Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1991, Page 105
FORNLEIFAR Á SLÓÐUM STJÖRNU-ODDA 109 sem leiðir hugann að háum aldri. Þannig er þessi rústaþyrping full mót- sagnakenndra þátta sem gera alla greiningu mjög erfiða án ýtarlegri rann- sóknar. Uppblástur sem orðið hefur á svæðinu gerir alla túlkun enn erfiðari. Ef reynt er að draga fram einhverja almenna niðurstöðu um rústasvæðið í heild má ætla að staðurinn hafi verið í byggð á miðöldum, hugsanlega árstíðabundið í sambandi við fiskveiðar. Sennilega hefur staðurinn verið nýttur lengi fyrir skepnuhald eftir að eiginleg byggð leggst þar af. Það gæti skýrt að túngarðinum hefur verið haldið svo vel við en tóftirnar eru ekki að sama skapi skýrar. Niðurstöður í heild Eins og fram kemur hér á undan hefur þess verið freistað í þessari rann- sókn að safna í einn stað sem flestum prentuðum ritheimildum um byggð í Flatey fyrr á öldum. Hins vegar var fornleifarannsóknin og skýrslan um hana að mestu gerð án vitneskju um ritheimildirnar. Þetta endurspeglast í efnisskipan þessarar greinar þar sem fyrst eru dregnar niðurstöður af hvor- um þætti um sig. Þær verða síðan tengdar saman í þessum kafla sem hér segir: Engin ástæða er til að ætla annað en menn hafi nýtt sér landkosti Flateyjar allar götur frá landnámsöld, einkum þó til sjóróðra. Samkvæmt þeirri könn- un á ritheimildum sem gerð hefur verið í þessari rannsókn hefur regluleg byggð líklega verið í eynni frá því á tíundu eða elleftu öld. f fyrstu var eyjan ein jörð en síðar skiptist hún í 3-6 jarðir eftir því hvenær við berum niður. Rannsóknin í heild bendir til þess að í Arnargerði hafi staðið bær á miðöldum, ef til vill annar bærinn í eynni. Auk þess kann þarna að hafa verið miðstöð sjósóknar áður en föst byggð komst á eða eftir að hún fluttist á annan stað. Byggð á þessum stað hefur trúlega lagst af á fimmtándu eða sextándu öld. Rústirnar í Arnargerði valda nokkrum heilabrotum, bæði vegna stað- setningar, stærðar garðs og lögunar og vegna ýmissa einkenna á tóftum. Heildarmyndin er þó í samræmi við þær niðurstöður sem hér voru raktar. Ekki er ástæða til að vefengja heimildir um tilvist Stjörnu-Odda í Múla og í Flatey. Samkvæmt rannsókn á textum og fornleifum má ætla að hann hafi að minnsta kosti komið í Arnargerði og þar hafi ef til vill verið dval- arstaður hans í eynni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi gert þar einhver sérstök mannvirki til athugana enda óvíst að hann hafi þurft á slíku að halda. Þess er því ekki að vænta að fornleifafræðin geti fært okkur nær þessum vísindamanni tólftu aldar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.