Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 23. júlí 2001 MÁNUAGUR INNLENT Jóhanna Sigurðardóttir hyggst leggja fram á alþingi í haust, sjötta árið í röð, frumvarp sem skyldar stjórnmálaflokka til að birta reikninga sína og gefa upp hverjir greiði í kosningasjóði. Sverrir Hermannsson formaður Frjálslynda flokksins, segir flokkinn ætla að beita sér fyrir málinu á næsta þingi. —«— Fyrirtæki geta orðið sér úti um skattaafslátt fyrir framlög til stjórnmálaflokka. Hins vegar stjórnmálaflokkunum ekki skylt að leggja fram reikninga sína eða gefa upp hverjir greiði í kosn- ingasjóði og er ísland eina vest- ræna ríkið án reglna um fjárreið- ur stjórnmálaflokka, að því er RÚV greindi frá. ■ Hafnarfjarðarbær: Vilja samein- ast Vogum Svæðaskipulag höfuðborgarsvæðisins: Heildarstofnkostnaður um 190 milljarðar króna skipulag Heildarstofnkostnaður vegna framkvæmda á gildistíma svæðaskipulags höfuðborgarsvæðis- ins til ársins 2024 er talin nema um 183 milljörðum króna á verðlagi 2001. Til viðbótar er talið þurfa um 6 milljarða króna vegna frekari endur- bóta á vegakerfinu ef ætlunin er að halda uppi núverandi þjónustustigi þess. Árleg fjárfesting er því talin nema um 8 milljörðum króna, eða ríflega 1% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Áætlaður kostnaður við að koma á forgangi strætó t.d. við ljósa- stýringar og forgang við ljósastýrð gatnamót er um 500 milljónir króna. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu samvinnunefndar átta sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að þörfin fyrir fjárfestingar á svæðinu mun að miklu leyti mótast af þáttum sem svæðiskipulagið hef- ur ekki áhrif á. Þar má m.a. nefna umfang búferlaflutninga, breytta aldursskiptingu þjóðarinnar, lækk- andi fæðingartíðni, aukna velmegun, framförum í heilbrigðisþjónustu, breyttum atvinnuháttum og svo framvegis. Þessir þættir munu hins vegar hafa mikil áhrif á fjárfesting- ar hjá hinu opinbera og einnig hjá einkaaðilum. ■ BORGARUMFERÐIN Mikil útgjöld eru framundan vegna vegamála ef ætlunin er að halda uppi óbreyttu þjónustustigi STOFNKOSTNAÐUR FJÁRFESTINGA Þjóðvegir 62.000 Framhaldsskólar 17.000 Almennir vegir 45.000 Hjúkrunarheimili 17.000 Dagheimili-leikskólar 7.000 Ibúðir- og þjónustumiðstöðvar Grunnskólar 25.000 aldraðra 10.000 T veir regnbogar í einu skipulag Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri Hafnarfjarðarbæjar segist vilja að þeir og Vatnsleysustrandar- hreppur fari fyrr en seinna að ræða saman um hugsanlega sameiningu þessara sveitarfélaga. Sérstaklega þegar haft sé í huga að byggðin á höf- uðborgarsvæðinu muni þróast suður á bóginn í náinni framtíð. Hann bend- ir á að það verði miklu léttara fyrir minni sveitarfélög að takast á við stær- ra, dýrara og efnis- meira skipulag með stærri sveitarfélög- um í stað þess að standa í því sjálf. Þá vill hann sjá að Hafnarf jörður, Garðabær og Bessastaðahreppur sameinist. Bæjarstjórinn segist vera ánægð- ur með það hvernig til hefur tekist í vinnu að gerð sameiginlegs svæða; skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið. í framhaldinu sé það áleitin spurning meðal sveitarstjórnarmanna á svæð- inu hvort uppbygging í hverju sveit- arfélagi fyrir sig verði eftir höfði heimamanna eða með áherslum á heildarsýn svæðisins. Hann býst við að það taki einhvern tíma að ná lend- ingu í þeim efnum. ■ MAGNUS GUNNARSSON BÆJARSTJÓRI Vill frekar nýta landið sunnan Hafnarfjarðar und ir íbúðabyggð en flugvöll Hjúkrunarfræðingar: Verðlagsþró- unin felKr kjarasamning kjaramál Stjórn og samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun funda í vikunni um þá nýju stöðu sem upp er komin í kjaramálum fé- lagsins eftir að afgerandi meirihluti felldi nýgerðan kjarasamning við rík- ið. Þetta er í fyrsta skipti sem félagið fellir kjarasamning i í atkvæðagreiðslu. Atkvæði greiddu tæp 70% félags- manna og þar af sögðu 58,4 % nei og 40,3% já. Herdís Sveinsdóttir for- maður félagsins segir að verðlags- þróunin og sú skerðing sem átt hefur sér stað í kaupmætti á meðan á atkvæða- greiðslunni stóð hafi haft mikil áhrif á afstöðu félagsmanna. Þess utan hafi hjúkrunarfræðingar verið óánægðir með það hvað grunnkaupshækkun samningsins hefði verið lítil í saman- burði t.d. við framhaldsskólakennara. Þá hefði fólki fundist samningstíminn vera of langur, eða til hausts 2004 auk þess sem óánægja hefði einnig verið það að samningurinn skyldi ekki vera afturvirkur með tilliti til þess að fyrri samningur rann úr gildi 31. október í fyrra. ■ HERDIS Segist ekki líta á niðurstöðuna sem vantraust á stjórn né samninga- nefnd Tvíburarnir Þuríður og Ingvi Þór Hermannsbörn hjóluðu á dögunum með pabba sínum yfir Kjöl. Lagt var upp frá Hveravöllum snemma morguns og komið til afa og ömmu á Blönduósi upp úr hádegi næsta dag. MARGIR KILÓMETRAR AÐ BAKI Hér eru Þuríður og Ingvi Þór búin að leggja 73 km að baki á einum degi, enn áttu þau eftir að hjóla 7 km að náttstaðnum í Blöndudal. HJÓLREIÐAGARPAR Þuríður Og IngVÍ Þór Hermannsbörn eru átta ára tvíburar og hreint engir venju- legir krakkar. Þau skelltu sér á með pabba sínum á hjóli yfir Kjöl á dögunum, hjóluðu frá Hvera- völlum á Blönduós á einum og hálfum degi. Feðginin tóku rútuna að Hveravöllum. Þar tjölduðu þau og fóru í heitu laugina. Næsta morgun tóku þau daginn snemma og voru lögð af stað um níuleytið. Pabbi tvíburanna, Hermann Þór Baldursson, dró farangurinn á hjólinu í kerru. „Við hjóluðum 80 kílómetra," segir Þuríður og þá á hún bara við þann daginn. „Við hjóluðum 114 kílómetra á tveim- ur dögum,“ segir Ingvi Þór, „Nei, einum og hálfum,“ bætir Þuríður um betur. „Þegar við hjóluðum af stað leiddist mér dálítið,“ segir Ingvi Þór hann segir það ekki hafa ver- ið vegna þess að hann ætti langa ferð fyrir höndum heldur meira af því að vegurinn var svo léleg- ur. „Stundum var rigning og stundum sól,“ segir Þuríður þeg- ar spurt er um veðrið. Þau voru að sjálfsögðu með regngalla þan- nig að þau blotnuðu ekki illa og svo sáu þau regnboga. „Það voru tveir í einu,“ segir Þuríður. í Blöndudal voru feðginin komin um hálf tíu um kvöldið og þá fór örþreyttur pabbinn að tjal- da en tvíburarnir eltu fiðrildi á meðan. Þau hafna því að hafa verið þreytt þegar þarna var komið sögu. „Við vorum ekki þreytt fyrri daginn en seinni dag- inn vorum við þreytt," segir Þur- íður. Næsta morgun var svolítið erfitt að leggja í hann og pabbi þeirra segir að þau hafi verið ansi þreytt en þegar nær dró Blönduósi þar sem afar þeirra og ömmur eiga heima þá hafi þau verið orðin vel spræk. Þangað voru þau komin um hálf tvöleytið og höfðu lagt 34 kílómetra að baki þann dag. Á Blönduósi gistu þau hjá afa og ömmu og tóku svo rútuna í bæinn daginn eftir. Á næsta ári ætlar fjölskyldan í lengri ferð en ekki er alveg búið að ákveða hvert. Þá ætlar Harpa Ingvadóttir, mamma tvíburanna, með og Sigríður litla systir þeir- ra sem nú er aðeins tveggja mán- aða. „Við höfum bara þá litlu í vagninum, það verður ekkert mál,“ segir Harpa. Það er greini- legt að tvíburarnir sækja ekki bara dugnaðinn til pabba síns. steinunn@frettabladid.is I INNLENT I Losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum: Stýring í gegnum skattkerflð Orkunotkun bifreiða á bundnu slitlagi 20% minni. fumhverfismál í skýrslu starfs- hóps, sem samgöngumálaráð- herra og vegamálastjóri settu á laggirnar, er lagt til að gjald- heimta af bifreiðum verði endur- skoðuð og gjöld á orkufreka bíla hækkuð. Einnig segir að gæta verði að heildarskattlagning af innfluttum bílum verði ekki til þess að standa ekki í vegi fyrir eðlilegri endurnýjum bílaflotans. Með þessum og öðrum stýringum ríkisvaldsins er hægt að stuðla að því að aukning á losun gróður- húsaloftegunda verði hægari en aukning á notkun samgangna. Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdarstjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, sagði að 93% af allri losun koltvíoxíðs vegna sam- gangna komi frá bifreiðum. Helmingur af þeirri losun er á höfuðborginni. I dag eru 560 bílar á hverja 1000 íbúa en spáð er að árið 2010 verði þeir orðnir 600. Þá verður ákveðinni mettun náð á markaðnum. Ein leið til að hægja á aukningu á losun kolvtíoxíðs er að stuðla að frekari innflutningi á litlum díselknúnum bifreiðum. „Til þess að gera íslendinga viljugri til að keyra á díselbílum þarf að breyta skattlagningunni," sagði Sturla Böðvarsson. Ein leið til þess er að breyta verðlagningu á eldsneyti sem þessir bílar nota. ■ Lántakendur í greiðsluvanda hjá íbúðalánasjóði geta fengið láns- tímann lengdan um allt að 15 ár, samkvæmt nýrri reglugerð sem hef- ur að markmiði að liðsinna fólki í greiðsluvanda og var sett að ósk Ibúðalánasjóðs. —4—' 3ára drengur slapp lítt meiddur þegar hann féll af dráttarvél og lenti undir dekki hennar, á Skálholts- vegi á Skeiðum í gær. Drengurinn var á ferð með föður sínum, sem ók vélinni, þegar hann féll. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg, að sögn RÚV. —*— Samkomulag er í burðarliðnum á milli dómsmálaráðuneytis og kín- verska félagsmálaráðuneytisins um ættleiðingar. íslenskir kjörforeldrar munu þá geta ættleitt börn í Kína en mörg kínversk börn bíða ættleiðing- ar og mun það því opna mikla mögu- leika á ættleiðingu barna erlendis frá. Morgunblaðið greindi frá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.