Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Side 30
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hann er eldri, gæti annaðhvort verið keyptur á Eyrarbakka 1884 eða aust- anlands og þá áreiðanlega fyrir aldamótin 1900. Rokkinn átti Málfríður Sveinsdóttir, húsfreyja að Hátúnum í Skriðdal (d. 1912).155 Um rokkinn í Minjasafninu á Burstarfelli (18. mynd) er vitað að hann var keyptur í kaup- félaginu á Vopnafirði 1934, og átti hann Guðfinna Þorsteinsdóttir (skáld- konan Erla) á Teigi.156 Nokkrir rokkar af þessari gerð komu þá í Vopnafjarðarhrepp, meðal annars að Skógum. Rokkur Guðfinnu var alltaf nefndur „norski rokkurinn" og sama máli gegndi um hina og einnig um rokk með hliðarhjóli sem kom að Möðrudal á Fjöllum milli 1930 og 1940.157 Norskur rokkur með hliðarhjóli sem kom í Bakkafjörð um líkt leyti, þ.e. fyrir um 50-60 árum, var hins vegar aldrei nefndur sérheiti, aðeins rokkur. Rokkur þessi, sem ber norskt framleiðslumerki, er í einkaeign í Skógum undir Eyjafjöllum,158 en höfundi er ekki kunnugt um útlit hans af eigin raun. Um rokkana fimm með hliðarhjóli í Byggðasafni Vestfjarða er það að segja, að aðeins þremur þeirra virðist hafa fylgt skotrokksheitið. Sá fyrsti þeirra kom til safnsins líklega 1957; en um hann segir aðeins í safnskrá að hann sé gamall skotrokkur „í ágætu standi" og að gefandinn sé „Vagn- fríður frá Höfðaströnd, Bolungarvík." Annar þessara skotrokka var gefinn safninu um 1961 af Guðmundi Pálssyni, að öllum líkindum Guðmundi Pálssyni frá Látrum í Aðalvík.159 Þriðja rokkinn, skráðan sem „skotrokkur Elínar Helgadóttur" eignaðist safnið um 1968, líklega frá Dvergasteini í Álftafirði, gefinn af Sigríði Valdimarsdóttur. Um hina rokkana tvo er það að segja að annar, sagður „rokkur af útlendri gerð," er frá Bolungarvík, gefinn safninu af Rósu Falsdóttur þar í bæ um líkt leyti og fyrsti skotrokk- urinn barst; hinn rokkurinn, sem barst safninu 1991, er enn óskráður.160 Enn skulu nefndir tveir rokkar með hliðarhjóli, báðir af Vestfjörðum, úr Isafjarðardjúpi, og báðir í einkaeign. Samkvæmt heimildum munu þeir varla yngri en um 100-110 ára annar og um 90 ára hinn, og virðist heitið skotrokkur hafa fylgt þeim báðum um langan tíma, ef til vill alla tíð. Eftir myndum að dæma eru þeir nauðalíkir; um uppruna annars skortir upp- lýsingar, en hinn er líklega norskur. Fyrri rokkurinn er í eigu Sesselju Ein- arsdóttur Bjarnason frá Isafirði (f. 1904), nú til heimilis í Danmörku (19. mynd). Hefur Sesselja tjáð höfundi að rokkurinn sé „innan úr Djúpi." Fékk Sesselja rokkinn hjá mágkonu sinni, Halldóru Sæmundsdóttur (f. 1886), en móðir Halldóru hafði átt hann á undan henni. Halldóra var gift Bjarna Einari Einarssyni, hálfbróður Sesselju (f. 1874), og bjuggu þau hjónin í Ogurnesi við Djúp 1914-1930.161 Um uppruna rokksins er ekki vitað nán- ar, en geta má þess að í heimild segir frá innfluttum norskum skotrokkum við Isafjarðardjúp og ennfremur að Herlufsen nokkur, einn þeirra norsku
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.