Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 131

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Side 131
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR 131 hversu geysierfitt hafi verið að lifa þarna fram frá, og berum orðum segir hann, að óhugsandi sé að þar hefði haldizt byggð svo hundr- uðum ára skipti. Ég er því í hæsta máta sammála. 5.1. En víkjum þá að mannaminjunum, rústunum 1 Hraunþúfu- klaustri. Þær eru þó staðreynd. Jarðabókahöfundarnir hafa eftir Skagfirðingum, að þarna sjái til girðinga og tóftaleifa „mikillra", svo sem þar hefði stórbýli verið, 2.0. Þetta hafa svo margir haft eftir og það alveg fram á þennan dag, að rústirnar séu „miklar“. Það er ekki rétt. Þær eru ekki miklar, eins og hver maður sér, sem eitthvað þekkir til íslenzkra rústa, þar sem menn hafa sýslað eitt- hvað fyrir löngu. En hitt er rétt, að þær miklast manni gjarnan þegar maður veit hvernig þær eru í sveit settar í landinu. Maður undrast, að þó þetta miklar mannaminjar skuli vera á slíkum stað. Daniel Bruun var gæddur miklu skynsamlegu viti og uppdráttur hans er eins góður og efni standa framast til. Hann taldi hugsan- legt, að stærsta rústin gæti verið kirkjutóft og jafnvel má skilja, að einhverjir Skagfirðingar hafi sagt honum að svo væri talið, 2.3. Margeir er ekki frá því, að þarna hafi verið kirkja, en fullyrðir ekkert. Fróðlegt er að sjá, að Bruun hefur séð sig um hönd í þessu efni. Hann ferðaðist enn 13 ár um ísland eftir að hann kom í Hraun- þúfuklaustur, og á þeim tíma hefur honum vaxið reynsla og dóm- greind til að kasta sennilegu mati á mannaminjar án graftar. 1 seinni útgáfunni af Fortidsminder og Nutidshjem segir hann, að þessi rúst sé bersýnilega stekkur eða rétt, en vísar kirkjuskýring- unni á bug, sbr. 2.5. Það er líka alveg óhætt. Það hefur sannarlega engin kirkja verið í Hraunþúfuklaustri. Það er ákaflega gagnrýnis- laust að segja, að þarna hafi „bersýnilega" verið kór við kirkju, eins og Guðbrandur Jónsson gerir í Safni til sögu Islands V, 1926, bls. 133. En stekkur getur stærsta rústin ekki heldur verið, eins og Bruun varpar fram, því að frá hvaða bæ ætti sá stekkur að vera, og ekki lítur hún heldur út fyrir að vera rétt (Skillefold). Þessar rústir hljóta að vera eftir einhvers konar mannabústaði. En hvers konar? 5.2. Klaustur hefur þetta ekki verið, eins og sýnt er í mörgum punktum hér að framan, sjá einkum 4.4. Það er bara nafn eða ör- nefni, sem síðan hefur orðið til þess að menn fóru að ímynda sér raunverulegt klaustur þarna og einnig hefur það dregið að sér ýmis munnmæli með alþekktum þjóðtrúarminnum. Þessar rústir hljóta að vera á einhvern hátt viðkomandi búskap sauðfjárbænda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.