Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 2
66 og fönnina og jöklana finst því ei þúngt úr fjöllunum okkar að bera. Og burtu flýr snær og grundin grær, er geislunum vermir sólin skær. Og frónið vort kæra með fjöllunum há, sem fönnunum enn þá er vafið það dreymir nú vorið um vegina blá og væntir það komi yfir hafið, að lífga hvern lund og græða grund og geislunum strá yfir fjöll og sund. p. G. Frá Kaupmannahöfn. II. líegentsen, stúdentabústaðurinn alkunni, af íslendingum kall- aður »Garður«, stendur við Kjöbmagergade (á Garðmáli: Kaupmakaragata) á horninu á Kannike- stræde, andspænis- Sívalaturni í miðjum Kaup- mannahafnarbæ. Garður var bygður árið 1624 af Kristjáni Danakonungi fjórða, sem svo margar aðrar merkar stórbyggingar liggja eptir, t. a. m. Rósenborgarhöll, Börsen (kaupmannasamkomu- húsið) o. fl. Veggirnir eru hlaðnir úr rauðum múrsteini, og myndar húsið ferhyrning rneð opnu svæði innan í (garðinn), plantað trjám; stærst af þessum trjám er linditréð í miðjum garðinum, sem nú er 110 ára gatnalt. Fyrir nokkrum árurn héldu eldri og yngri Garðbúar stórt gildi í minningu 100 ára afmælis þeSsa veglega öld- ungs. A sumrin eru borð og bekkir undir trénu, óg hafa margir Garðbúar, ekki sízt ís- lendingar, lifað sínar ánægjulegustu Garðsstundir undir greinum þess. Linditréð er því sannkall- aður vinur allra Garðstúdenta, enda spöruðu þeir ekki, að sögn, að drekka skál þess vel og ræki- lega við hið áðurnefnda afmælisgildi. A Garði búa 100 stúdentar, tveir og tveir saman í tveim smáum herbergjum, ennfremur Garðprófastur, válinn úr tölu háskólakennaranna, og varaprófastur, sem er umsjónarmaður og aðstoðarmaður Garðprófasts við heimilisstjórnina; auk þess er þar bústaður fyrir dyravörð, sem sem líka hefir greiðasölu fyrir Garðstúdenta. Auk þess að Garðbúar njóta húsnæðis og eldiviðar borgunarlaust, fá þeir 40 kr. styrk á mánuði (Kommunitet). Af þessum styrk verða þeir þó að greiða rúmar 4 kr. á mánuði fyrir þjónustu. Sem hlunnindi má ennfremur nefna gott bókasafn, þar sem stúdentar endurgjalds- laust geta feingið bækur að láni, svo og lestrar- salinn og saungstofuna með »flýgeli« fyrir þá, sem syngja og spila. Af því, sem sagt hefir verið, er auðséð, að Garðvistin með þeim hlunnindum, sem henni fylgja muni vera »eptirspurð vara«. íslendingar eru þó, eins og kunnugt er, æði miklu betur settir í þessu tilliti en Danir; þeir eru nefnilega »priviligeraðir«, o: eiga heimting á að fá Garð eða þann styrk, sem því svarar, undir eins og þeir koma til háskólans, þegar þeir hafa sæmilegt stúdentspróf. Oðruvísi er ástatt með Dani; skilyrðið fyrir því, að þeir geti feingið Garð, er — með fáeinum undantekningum — að þeir hafi góð próf, séu efnalitlir og hafi sýnt iðni við háskólanámið fyrstu 2 eða 3 árin af háskólavistinni. Af þessu leiðir meðal annars, að það er talsverður munur á íslendingum og Dönum á Garði. Danir eru venjulega úrval af þeirra líkum, þeir eru þessutan reyndari og andlega þroskaðri, þegar þeir koma á Garð, og hafa betra vit á að verja tímanum vel. Vegna þess að þeir komast svo seint inn, geta þeir optast- nær tekið embættispróf meðan þeir eru á Garði, án peningaeklu og búksorgar. íslendingar eru þar á móti meira eða minna grænir og óreyndir þegar þeir koma inn á Garð; þeir eru stirðir í málinu, sem stendur þeim fyrir þrifum við lest- urinn — sumpart vegna lélegrar dönskukenslu í latínuskólanum — og þreyttir og slæptir eptir stúdentsprófið; það er því eingin furða, þó að þeim opt finnist, að þeir þurfi að lypta sér upp og líta í kringum sig bæði sér til hressingar og til þess að kynna sér líf og háttu manna í hinum nýja aðsetursstað þeirra, sem er svo frábrugðinn því, sem þeir þekkja að heiman. En svo líður Garðtíminn óðara en varir, opt ogtíðum án nokkurs alvarlegs lesturs, og svo einn góðan veðurdag verða þeir að flytja frá Garði peningalausir, kunnáttulitlir og með prófið yfir höfðinu. Og svo byrja hörðu dagarnir fyrir þá, sem fátækir eru, ákafur próflestur í sulti og seyru, og stundum geingur prófið að því skapi. þ»etta er gallinn á Garðstyrknum. Margir fátækir stúdentar ráðast í að sigla af því þeir vita, að þeir geta feingið Garð strax; en þeir gæca þess ekki, að Garðstyrkurinn einn er als- éndis ónógur og Garðtíminn er svo stuttur, að menn geta ekki tekið próf áður en honum lýkur. Sjálfsagt væri því miklu hollara fyrir íslenzka stúdenta, ef styrknum væri svo háttað, að þeir feingju ekki Garð, fyr en að minsta kosti eptir eitt ár frá stúdentsprófinu; það mundi fæla þá frá að fara hingað, sem eru of tátækir, og vekja kapp hjá hinum til þess, að svo miklu leyti, sem hægt væri, að ljúka sér af, meðan þeir nytu styrksins; fyrir marga væri þetta hér um bil ómögulegt, en hörðu dagarnir yrðu þó æfinlega færri. En þó að Garðstyrkurinn sé ónógur, er hann þó dýrmætur fyrir oss íslendinga. Svo leingi sem vér ekki höfum nema presta- og læknaskóla í landinu sjálfu, verða þó þeir, sem önnur fræði vilja stunda, að leita hingað, og mundi það flestum

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.