Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Síða 98
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þetta ár. Ekki kemur fram hvort þeir Thorsteinssonsbræður hafa hugsað sér að gefa safninu hana. Ef til vill hafa eigendurnir aðeins ætlað að vekja athygli safnsins á þessu æskuverki Thorvaldsens, sem Thiele getur ekki um. En stjórn safnsins hefur ekki treyst heimildunum, því að í gerða- bók hennar er eftirfarandi innfærslu að finna: „Viðkomandi brjóst- mynd af konferenzráði Erichsen (d. 1787), sem talin hefur verið gerð af Thorvaldsen í æsku. Andlitið af þessari brjóstmynd (úr gifsi), sem brotnað hafði á leið til Islands, var sýnd í ágústmánaði af landfógeta Thorsteinsson. 1 Ijós kom að þetta er nágríma. Af- steypa var gerð af henni til geymslu í safninu“. Eigendunum hefur sýnilega sárnað nokkuð afstaða stjórnarinnar. í bréfi 5. ágúst 1888, þar sem Árni landfógeti tilkynnir Ludvig Miiller safnverði leyfi sitt og bróður síns til að afsteypan verði gerð, lætur hann fylgja afrit af þeim kafla í ævisögu Jóns eftir Svein Pálsson, þar sem gerð er grein fyrir brjóstmyndinni, og bætir eftirfarandi athugasemd við : „Ég skal að lokum bæta við, að enda þótt safnið telji ekki að þessar leifar af frummyndinni hafi neitt gildi, áskiljum við okkur sem eig- endur að láta með tímanum gera eftir henni og endurbæta með einkaleyfi". Síðan 1888 hefur afsteypan af andlitinu á brjóstmynd Jóns Eiríks- sonar verið í Thorvaldsenssafni, að vísu heldur umhirðulítil innan um nágrímur, gleymd langtímum saman en síðan dregin fram í dagsljósið og rangt skilgreind. Enginn vafi leikur á að frummyndin í Þjóðminjasafni Islands er sannarlega brjóstlíkan Thorvaldsens af Jóni Eiríkssyni, eða öllu heldur leifarnar af því, þótt ekki sé ómerk- asti hlutinn, nefnilega andlitsgríman af því brjóstlíkani, sem Thor- kelín hafði átt. Spurningin er nú hvernig við eigum að ársetja þetta brjóstlíkan. Bæði Matthías Þórðarson og Guðmundur Kamban héldu að Thorvaldsen hefði mótað mynd af Jóni ad vivum, rétt fyrir and- lát hans. Margt mælir þó á móti því annað en æska Thorvaldsens. Jón Eiríksson, sem gegndi embætti sem bókavörður við Konunglega bókasafnið til viðbótar við háa trúnaðarstöðu í rentukammerinu var á síðustu árum sínum alvarlega sjúkur af ofreynslu. Þannig var hann rúmfastur marga mánuði árið 1786 og þjáðist af blóði í þvagi auk þess sem svefnleysi sótti á hann. Hann segir sjálfur 1 bréfi til Gríms Thorkelín 25. nóvember 1786, að hann hafi „orðið að ganga gegnum banvænan sjúkdóm“. Bati kom um stundar sakir, og hann tók aftur til við starf sitt í rentukammerinu og á bókasafninu. En í kjölfar sjúkdómsins virðist hafa komið megnt þunglyndi, sem að nokkru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.