Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 141

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1973, Page 141
AAGE ROUSSELL OG MÁRTEN STENBERGER 141 ell. Hann lagði sig ætíð mjög eftir að koma á persónulegu samstai'fi og kynningu fornleifafræðinga landa í milli, og af þeim toga var það framtak hans að stofna til uppgrafta með ungum fornleifa- fræðingum frá mörgum löndum í járnaldarþorpinu Vallhagar á Got- landi. Sú rannsókn stóð yfir í mörg ár og endaði með tveggja binda fyrirmyndarútgáfu alls efniviðarins. Enginn vafi er á að þetta fram- tak Stenbergers hafði mjög mikil áhrif til menntunar mörgum ung- um mönnum og frjórra persónutengsla innan fræðanna yfirleitt. Það var táknrænt fyrir Stenberger hve fljótt Vallhagarrannsókn- irnar voru gefnar út. Hann var eljumaður og framtaksmaður með afbrigðum og krafðist þess af sjálfum sér og öðrum að fornleifa- rannsóknir skyldi gefa út í snatri, ella væru þær betur ógerðar. Þetta vita allir og viðurkenna, en mjög vill skipta í tvö horn um framkvæmdaþrekið. En Stenberger var geiglaus við að leggja til atlögu við stórvirki. Um það ber gleggst vitni risaverk hans um silfursjóðina á Gotlandi (Die Schatzfunde Gotlands der Wikinger- zeit I—II, 1947 og 1958) og heildarverk hans um forsögu Svíþjóð- ar (Det forntida Sverige, 1964). En rit hans eru mörg og stór og raunar með fádæmum, þegar haft er í huga hvílíkt óhemju undir- búningsverk liggur að baki þeim. Márten Stenberger lagði niður embætti 1964, en uppgraftarspaða og ritstíl lagði hann ekki frá sér fyrr en í fulla hnefana. Ut hefur verið gefin ritaskrá Mártens (TOR, XV, 1972—73). Fjögur fyrstu ritin í skránni eru ferðapistlar hans frá íslandi 1919. Hann kom hingað ungur stúdent og ferðaðist um landið og hélt tryggð við það upp frá því. Sér þess víðar stað í ritaskránni. Lengst verður hans þó minnzt hér á landi fyrir þátttöku hans í rannsókn- unum 1939 og þar með bókinni Forntida gárdar i Island, sem átti útkomu sína við erfið skilyrði stríðsáranna ekki hvað sízt honum að þakka. Þá eins og endranær lét hann ekki deigan síga um. skjóta útgáfu rannsókna. Þessa megum vér íslendingar minnast með þakldæti. Og ekki að- eins þess, heldur mikillar tryggðar við land vort og þjóð yfirleitt og hjálpandi handar hvenær sem til þurfti að taka. Márten Sten- berger var mikill vináttumaður og tryggðatröll. Fornleifafræðingar í mörgum löndum sakna nú vinar í stað, en eftir lifir góð minning og æviverk sem varir. K. E.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.