Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 109

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 109
OXADALK 111 dal — Sturl.’s Uxadalr — antages at svare til Sæludalr, en estlig side- dal til Skidadal; kort syd for ligger odegárden Hávarðsstaðir, i selve dalmundingen stár gárden Sæla. Til yderligere bestyrkelse anfores, at et snævert pas Uxaskarð, der fra sydsiden af Sæludal ligger op pá heden, endnu ved sit navn synes at minde om dalens ældre benæv- nelse."3 7 Ekki virðist þessi aldargamla getgáta séra Páls mjög girnileg. Sæludalur er fjallskál eða jökulhvilft hátt uppi í snarbrattri hlíð- inni fyrir ofan Sælu, og þar hefur sannarlega aldrei verið byggt né byggilegt. Ekki er sennilegt að nafnið Uxaslcarð sé tilhæfulaust, en ekki er það talið fram í örnefnaskrá frá um 1937 og enginn virðist kannast við það nú. Telja má líklegt að ágiskunin styðjist fyrst og fremst við nafnið Hávarðsstafiir á gömlum bæjarrústum í Hnjúks- landi fyrir framan Sæluá. Hætt er við að það nafn eigi rót sína að rekja til Olaviusar, sem telur meðal eyðijarða í Svarfaðardal „Vill- inge- eller Havardstade i Hniukshlid",18 og rétt á eftir telur hann svo einnig eyðibýlið ,,Havardstade“ í Þorvaldsdal. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns nefnir hins vegar aðeins Hávarðs- staði í Þorvaldsdal en getur Hávarðsstaða í Skíðadal að engu.19 Þetta er einkennilegt, ef slíkt örnefni hefur yfirleitt verið til í Hnjúkslandi, því að jarðabókin er mjög iðin að telja upp eyðibólin. Nú á dögum er rústin sem um er að ræða ætíð kölluð Villingastaðir. Nærri liggur að halda að það nafn sé ekki til fyrr en eftir að jarðabókin er skráð árið 1712. Og Hávarðsstaðanafnið ekki heldur. Sú hugsun er áleit- in að nafnið Hávarðsstaðir í Skíðadal sé runnið frá einhverjum fróð- um áhugamanni sem þekkt hefur Hávarðarsögu og reynt að finna býli Hávarðar samkvæmt sögunni einhvern hugsanlegan stað. Þannig kann þetta nafn að hafa lagt í eyra Olaviusar þótt enginn þekkti til þess um 1712.20 Olavius er raunar eina heimildin um nafnið, aðrir hafa það frá honum. Hávarðsstaðir í Þorvaldsdal eru hins vegar þekktir sem. fornt eyðiból 1712 og rústirnar þekkjast enn með því nafni. Vel má fallast á þau ummæli Guðna Jónssonar að sennilega eigi Hávarðsstaðir í Skíðadal ekkert upprunalega slcylt við Hávarð- arsögu.21 En hvernig á þá að fá botn í ummæli sögunnar um byggð Hávarðar á Hávarðsstöðum í Oxadal í Svarfaðai*dal og síðan í Þorvaldsdal? Sennilega er það alls ekki unnt svo að vel sé. Eitt er það að enginn hliðardalur Svarfaðardals hefur nokkurn tíma verið byggður, svo að þarna er strax brestur í keri. 1 Þorvaldsdal voru hins vegar allmargir bæir. Minnast má þess að Þorvaldsdalur og Hálsdalur/Hamarsdalur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.