Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 26
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS í báðum gerðunum eru grjótveggirnir skýrir vel og ógrónir, en samt þessleg- ir að talsvert gamlir séu. D. Byrgi. Rétt fyrir norðan nyrðra gerðið er svolítill grjóthlaðinn kofi, að nokkru grafinn í jörð. Má vel kalla þetta byrgi og ef til vill hefur það verið fiskbyrgi. Þá er lýst þessum minjum eins og þær koma nú fyrir sjónir. Vitanlega mætti fá af þeim skýrari mynd með því að grafa í þær og fróðlegt væri það minja- fræðilega. Ekki virðist útilokað að búðin að minnsta kosti gæti verið frá tíð kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka. En hugsanlegt er að búðin sé sjóbúð frá Blikastöðum og gerðin standi í sambandi við fiskverkun. Það virðist Björn í Grafarholti hafa haldið. Hugsanlegt er að uppgröftur gæti skorið úr þessu, en víst er það ekki. Ef einhverntíma yrði grafið í þessar minj- ar þyrfti að setja þær í samt lag aftur, enda eru þær friðlýstar og mjög skemmtilegar á að horfa eins og þær eru. 2. Þerneyjarsund Þerneyjarsund heitir sundið milli Þerneyjar og lands á Kjalarnesi. Þar í sundinu þótti framúrskarandi góð höfn eða skipalægi fyrr á tíð. Skúli Magn- ússon fer um það eftirfarandi orðum í lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu (Landnám Ingólfs I, Reykjavík 1935-36, bls. 37); Þerneyjarsund milli Þerneyjar og jarðarinnar Álfsness á meginlandinu; þar er mjög góð höfn vetur og sumar skipum, sem rista 12-13 fet. Um fjöru er dýpið 2Vi-3 faðmar, botninn svartur leirborinn sandur, en grjótlaus. Þarna geta 6 skip legið hæglega, ef þau eru réttilega bundin. Innsiglingar- leiðin er milli Viðeyjar og Lundeyjar, en út má sigla við hvorn enda Þern- eyjar sem vill, allt út til hafs, einnig norðan við Lundey. Og ekki sakar að birta einnig ummæli P. de Löwenörns í Beskrivelse over den islandske Kyst, sem kom út í Kaupmannahöfn 1788, enda þótt eitthvert samband virðist geta verið milli þeirra og lýsingar Skúla. Löwenörn segir (bls. 29); Tærnöe- Sund skulde uden Tvivl blive den bedste Vinter-Havn for större Fartöier, da midt í Löbet er med lavt Vande 2Vi til 3 Favne; man ligger her meget sikker, baade for Söe og Storm, men det dybe Löb er kun smalt, man kunde da fortöie agter og for ... Indseilingen er saa let, at den behöver ingen videre Anviisning end Kaartet. Man kan gaae Sundet ind og ud, baade Norden og Sönden om Öen, ligeledes kan man gaae Öerne og Landet her omkring meget nær, undtagen Syd-Ost Enden af Lundöe.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.