Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 7
71 sig á alt, sem Vigfús sagði stundum, er þó eptir- tektarvert, að þetta kemur að nokkru heim við það, sem Brynjólfur frá Minnanúpi hefir eptir hon- um í Arbók fornleifafélagsins (Rvík 1886 bls. 51 —52, 54). f>að sem mest skakkar er það, að þar segist Vigfús sjálfur hafa átt fyórsdœlu (Gauks sögu Trandilssonar), en mist hana í láni. En hversu hæpið sem það kann að vera að tiúa Vig- fúsi hér, þykir ábyrgðarmanni Sunnanfara þó nógu gaman að fá að vita, hvort menn eystra (í Skapta- fellssýslu) hafi nokkurn tíma vitað af þjórsdælu eða þessum sögum þar í eigu nokkurs manns, og þá hvers, eða hvar þær þá væri nú niður komnar eða skinnbók sú, sem þær hefði verið á. Sá sem kemur með þær ófalsaðar á fornri skinnbók getur búist við góðri borgun fyrir bókina. Samnr við sig er Bogi Melsteð enn. í neðan- málsgrein við íslenzku kvennasýninguna í Khöfn 1895 skrökvar Bogi því (Eimreiðin II, 58—59) uppá ]ón þorkelsson, að það hafi verið honum að kenna, að þingið 1893 veitti ekki fé til þess að kaupa Strokk og Geysi. Eins og þingtiðindin (B, b!s. 418 og 420) bera með sér lagði Jón ekki annað til þess máls, en að hann skoraði á flutn- ingsmerin málsins að leggja fram tilboð Einglend- inga um kaupverð, og í öðru lagi að frumvarpið væri látið biða þar til séð væri, hvernig frumvarpi um bann gegn því, að útlendingar mætti eiga fasteignir á íslandi, reiddi af. Ekki einu orði rneira hefir Jón sagt um þetta mál. Geysis frumvarpinu var vísað til 2. umræðu með 19 atkvæðum. En flutningsmennirnir hreifðu þvi máli aldrei framar, en Bogi var annar þeirra. Svöna litur nú þessi sannsögli Boga út. Annars gæti marrni dottið í hug, af því hvar Bogi kemur þessari klausu fyrir, að hann imyndi sér, að F.inglendingsskrattinn, sem keypti Geysi, hafi látið hann á Kvennasýninguna í Khöfn 1895. Ólafur Finsen, sonur Hilmars landshöfðingja, er 17. Marts skipaður dómari i sakamálaréttinum í Kaupmannahöfn. »VerðÍljÖSÍÖ« er ekki farið að láta sjá sig hér ennþá. það litur þvi eklci út fyrir, að það eigi að upptendra mjög hjörtu Islendinga í Kaup- mannahöfn uppá það að guðs dýrð megi útbreiðast meðal þeirra. Smekkvísi. I. Páll Melsteð í Norðurlandasögu sinni, sem á að vera vönduð bók (Rvík 1891, bls. 262): »þegar litið er til hins mikla kostnaðar, er allar þessar stórsmíðar höfðu i för með sér, til hins langvinna ófriðar, sem þá átti sér stað, og til þeirra ýmsu óhappa, sem geingu yfir Danmörk um daga Friðriks fjórða t. d. drepsóttin mikla á Sjálandi 1710—1711, er deyddi 23 þúsundir manna i Kaupmannahöfn, eða frekan helming allra bæjar- búa; stórflóðið um jólaleytið 1717, þá er flóðgarðar vestan á þéttmerski brotnuðu og margar þúsundir manna drukknuðu; húsbruninn mikli í Kaupmanna- höfn 1728 (20, Okt.), þegar brann allur norður og vesturhluti borgarinnar, samtals 2500 húsa, er einstakir menn áttu, auk hinna, sem voru opinber eign; þá brann háskóiinn og bókasafn hans og mikill hluti af bóka og handritasafni Arna Magn- ússonar. Er svo sagt að eigi stæði eptir, nema þriðjungur borgarinnar. [K.ærir bræður, komma, stryk, periodus, punktur og klausa]. þegar litið er til alls þessa, þá má kalla að fjárhagur Dana hafi verið i góðu lagi um daga Friðriks fjórða . . .« II. Bogi Melsteð í Eimreiðinni (II, 61): »Mikið var þar af íslenzkri tóvinnu, og á gólfinu sat stúlka í peysubúningi við rokkinn sinn og kvað: Ur þeli þráð að spinna mér þykir næsta inndæl vinna o. s. frv , en svo lágt að einginn heyrði það, því stúlkan var úr vaxi og spýtum . . .« [þetta mun eiga að vera skáldskapur]. Ársrit hins íslenzka kvenfélags, fyrsta ár (Rvik 1895), er gott í heild sinni, og hefir það sérstaklega sér til ágætis, að það er þó einhver stefna og hugsun i því. Er þar meðal annars rit- gerð um háskólamálið eptir Olavíu Jóhannsdóttur. það er vonandi, að það leiði mart gott af fé- lagi þessu og að kenningar þeirra manna fái lítinn byr, sem prédika það, að kvenfólkið megi ekki hugsa um annað etl koppa og kyrnur (sbr. Eimreiðina II, 76), ef það hefir færi á öðru. I félag þetta ættu sem flestar konur að ganga. Um holdsveiki á islandi hefir Dr. Eichmúller, sem var með Dr. Ehlers, ritað bók nýlega á frakk- nesku og feingið doktorsnafnbót fyrir í París (Notes sur la lépre en Islande); er hún grundvölluð á sjúkdómssögum mörgum, er Dr. Ehlers hefir hjálpað honum um. „Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna- son. Verð í Vesturh. I dollar árg., á ísiandi nærri því helm- ingi lægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri. IO. árg, byrjaði í Maits 1895. Fæst í bókaverzlun Sig. Krist- jánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðs vegar út um alt land. „Heimskringla“, útbreiddasta (2600 eintök) og stærsta ísl. blað í heimi kemr út í Winnipeg, Man. í Heimskringlu-húsinu að 663 Pacific Ave, hvern laugardag, 24 dálkar tölublaðið. Kostar jf2 Árg., 7 kr. i Danmörku, 6 kr. á íslandi, „Öldin“, mánaðarrit, 32 dálkar hvert hefti, kemr út einu sinni á mánuði. Kostar $1, 3 kr. 60 au. í Danmörku, 3 kr. á Is- landi.— Allir kaupendr “Heimskringlu* fá »Öldina« ókeypis. — Ritstjóri beggja þessara blaða er hr. Eggert Jóhannsson,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.