd skrínisins er vandamál sem erfitt er að ráða fram úr, ef báðar heimildir eru að tala um sama skrínið og hvor um sig hefur miðað við álnir af þeirri lengd sem reiknað er með hér að ofan. Ef til vill eru málin ónákvæm hjá öðrum eða báðum. Þegar á allt er litið er þó sennilegast, að allt sé eitt og sama skrínið. Það hafa 18. aldar menn í Skálholti talið (sbr. þó orðalag séra Jóns Halldórssonar, þar sem hann gerir greinilega mun á hinu forna skríni og því sem Brynj- ólfur biskup lét smíða úr gömlu fjölunum) og mun svo talið hér, þótt þeim möguleika sér ekki gleymt, að um það kunni að hafa skipzt einhvern tíma á löngum ferli. Svo búið sem Eggert Ólafsson lýsir því er skrínið í Skálholti allan síðari hluta 18. aldar og er alltaf talið upp í afhendingarskrám og vísitasíum. 1 prófastsvísitasíu frá 12. sept. 1799 segir svo: „Þorláks skrín með hurð á járnum, skrá og lykli, með emailleruðum messings- stykkjum“38. Og í prófastsvísitasíu frá 11. júní árið 1800 er allt sagt við sama, svo að þar eru síðustu opinberar spurnir af Þorláks skríni, óbeint. Það er þá enn í kirkjunni. Margir gripir hennar höfðu verið fluttir til Reykjavíkurdómkirkju, þegar hún var vígð árið 1796, en skrínið var ekki meðal þeirra, sem varla var von. Því segir séra Þorsteinn Sveinbjarnarson á Hesti í kvæði, sem hann nefndi „Afsalsbréf ekkjufrúr Skálholtskirkju til dóttur sinnar dómkirkj- unnar í Reykjavík"39 meðal annars: Bagla, bjöllur, mítur, bríkur, verkfærin, hér að auk þú hlýtur helgan skrúða minn, alls vil þessa unna þér, — Þorláks eftir skildu skrín til skemmtunar hjá mér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.