Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 38
38 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hvers konar viði, neglt saman úr fjölum. En sá viður hefur hvergi verið sjáanlegur, heldur hefur skrínið verið alklætt skrauti úr málmi, sennilega að verulegu leyti þunnum málmplötum með drifnum mynd- um og skreytingum. Hefur þá verkið verið mjög sambærilegt við verkið á hinum frægu gylltu ölturum í Danmörku42, sem eru frá mjög sama tíma, og þannig eru bæði varðveittu íslenzku skrínin. Líklegast mætti virðast að þær plötur hefðu verið úr látúni eða messingu algylltri. En nú getur Páls saga þess, að mikið hafi borizt að af gulli og silfri, og með tilliti til hins háa verðs skrínisins verður að gera ráð fyrir að rétt sé farið með það. Ef til vill hafa þá þynn- urnar verið einkum úr silfri, en gull notað til skrauts hér og hvar og þó einkum til að gylla silfrið. Páls saga talar einnig um gim- steina, og engin ástæða er til að efast um að skrínið hefur verið sett steinum eins og svo margt frá sama tíma, en líklega verður að gera ráð fyrir nokkuð rúmri merkingu í orðinu gimsteinn. Þar kann að vera átt við hálfeðalsteina og jafnvel bergkristalla, eins og oft sést til dæmis á samtíma Limoges-verkum. Gera verður ráð fyrir að allt eða mest þetta skraut hafi verið rifið af skríninu á siðaskiptatímanum, eins og gert var við sams konar skrín á Norðurlöndum á sama tíma43. Skrínið sjálft fer þá í vanhirðu. En Brynjólfur biskup lætur gera það upp úr gömlu fjöl- unum um miðja 17. öld og klæða það skinni, sem orðið er allslitið snemma á 18. öld. Utan á skinninu er þá allmikið skraut. Eggert Ólafsson orðar það svo að það sé „beslaget með emailleret Messing", og það staðfestir prófastsvísitasían frá 1799, „með emailleruðum messingsstykkjum“, en séra Þorsteinn á Staðarbakka segir: „negld- ar á látúnssylgjur og lengjur með útgröfnu gömlu ágætu verki“. Ekki er gott að segja hvort eitthvað af þessu skrauti hefur verið úr hinum gamla og upphaflega búnaði skrínisins. Eitthvað slíkt kynni að hafa verið til í Skálholti. En það er kanski fullt eins lík- legt, að þegar farið var að skinna upp skrínið á 17. öld hafi verið fest utan á það hitt og þetta, sem verið hefur til frá ýmsum tímum, þótt ekki væri af skríninu sjálfu. Gæti þar verið um að ræða einn og einn smeltan skjöld með Limoges-verki, til dæmis af krossum og öðrum kirkjugripum af þessari tegund, sem víða voru til hér í kirkj- um. Á þann hátt var til dæmis búnaðurinn af Limoges-krossinum frá Tungufelli (Þjms. 1032) allur af honum tekinn og stykkjunum raðað upp á tréspjald, sem síðan var notað fyrir altaristöflu.44. Það er líklegt að emaljeruðu messingsstykkin á skríninu hafi verið þannig til komin, fremur en að þau hafi verið hluti af upphaflega búnað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.