Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.07.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 23. júll' 2001 MÁNUACUR Ferðaleikhúsið Light Nights: Fá innsýn í forna menningu | HVERJU MÆLIR ÞÚ MEÐ? Stefanía Geirsdóttir skrifstofumaður Að fólk láti sér líða vel og borði góðan mat. ■ leiklist „Við sýnum í Iðnó þetta árið og komst ég að því að plássið þar er ekki mikið og því ákvað ég að taka að mér hlutverkin,“ sagði Kristín G. Magnús, leikari og leik- stjóri Light Nights, þegar hún var spurð að því af hverju hún kysi að vera sjálf í öllum hlutverkunum. „Það er samt ekki hægt að segja að ég standi í þessu alein þar sem ég hef með mér til að- stoðar tæknimenn og svo leik ég mikið á móti leikhljóðum, tali og tónum og svo eiga það til að birt- ast tveir draugar á hverri sýn- ingu,“ Kristín stofnaði leikhúsið árið 1965 í Reykjavík ásamt Hall- dóri Snorrasyni. Sýningarnar leikhússins eru breytilegar frá ári til árs, efnið er þó alltaf flutt á ensku að undan- skildum íslenskum þjóðlagatext- um og rímum. „Með þessum sýn- ingum reyni ég að gefa ferða- manninum innsýn inn í okkar fornu menningu," sagði Kristín. í þessari uppfærslu eru sýndir leik- þættir, unnir úr íslenskum þjóð- sögum, þar sem draugar, huldu- fólk, tröll og margskonar kynja- verur koma við sögu og má sér- staklega nefna draugasöguna Djáknann á Myrká og í seinni hlut- anum eru víkingar á dagskrá. „Djákninn er mjög vel skrifuð saga sem hefur að geyma þann rísanda sem nauðsynlegur er í góðri draugasögu. Ég verð nú að viðurkenna að sumar þjóðsögurn- ar eru ekki kræsilega skrifaðar enda eru þetta oft munnmælasög- ur, þá tek ég mér það bessaleyfi að skálda svolítið inn,“ sagði Kristín. Sýningar Light Night verða á sunnudags- og mánudagskvöldum í júlí og ágúst. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að gestum er gefin kostur á að borða íslenskan kvöld- verð jafnframt því að sjá sýning- una og sagði Kristín að meðal rétta væri lambalæri og skyr með ís- lenskum bláberjum. Leiksýningar hefjast kl. 20.30 og fyrir gesti í mat er mæting kl. 19.15. ■ Til leigu Mjög aðgengilegt 185 fm. skrifstofu og lagerhús- næði. Hagstæð leiga. Jarðhæð. Innkeyrsludyr. Sími: 567 4940 Aukakílóin burt! Ertu a& leita að mér? Vantar þig vörur? Otrulegur órangur! Ég missti 11 kg á 9 vikum! Alma Hafsleins. Sjálfst. Herbalife dreif. S: 694-9595 MÁNUDACURINN 23. JÚLf LEIKLIST________________________ Ferðaleikhúsið Light Nights verður með sýningu fyrir erlenda ferðamenn í Iðnó í kvöld. Mæting er fyrir matar- gesti kl. 19.15 en sýningin hefst kl. 20.30. Sýndir eru leikþættir unnir úr Islenskum þjóðsögum f fyrri hluta sýningarinnar. í þeim seinni eru vík- ingar á dagskrá. Kristin G. Magnús fer með öll hlutverkin í sýningunni. SÝNINGAR________________________ Handritasýning í Stofnun Árna Magnússonar stendur í Arnagarði við Suðurgötu. Sýningunni er ætlað að minna á þann hlut sem sagnalist og bókagerð fyrri alda á í vitneskju okkar um helstu merkisatburði þjóð- arsögunnar og beina athygii sérstak- lega að handritum og sögum um fólk og viðburði sem fyrir rúmum þúsund árum ollu aldahvörfum, þ.e. kristni- tökunni og landafundunum. Sýningin er opin mánudaga til laugardaga til 25. ágúst. Á efri hæð Hafnarborgar stendur Þjóðminjasafn fslands fyrir sýningu á Ijósmyndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist ísland 1951. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 6. ágúst. í Sverrissal Hafnarborgar er sýning á vegum Þjóðminjasafns Islands á skot- skífum úr fórum Det Kongelige Kjobenhavnske Skydeselskab og Danske Broderskab. Sýndar eru um 15 skotskífur frá árunum 1787-1928 með íslensku myndefni eða frá ís- lenskum félögum skotfélagsins. Sýn- ingin er opin alla daga nema þriðju- daga og henni lýkur 6. ágúst. www.heilsulif.iswww.heilsulif.is TRÚLOFUNARHRINGAR ERNA S k i p h o I t i 3 í Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýningar. í Lækjargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borg- ar. I Kjöthúsi er sýningin Saga bygg- ingatækninnar. I Líkn er sýningin Minningar úr húsi. Sýningin í Suður- götu 7 ber yfirskriftina: Til fegurðar- auka. Sýning á útsaumi og hannyrð- um. ÍEfstabæ má sjá hvernig tvær fjölskyldur bjuggu f húsinu um 1930. ( Ljósmyndasafni Reykjavikur stend- ur Ijósmyndasýning Henri Cartier- Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk franska Ijósmyndarans sem nú er á tiræðis- aldri. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlf. www.erna.is Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Eldri borgarar Skúlagata 40 5. hæð Tilboð óskast í fallega 63 m2 íbúð ásamt bílskýli. Fallegur samkomusalur, sauna og heitur pottur í sameign. Húsvörður á staðnum. Útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Upplýsingar veitir fasteignasalan kjörbýli í síma 564-1400 Átján hundruð ára gömul saga, Gullasninn, er komin út: Asni hugsar eins og maður bækur Skáldsagan Gullasninn sem er ein fyrsta skáldsaga bók- menntasögunnar er komin út í fyrsta sinn á ís- lensku. Sagan er skrifuð á 2. öld. Hún var skrifuð á latínu og hét uppphaflega Metamorphose- on eða Ham- skiptin. Seinna var nafni sög- unnar og naut hún mikilla vinsælda undir nafn- inu Gullasninn á fyrri tíð. Höf- undur sögunnar hét Lucius Apu- leius. Hann er talinn hafa verið uppi um það bil á árunum 125 til 180 eftir Krist og var ættaður frá Norður Afríku. Hann nam heimspeki í Aþenu og starfaði sem málafærslumaður í Róm. Bjarki Bjarnason þýddi bók- ina og gefur hana einnig út. „Þetta er saga um mann sem lendir óvart í því að breytast í asna. Hann smyr sig með röngu smyrsli, hafði ætlað að breyta sér tímabundið í fugl en hann breytist í asna og sleppir ekki asnahamnum fyrr en eftir all- langa hríð og þá er hann búinn að flakka um og lenda í hinum ólíklegustu ævintýrum," segir þýðandinn, Bjarki Bjarnason. „Hann er venjulegur asni en hugsar eins og maður og skrifar söguna. Auk þess hefur hann mannlegar tilfinningar og kenndir, meðal annars kenndir til kvenna." Eina leið asnans til að tjá sig er gegnum söguna sem hann skrifar en að öðru leyti getur hann ekki tjáð sig nema með þeim hætti sem asnar tjá sig. „Svo þykir honum góður matur sem mönnum þykir góður,“ seg- ir Bjarki. Sagan er því hin stór- kallalegasta og afar spaugileg. „Sagan er skemmtileg og nútímaleg, finnst mér, full af gríni og grallaraskap, erótík og óeðli og allt sem prýða má nú- tímann." í sögunni er asnanum fylgt eftir. Hann gengur kaupum og sölum og fær mjög misgóða meðferð. Inn í söguna er svo Austurstræti og er þetta er fyrsta einkasýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlantic er fslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli í Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulíf vikinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu í víkingaþorpi og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Sýningarnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í vetur hafa unnið undir hand- leiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir í Gerðubergí. Opnunar- tími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst. MYNDLI5T_______________________ Guðný Rósa Ingimarsdóttir heldur sýningu á galleri@hlemmur.is. Þetta er hennar sjötta einkasýning. Sýningin Austurrískur fjöllistamaður vekur athygli: Lét hauslausa kú falla úr þyrlu BERLIN. ÞÝSKALANDI. AP. AuStUTrískÍ fjöllistamaðurinn Wolfgang Flatz framdi óvenjulegan gjörn- ing í miðborg Berlínar nýlega þegar hann lét hauslausa og blóðuga kú falla 40 metra til jarðar úr þyrlu. Áður en kýrin var látin falla hékk listamaður- inn hreyfingalaus úr krana, allsnakinn og blóðugur með út- rétta krosslagða handleggi. Á meðan á sýningunni stóð ómaði iðnaðartónlist frá nærliggjandi verksmiðju. Gjörningnum, sem kallaðist „Fleisch," eða „kjöt,“ lauk síðan með því að strengja- kvartett spilaði lagið „Blue Danube Waltz.“ Hundruð áhorfenda fylgdust með sýningunni, sem hefur verið gagnrýnd harðlega í Þýskalandi, m.a. af dýraverndunarsinnum. Aðeins nokkrum klukkustund- um fyrir gjörninginn úrskurðaði hæstirréttur í Berlín að ekki væri hægt að koma í veg fyrir að hann yrði framkvæmdur, eftir að beiðni hafi borist yfirvöldum um að hætta skyldi við hann sökum þess að gjörningurinn væri ekki list heldur væri tilgangur hans einungis sá að reyna að hneyksla fólk. Flatz, sem þekktur er fyrir umdeildar uppákomur sínar, vís- aði allri gagnrýni á bug og sagði að með gjörningnum væri hann að reyna að fá fólk til að hugsa um samband sitt við náttúruna. II KRISTÍN G. MAGNÚS Síðar á þessu ári verða haldnar þrjár sýn- ingar á Light Nights í Scandinavia House í New York. fléttað allmörgum innskotssög- um sem brjóta upp frásögnina. „Einhver er þá að segja sögu inni í sögunni og hún getur verið ansi löng og algerlega óskyld söguþræðinum sjálfum. Fræg- ust þessara innskotssagna er hin þekkta ástarsaga af Amor og Psyche, sagan af konunni sem verður ástfangin af ástarguðin- um sjálfum. „Það er kona sem segir ungliingum söguna, hún lifir þarna sjálfstæðu lífi á ein- um 20 blaðsíðum og er svo bara búin, og asninn heldur áfram.“ Það er forvitnilegt fyrir ís- ber yfirskriftina Tognuð tunga en þar ferðast listakonan á milli nokkurra augnablika með aðstoð verka frá þessu og síðasta ári. Opnunartími galleri@hlemmur.is er frá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14- 18. Sýningunni lýkur 12. ágúst. Ólöf Björk Bragadóttir, Lóa, hefur opnað myndlistarsýningu í sal félagsins íslensk grafík í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Á sýningunni eru Ijós- ÖSKUR Wolfgang Flatz framkvæmir ógurlegt öskur í mynbandsupptöku, skömmu áður en gjörningurinn átti sér stað.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.