Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 4
68 meiningu. J>eir hafa aldrei skipt sér af að kenna, og þekkja ekkert til þess hér brúkaða máta. Mér sýndist þið íslendingar, sem eruð í Höfn, og annars eru(ð) svo politiskir, ættuð að setja eitthvað í blöðin og ekki láta Directionen1) svo aldeiiis einhlíta um að velja den forste den bedste2) . . .« Um ieið og Bjarni getur um vist sina í París víkur hann og að skólamálefnum og kveðst sækja f>ar af kappi fyrirlestra: V. París 11 /4 1845 . . . »Eg heyri ýmsar Forelcesninger3) 5 á 6 tíma um daginn, og býsna ólíkur er kenslumáti professora hér þeim, er tiðk- ast hjá oss, og eptir því sem eg hefi vit á í vissu tilliti miklu betri ... I byrjun Júnímánaðar fer eg til Lundúna, kanske i Maí . . . Eg vil bæta því við, að Gaimard4) er sá af Frönskum, sem hefir verið mér mest til nota, þó eg eiginlega ekkert anbefalingsbréf1') hefði til hans . . .« 1 öðru bréfi frá Paris getur hann þess að skólastjórnin muni ekki ætla sér rektorsembættið, og þykist þá gera sig ánægðan með það : VI. París 14/e 1845 . . . »Allan Mai hefi eg heldur lasinn verið, þyngsli í höfðinu og svefn- leysi; samt slæpist eg á forelæsningarnar3)........... Eg sé af bréfi þínu, að ekki er talað um í Direc- tioninni að gera mig að rektor. Eg slæ mér til ró; eg vil öllu heldur vera Overlærer3) í Alaborg en rektor á íslandi, sér í lagi þar eg vonast eptir að geta þénað dálítið á parti við mina aptur- komu . . .« I öðru bréfi er hann þó ekki enn vonlaus um rektorsembættið: VII. Alaborg 30/10 1845 . . . »og þetta alt því heldur sem Directionin varla útnefnir mig i þessu qvartali7), ef hún annars ætlar að senda mig til Islands, því nú hafa þeir skipað mér að kenna frönsku hér við skólann . . . Heilsaðu Jóni Sig- urðssyni frá mér og biddu hann um að skrifa mér hans meining um hverninn honum nú lítist á Skolens ajfairer8) heima, því eg held ekkert komi út af því eins nú horfist á . . .« Sveinbjörn Egilsson var um þessar mundir í Höfn, og spyr Bjarni nú hvort vinur sinn hafi talað við hann (um skólann); VIII. Alaborg 17/i 1846 . . . »Eg sé Grímur hefir haldið ræðu í Skandinavisk Forening. Tal- arðu nokkurn tíma við Egilsen? . . .« í næsta bréfi er Bjarni búinn að fá vissu um, að ekki verði hann rektor: IX. Álaborg 7/6 1846 . . . »Eg kom ekki til Islands, eins og þú veizt, en þar á móti er mér lofað annaðhvort Friðriksborg eða hér að verða yfirkennari, og vænti eg Afgjerelsen der paa[>) með hverjum pósti . . .« ‘) skólastjórnina. s) hvern sem vera skal, hvernig sem hann er ’) o: fyrirlestra. 4) Páll Gaimard hafði ferðast á íslandi á milli 1830 og 1840. 5) o: meðmælabréf. ‘) yfirkennari. T) o; þessum ársfjórðungi. 8) 0: efni skólans. *) 0; úrslita á því. f>ó að Bjarni sé áður búinn að segja, að hann kærði sig ekki um rektorsembættið »þykir honum það nú ilt«, að hann fékk það ekki, og sést nú, að hann hefir ætlazt til að landar hans í Höfn skrifuðu í dönsk blöð um að hann ætti að verða rektor: X. Álaborg 28/6 1846 . . . »Hvað segja landar um skólabesetninguna?1) F.g tók feil í að þeir vildu helzt að eg kæmi þangað; í svo falli hefðu þeir skrifað eitthvað í blöðin. Eg sé Grímur hefir feingið Reisestipendium2). f>eir ætla honum liklega pláss við skólann. . . . Annars fykir mér ílt, að eg ekki kom heim; eg innbirla mér, að eg hefði getað orðið föðurlandinu til gagns, ef ekki með kenslu, þá með að koma landinu í Forbindelse3) með Enskum og Frönskum. Aldrei kemur landið sig undir Dönum, það er fullprófað . . .« I næsta bréfi minnist Bjarni á málalærdóm sinn og gerir þar lítið úr kunnáttu í málunum tómum út af fyrir sig: XI. Alaborg u/t 1846 (á dönsku) . . . »J>að borgar sig ekki að vera að læra mál; i fyrsta lagi er það svo, þegar maður lærir mörg mál í senn að þau grautast svo saman í höfðinu á manni, að maður kann að lyktum ekkert mál; og við hvað er í öðru lagi hægt að líkja þeim, þegar maður hefir lært þau? Við peningabuddur, sem til einskis eru, ef ekkert er til féð i þær að láta. Er meira gagn i málunum tómum, þegar eingin hugsun eða hugmynd er samfara? Eg er nú farinn að trénast upp á þessu . . .« Nú er hann kominn að Hrossanesi næst, og þykir fyrir, að tveir íslendingar hafi fallið í gegn við háskólann fyrir latínskan stýl: XII. Hrossanesi 16/n 1846 . . . »Fádæmi eru, að fslendingar nú gangi reject fyrir latínskan stýl. Hver var hinn? Eru þeir báðir frá skólan- um? Hvað taka þeir nú fyrir? . . .« XIII. Hrossanesi 7/s 1847 . . . »Hvernig stendur á því, að Konráð adjunkt við Reykjavíkur- skóla er einlægt i Höfn? Hefir hann kanske sagt embættinu af sér? Heyrist nokkuð frá Grími? . . .« í næsta bréfi minnist Bjarni á 30 dala skuld; hatði hann tekið þá peninga til láns hjá öðrum manni til þess að svalla þá upp með honum: XIV. Hrossanesi 16/e 1847. »Loksins sendi eg þér þá Anvisning upp á 50 rd., hvaraf 30 eru handa sjálfum þér, sem eg bið þig að borga svo fljótt þú getur N. N.4) eða hvað hann kallar sig; eg lánaði þá af bróður hans séra N.4) til að svíra þá upp saman með honum, þegar við fundumst seinast í Höfn, en N. N.4) kvaðst í fyrra hafa full- makt til að krefja þá af mér, þó akkorðið væri, að þeir ekki skyldu borgast fyrr en eptir hentug- leikum. N. N.4) er einn af þeim mönnum, eg *) o: veitingu rektorsembættisins. 3) ferðastyrk 3) samband, 4) Nöfnin standa í bréfinu, en þeim er hér slept.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.