Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 132

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 132
136 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS dr. Kristján Eldjárn, Bessast.; Vilborg Helgadóttir, Hafnarf.; Árni Jónsson, Hrífunesi; Margrét Jónsdóttir, R.; próf. Hans Kuhn, Kiel; Sigríður Ólafsdótt- ir, R.; Sveinbjörn Runólfsson, R.; Árný Guðmundsdóttir, R.; Gunnar Gunn- arsson, R.; Árni Long, R.; Almenna bókafélagið, R.; Grétar Markússon, R.; Bókaútg. Iðunn, R.; Finnbogi Guðlaugsson, Bölta; Magnús Karl Antonsson, R.; María Salómonsdóttir, R.; Myntslátta Finnlands; db. Ólafs Jónssonar, Stóru-Ásgeirsá; Þorkell Skúlason, Kópav.; Óskar Gíslason, R.; Sævar Jóns- son, Kópav.; Sögusjóður M.R.; Barnauppeldissj. Thorvaldsensfélagsins, R.; Sæmundur Sigurðsson, R.; Leifur Þorsteinsson, R. Fornleifarannsóknir og fornleifavarsla Haldið var áfram rannsóknum á Stóruborg undir Eyjafjöllum, sem Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur stjórnaði eins og undanfarin ár. Var tekið til við bæjarrannsóknirnar og mest rannsakaðar hinar yngstu bæjartóttir framan í hólnum. Þær eru líklegast frá 18. öld, en svo virðist sem yngstu rústirnar, frá 19. öld, séu eyddar af sjávargangi. Rannsókn þessi er á ýmsan hátt erfið við- ureignar og flókin, þar sem búið hefur verið svo lengi á sama stað og rústir fléttast hver inn í aðra, eins og við er að búast á bæjarstæði af þessu tagi. Þá hófust rannsóknir á forna verslunarstaðnum í Gautavík við Berufjörð, sem getið var í síðustu skýrslu. Guðmundur Ólafsson safnvörður hafði yfir- umsjón með verkinu, og með honum var ívar Gissurarson, en að auki var Torsten Capelle prófessor frá Munster í Þýskalandi með fjóra stúdenta. Rúst- irnar í Gautavík eru á þremur stöðum og var grafið á öllum stöðunum eitt- hvað, en mest þar sem nefnt var Eystribyggð og Suðurbyggð. Þarna eru aug- ljósar búðarústir, en í Suðurbyggð svonefndu, sem Þjóðverjarnir rannsök- uðu, kom í ljós einkennileg múrsteinalögn, kringlóttur botn með múrsteina- röð í kring. Hér er því greinilega um framandi menningarminjar að ræða og ekki íslenskar. Guðmundur Ólafsson kannaði fornan kirkjugarð sem kom í ljós á Lauga- landi á Þelamörk, en þar var kirkja fram yfir 1700. Var verið að grafa fyrir húsi þar er mannabein komu í ljós, en síðan var hætt við byggingu á þessum stað og sléttað yfir garðinn að nýju. Viðvíkjandi fornleifavörslunni voru farnar ýmsar ferðir, svo sem venja er til, bæði í könnunar- og athugunarskyni. Þannig fór Þjóðminjavörður til Flateyjar vegna ráðagerða um flugvallargerð þar, en ef af verður mun hann kreppa mjög að þeim stað, sem talið er að klaustrið hafi verið og er friðlýstur. Þjóðminjavörður fór ásamt Guðmundi Ólafssyni og Pétri G. Jónssyni að Stóru-Ásgeirsá í Víðidal um haustið til athugunar á ýmsum munum frá gamla heimilinu þar, sem ætlaðir voru safninu á Reykjum og Þjóðminjasafni. Fóru Lilja Árnadóttir og Pétur G. Jónsson síðar og sóttu gripina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.