Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 3
67 ókleyft, ef Garður ekki væri. Annað mál er það, að vér álítum Garðstyrkinn ekki svo mik- ils verðan, að menn af ótta fyrir því að missa hann, ef til vill, ættu að hika sér við að stofna aðrar æðri mentastofnanir, og þá sér í lagi lagaskóla á íslandi. Væri að eins lagaskóli stofnaður, mistist Garðstyrkurinn í öllu falli ein- ungis að því er lögfræðisnám snertir, ekki þar á móti fyrir málfræðisnemanda og aðra, sem yrðu að leita til háskólans hér. En að öðru leyti er það ólíklegt, að Danir mundu vilja svipta oss þessum hlunnindum endurgjaldslaust; líklegra er, að vér gætum feingið t. a. m. einhverja álit- lega fjárupphæð í eitt skipti fyrir öll í staðinn, svo að vér slyppum skaðlaust. En þó að svo færi, að vér ekkert endurgjald feingjum, væri það þó að voru áliti ávinningur að fá lagaskóla. Að því sleptu, að dönsk og íslenzk löggjöf ólíkist meir og meir, síðan Alþingi fékk löggjafarvald, svo að þeir íslendingar, sem tekið hafa lögfræðis- próf við háskólann verða með tímanum að taka aukapróf í íslenzkum lögum á eptir, ef í nokkru lagi á að fara — er þess ennfremur gætandi, að það fé, sem íslenzkir stúdentar eyða í Kaup- mannahöfn, auk Garðstyrksins, verður eins mikið eða meira en það, sem þeir mundu eyða í Reykjavík. jþessutan er hættan á því að menn »fari í hundana« — sem irienn segja — langtum minni í Reykjavík en hér; af hverri orsök sem það er, verður því þó ekki neitað, að margir áður efnilegir menn hafa farið illa hér. þ>ann milliveg mætti líka fara, ef lagaskóli væri stofnaður, að Garðstyrknum, eptir væntan- legu samkomulagi við Dani, væri varið handa kandidötum að heiman, sem þannig feingju kost á að fara erlendis að loknu prófi sér til ment- unar og frama. Væri styrkurinn ekki svo, að allir kandidatar með þolanlegu prófi gætu farið utan, mætti haga því svo, að þeir duglegri og efnilegri námsmenn feingju styrkinn eptir tillögum kennara eða stiptsyfirvalda. Annað mál er það, að slíkar framaferðir í hálft eða heilt ár eru að voru áliti æði miklu minna verðar en menn al- ment^halda. Aður en vér endum línur þessar, sem eigin- lega áttu að vera helgaðar Garði, þykir það við eiga að geta þess, að hinn núverandi Garð- prófastur, málfræðingurinn prófessor dr. Ussing, leggur niður stöðu sína nú um mánaðamótin sakir elli. Ussing hefir verið Garðprófastur síðan 1875, þegar þáverandi prófessor og Garðprófastur, núverandi dómsmálaráðgjafi og ráðgjafi fyrir ís- land Nellemann fór frá. íslenzkir stúdentar munu minnast Ussings, hins alvarlega og stranga vís- indamanns, að góðu fyrir réttsýni hans og vel- vild gagnvart Garðbúum. Eptirrennari hans verður prófessor í lögum, dr. Jul. Lassen, sem nýtur mikillar vinsældar meðal stúdenta. Varaprófastinn á Garði þekkja allir íslend- ingar af afspurn. þ»að er landi vor, fræðimaður- inn og orðabókarhöfundurinn Eirikur Jónsson, sem nú er rúmlega sjötugur að aldri, en þó ern og hraustur og ungur í anda. Margir íslenzkir stúdentar hafa notið góðs af gestrisni hans og opt hefir hann verið oss iöndum góður tals- maður hér. Ó. P. Bréf frá Bjarna rektor. [Bréfkaflar þessir, sem eptir fara, eru allir teknir úr bréfum, er Bjarni hefir ritað helzta trúnaðarmanni sínum í Kaupmannahöfn á árunum 1838 — 1853. Eru þau bréf nær 50 tals, er vér höfum í höndum, og er ýmislegt merlci- legt í þeim, ekici sízt fyrir Bjarna sjálfan. Vitanlega er héi1 hlaupið yfir alt, sem er nokkuð nærgaungult við nafngreinda menn, svo að mark sé á takandi, bæði um Bjarna sjálfan og aðra, og eins er því slept hér, þó að þar kynni eitthvað smáskrítið að finnast um Pál gamla Melsteð]. I. Alaborg 25/3 1844 . . . »Eg sé að Pétur er orðinn doktor; gott er að nokkur gerir nokkuð föðurlandinu til sóma . . .« En þessi sómi Péturs biskups stóð ekki leingi, og breyttist fijótt veður í lopti, þvi sama vorið ritar Bjarni: II. Álaborg 20/6 1844 . . . »Ofikt er það gagn. þú gerir þar með [o: með ritum þínum] og sá sómi, er þú ávinnur voru föðurlandi, því Pétur gerir með sinni á dárlegri latinu skrifuðu disputats . .« Um þessi ár hefir Bjarni viljað gerast rektor latínuskólans á Islandi og gerir litið úr þeim bisk- upum Helga og Pétri til þeirra brigða, ef þeir verði skólastjórar: III. Álabo rg 28/u 1844 . . . »Hverninn held- urðu fari um skólann heima? Séra Helgi eða séra Pétur munu verða rektorar; þó held eg varla að landið sé þént þar með; bæði eru þeir vist ryðg- aðir, hafa aldrei haft með það starf að gera og þekkja ekkert til lifandi málanna, sem eg held væri Islendingum þó svo áríðandi, ekki einungis som Dannelsesmiddel* *) heldur og svo í materiel Henseende2), sér i lagi ef höndlunin yrði frí. þungt er að allir íslendingar, sem vilja verða gentlemen*), skuli þurfa að fara hingað. niður*) og njóta Under- stottelse6) af dönskum peningum; eg er viss um að margir af okkur gætu brúkast annarsstaðar . . .« Er þetta síðasta rétt mælt og vel. I næsta bréfi vikur Bjarni enn að skólastjóraembættinu og vill að landar í Höfn með því að rita i dönsku blöðin reyni að hafa áhrif á veitingu þess móti Helga og Pétri, síðar biskupum: IV. Álaborg 1 °/12 1844 . . . »Hver er hinn( sem sækir um skólann? Eg veit ekki af öðrum en séra Pétri, fyrir utan séra Helga, hvaraf einginn dugir, ef skólinn á að komast í gott horf,_að minni ') þ. e. sem mentunarvegur *) þ. e. i efnalegu tilliti. *) snotrir menn. *) þ. e. til Danmerkur. 5) sty.rkt.ar.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.