Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Qupperneq 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Qupperneq 77
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA 81 Björn M. Ólsen leiddi getur að því að Oddi hafi verið faðir Styrkárs Oddasonar sem var lögsögumaður 1171-80 og getið er í Sturlunga sögu.19 Sigurður sonur Styrkárs bjó í Múla um 1180-90.20 Sumir fræðimenn hafa reynt að nota tölur og upplýsingar um sólargang sem fram koma í Odda tölu til að tímasetja, hvenær þær athuganir hafi verið gerðar sem á er byggt.21 Þessi hugmynd byggist á því að sólargangur tekur reglubundnum breytingum sem reikna má út fram og aftur í tímann. Ef unnt væri að beita henni hér fengist tímasetning á ævi Odda óháð að- ferðum sagnfræðinga og textafræðinga. En því miður eru upplýsingar Odda tölu með ýmsum hætti svo ónákvæmar að þessi aðferð kemur ekki að haldi. Gildir þá einu þótt mætir fræðimenn hafi ætlað sér að nota hana.22 Það er því ekki margt sem við vitum með vissu um persónu og hagi Stjörnu-Odda. Þótt fræði hans verði ekki notuð til að tímasetja ævi hans bendir ýmislegt annað til þess að hann hafi verið uppi á tólftu öld, trúlega fyrri partinn. Við getum gengið út frá að hann hafi verið vinnumaður hjá Þórði í Múla og meðal annars haft þann starfa að róa til fiskjar frá Flatey. Hann hefur þó trúlega ekki verið aðeins venjulegur vinnumaður, heldur kann hann að hafa mægst við húsbónda sinn og ætt hans hafist til meiri virðinga en títt er um vinnumenn. Hann hefur verið þekktur maður á sinni tíð og síðar fyrir fræðastörf sín. Stóru orðin sem höfð eru um rímkænsku Odda í textunum hér á undan eru ásamt öðru góð rök fyrir því að eigna honum að minnsta kosti það að hafa dregið saman efnið í Odda tölu. Aðrir kunna þó að hafa lagt fram sinn skerf og þá ef til vill byggt á reynslu og þekkingu sem hafði safnast saman í tímans rás, til dæmis í tengslum við siglingar. Odda tala hefur löngum vakið athygli manna og forvitni. Öll umgerð hennar er á þann veg að hún og efni hennar hafi orðið til hér á landi, og ekki er vitað um neinar hliðstæður í miðaldatextum. Talan er í þremur köflum og fjallar sá fyrsti um það, hvenær sólstöður verði á sumri og vetri, fyrst í hlaupári og síðan í þrjú ár þaðan í frá þar til hringurinn lokast og sagan endurtekur sig. Annar kaflinn lýsir því hversu „sólar gangur vex að sýn" frá vetrarsólstöðum til sumarsólhvarfa og „þverr" síðan til næstu vetrarsólhvarfa. í þriðja kafla er gerð grein fyrir því, hvernig stefnan til dögunar og dagseturs breytist yfir árið. Hér verður ekki fjallað nánar um þessa kafla hvern um sig enda hefur það verið gert annars staðar, sbr. fyrstu neðanmálsgrein. 19. Björn M. Ólsen, 1914,3. 20. Þórhallur Vilmundarson, 1991, ccxiii; Sturlunga saga 1,1988,123-5. 21. Þorkell Þorkelsson, 1926, 64; Beckman, 1934,18; sbr. Þórhall Vilmundarson, 1991, ccxii-ccxiii. 22. Þorsteinn Vilhjálmsson, 1991, öll greinin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.