Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 13

Þingvallafundartíðindi - 01.01.1888, Blaðsíða 13
13 Fyrst sagði hann, að stjðrnarskráin væri ekki neitt aðalskilyrði fyrir framfðrum vorum, pví að hún hindraði ekki allar framfarir vorar. pessi rðksemdaleiðsla er alveg röng. pað mun enginn kalla præl- inn frjálsan, pótt hann geti andað, og eins getur stjórnarskráin hindrað fram- farir okkar stórkostlega, pótt hún hindri eigi allar framfarir vorar. En pað parf eigi að taia um pessa stjórnarskrá, til pess að sýna fram á, að hún er aðalskil- yrði fyrir framförum vorum. H. full- trúi (H. H.) heör játað, að stjórnarskrá- in væri með göllum, og pá má jegspyrja: Hvar er dæmi, til að illar stjórnarskrár hafi eigi haft ill áhrif, og hvar er dæmi til að góðar stjórnarskrár hafi eigi haft gott í för með sjer ? pað vita allir, sem nokkuð pekkja sögu pjóðanna, að góð stjórnarskrá er aðalgrundvöliur allra fram- fara og allra iaga. Ií. fulltrúi sagði: »Bóndi er bústólpi«. En »með lögum skal land byggja«, og góð stjórnarskipun- atdög eru meira virði fyrir bændur, en nokknð annað, og pá fyrst hefir hið gamla spakmæli: »bóndi er bústólpi*, fengið sína sönnu og rjettu pýðingu, peg- ar bændurnir geta starfað að búi sínu og aukið blómgun pess í skjóli góðrar stjórnarskrár og góðra laga. pví næst nefndi hann tekjuhallann, og gerði fjarska mikið úr honum. En hvernig stendur á honum? Hverjir sögðu á al- pingi í fyrra, að peir sæju enga ástæðu til að auka tekjur landssjóðs ? peir kon- ungkjörnu í einum hóp. En hver heldur uppi hinum konungkjörnu? Stjórnar- skráin. pað er pá stjórnarskráin, sem veldur hinum bágborna fjárhag landssjóðs. En svo að jeg taki spurninguna dýpra og tali um fátækt landsins, pá er hún mest komin af pví, að frumframleiðsla lands- ins kemur pví sjálfu ekki til góða, og pað sýnir hvernig stjórnin er, pegar hún lætur pað viðgangast, að pjóðin verði rænd pessum ágóða. jþessu parf að kippa í lag, en hjer er stjórnarskráin til fyrir- stöðu, pví að hún heldur uppi stjórn, sem ekkert pekkir og ekkert hugsar um hag landsins. Frumframleiðsla landsins á að koma pví til góða, en pað verður pví að eins, að innlend verzlun og handiðnir verði studdar og efldar sem mest að verða má, og h. fulltrúi ætti fremur að hvísla að stjórninni að vernda petta, en að hafa fjárskortinn sem ástæðu til pess að vjer ættum að leggja árar í bát. pví næst sagði hann, að stjórnarskrár- frumvörp alpingis mundu innleiða lýð- veldi með grímu. Hvar á petta við? Hyggur fulltrúinn að vjer ætlum með lokaráðum að fiska pjóðveldið með stjórn- arskrárfrumvörpunum ? |>essu neita jeg alveg, og jeg neita pví alveg, að hjer sje nokkur gríma, pví að vjer purfum eigi að ganga með grímu móti Danastjórn. Stjórnarskrárfrumvörpin tryggja ping- bundna stjórn, og pau ganga ekkert lengra en aðrar stjórnarskrár, sem tryggja hið sama, og í stjórnarskrárfrumvörpum alpingis eru konunginum geymd sín rjett- indi (prærogativa), eins og vanalegt er, par sem er takmarkað einveldi. En pað verðum vjer að inuna, að öll rjettindi eru frá pjóðinni, og á pað minnir pessi stað- ur, er vjer stöndum hjer á, að hin ís- lenzka pjóð hefir eigi purft að krjúpa á knje til pess að biðja um að sjer yrði veitt rjettindi, pví að hún hefir hjer verið tæld til pess með fögrum loforðum, að af- sala sjer peim rjettindum, sem hún nú biður um hlutdeild í. En nú segir hinn h. fulltrúi, að konungur drýgi sjálfsmorð, ef oss eru veitt pessi rjettindi. En hefir pá Englandsdrottning myrt sjálfa sig ? Hefir nokkur heyrt pá fregn? (Hlátur). Og pó hefir Englandsdrottning sleppt miklu meiri völdum í hendur pegnum sínum, en vjer förum fram á i stjórnarskrárfrumvarpinu. H. fulltrúi hlýtur að sjá, að hann hefir slegið vindhögg; en jeg vil ekki dvelja við stóryrði hans, pví að hann hefir líklega

x

Þingvallafundartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingvallafundartíðindi
https://timarit.is/publication/135

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.