Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 107
MAGNUS GESTSSON SETTORFUR Fyrir nokkrum árum sá ég á prenti vitnað í landamerkjaskrá Dögurðarness i Dalasýslu, sem prentuð er í íslensku fornbréfasafni, og ársett af fræðimönn- um nálægt árinu 1245 með hliðsjón af mönnum er á skránni standa og vitað er um hvenær voru uppi. (ísl. fornbréfasafn VI. bindi, bls. 1-3). Land Dagverðarness liggur á eina hlið að landi Ormsstaða, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Og þessvegna fletti ég upp á landmerkjaskránni og las hana. Landamerkin milli þessara jarða eru enn í dag þau sömu og tilgreind eru í skránni gömlu, en örnefnin, sem getið er hafa týnst og önnur heiti komið í staðinn. Þvert yfir Dagverðarnesið efst er lægð, aðeins örfáa metra yfir sjávarmáli, milli botns Álftavogs, sem svo hét til forna, að vestan, og Kjallaksstaðavogs að austan. Þetta hefur verið sjávarsund þegar landið stóð lægra. í þessari lægð eru tvö aflöng stöðuvötn, Ormsstaðavatn að vestanverðu, er á þrettándu öld heitir Gjallkelsvatn, og að austanverðu Arnarbælisvatn. Um hvort vatnið fyrir sig er lægðin breiðust og ofan við þau eru fúaflóar, en reiðingsrista góð á blettum í flóunum. í landmerkjaskránni segir: ,,..en Álftavogur fyrir vestan og fyrir norðan upp að Rauðalæk.” Og er þá komið að Ormsstaðalandi sem nær að vogs- botninum og mætir Dagverðarnesslandi í lægðinni hálfa leið yfir nesið. Rauðilækur rennur um lægðina til sjávar úr vesturenda Ormsstaðavatns. Svo segir áfram í landmerkjaskránni: ,,Þá skilur úr Rauðalæk sjónhending fram- með Settorfnaholti og þar yfir þvera mýrina í Gjallkelsvatn.” Settorfnaholt er sporöskjulöguð lág ávöl klapparbunga, að mestu hulin sandi og möl og hálf- gróin, um 30 m á lengd og 20 m á breidd, og er í miðju flóasundinu sem þarna er um 90 m á breidd. Austan við holtið tekur við breiður forarflóinn og skammt er í vatnsendann. Þarna í grennd er besta reiðingsristan, og holtið er besti og nærtækasti þurrkvöllurinn fyrir torfið, því beggja megin sundsins eru brattar holtabrekkur. Og ekki eru meira en 30 metrar að bera torfið að góðum hestavegi til flutning. Þarna var enn ristur reiðingur á þriðja tug þessarar aldar, og að sjálfsögðu þurrkaður á þessu holti, sem á þrettándu öld hét Settorfna- holt, en nú Stilluholt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.