Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.03.1896, Blaðsíða 6
70 Bjarni þess því næst, að ekkert muni samt verða af upphlaupi í skólanum, og segist fylgja þeim reglum, sem tíðkaðar sé við erlenda skóla; kveðst hann ekki kæra sig um svona lagaðar fréttir um skólastjórnina. það sem hann vill fá að vita, það eru nöfnin á þeim, sem finna að henni; »Var það ekki mín meining, að þú segðir mér slettidóma út í loptið . . . heldur nefna mér þá, sem svoleiðis eru að præparera skólans rúin*1). f’ví næst telur Bjarni ýmislegt, sem aflaga hafi farið og hann hafi hrundið í lag, en tekið þykkju ýmsra málsmetandi manna fyrir, og er það án efa satt að miklu leyti. Kn úr því fer að fækka um bréfaskriptirnar milli Bjarna og þessa manns og hætta þær alveg 1853, og liggur svo í þvi, sem nú segir. Bjarni hafði verið mikið upp á þennan mann kominn; hann hafði einn allra verið trúnaðarmaður Bjarna um alt langaleingi og þar á meðal í leyndarmáli einu, sem staða Bjarna i Danmörku gat riðið á eptir því, sem að venja var þá að minsta kosti um skólakennara, og þar lék og á rektorsembætti hans á Islandi. Hann hafði borgað út peninga fyrir Bjarna og gert honúm fleiri greiða og velgjörðir en tölu verði á komið. Maður þessi var embættis- laus, prýðilega að sér, heiðursmaður einstakur, en efnahagur hans nokkuð örðugur. Bjarni er stöð- ugt i bréfum sínum að suða um það, að efnahagur þessa manns muni vera hæpinn og lét sem sér lægi það mjög á hjarta, að hann gæti batnað, en aldrei sendir hann honum svo peninga, að hann biðji hann ekki að borga þá út fyrir sig uppá skilding, og honum verður aldrei að vegi svo mikið sem að bjóða honum einskildings- virði fyrir alla hans fyrirhöfn. Eptir að Bjarni kom til latínuskólans hafði hann hvað eptir annað skorað á þenna mann að sækja um embætti, sem þá var laust við skólann, og óskað eptir að fá að mæla með honum. Lét máður þessi þá tilleiðast merkustu menn: frá 1847 má nefna menn sem séra Bene- dikt Kristjánsson, séra jbórarinn Böðvarsson, Árna land- fógeta, séra jþórð í Reykholti, Pál Vídalín í Víðidalstungu, séra Jakob á Sauðafelli; frá 1848 Dr. Jón J>orkeIsson, lík- lega harðlærðasta mann, sem nokkurntíma hefir við skóla- stjórn verið á Islandi, Helga lektor Hálfdanarson, orðlagðan lærdómsmann, Dr. Óiaf Gunnlaugsson í París, Karl Andersen skáld, Hannes Finsen stiptamtmann, Jón lækni Finsen bróður hans, séra Magnús Grímsson, séra Brynjólf í Vest- mannaeyjum. Frá 1849 eru aðrir eins menn og séra Skúli Gíslason, séra Sveinn Skúlason, Dr. Guðbrandur Vigfússon, Jón prófastur J>órðarson á Auðkúlu o. fl. J>að var heldur eingin skömm að stúdentunum frá 1851; einn af þeim orðið æðsti embættismaður landsins (Bergur Thorberg), tveir kenn- arar við latínuskólann, Halldór Guðmundsson og Steingrímur yfirkennari Thorsteinsson, aðrir orðið sómaprestar, og þar á meðal einn af þeim þjóðkunnur skörungur í þjóðmálum og merk- ur rithöfundur (Arnljótur prestur), og enn einn verið hér leingi á utanríkisskrifstofunni, gáfu og fróðleiksmaður. Sá maður sem dæmir alla þessa menn dóna og ignóranta, getur varla átt mikinn rétt á því að nefnast lærdómsmaður. Hann virðist hafa lítið vit á því, hvað það er að vera lærður eða vel að sér, ') o: róa að því að eyðileggja skólann. 1 bréfi þvi, er hann skrifaði Bjarna, þar sem þess var getið, að stjórn hans þætti heldur hörð, og hét því að sækja. En hvað gerir Bjarni þá? Snýr mjög flysjungslega við blaðinu, vill ekki kannast við neitt, þótt bréfin sýni sig, dregur úr öllu, það geti ekki orðið í þetta skipti, svo maðurinn sækir ekki, og bréfaskipti þessara manna hætta gjörsam- lega, sem vonlegt var. Svona fórst nú Bjarna þarna. Frekara mun nú ekki verða ritað um Bjarna að sinni, en þess skal getið, að kvartanir um það, að hann tæki lítt á, þótt skólapiltar drykki, komu opinberlega fram optar en einu sinni og jafnvel á öndverðum skólastjórnarárum hans (Norðri 1857, Nr. 29 — 30). Að vísu kallaði Björn Gunnlaugsson, stjúpfaðir Bjarna, kvartanir þær *lygi«, »þvaður«, »]jvœtting« og »haugalygi« (þjóðólfur X, 1858, Nr. 17), en hvað marga þau orð hafa sannfært, er ósýnt. Spillingin í skólanum reið þó alveg um þverbak á síðustu árum Bjarna. það vita allir, sem eptir nokkru hafa tekið, og þeir verða að eins til athlægis, sem ætla sér að fara að neita því. það hefir margur maðurinn alt fram á þenna dag verið að súpa seyðið af óreglunni þau ár, og að ætla sér að fegra slíkt er ekki langt frá því að vera vítavert. þetta hefir verið tekið mjög skorin- ort fram af Jóni Olafssyni i þjóðólfi 1883 (XXXV, Nr. 43), sem má vera hér um merkari orða sinna en margir aðrir. Hefir þó Sunnanfari farið miklu vægara í þetta mál en þar er gert. þetta verður að standa víst, að dómur Sunn- anfara um Bjarna rektor er ekki ósanngjarn, en staðfestist í öllu, hverju einasta atriði, af sannind- um. Hann fer mitt á milli allra öfga, milli þung- yrða þeirra, er harðast dæma og skrums þeirra, er skjala mest. Og þó að einhver skrumgutlari, sem fæst hefir skilið af þvi, sem fyrir hann hefir borið, kunni að taka upp á því að brigzla oss um það, að vér höfum hvorki heyrt Bjarna né séð, virðum vér það að aungu, heldur munum vér nú láta sitja við þessa bréfkafla Bjarna, þar sem hann dæmir sig sjálfur. Getur svo hver bullari blaðrað og bollalagt eins og hann vill. Fyrirspum. Gísli Brynjólfsson, kennari við Kaupmannahafnarháskóla, hefir á Reynistað 25. September 1863 ritað í minnisbók sína eptir séra Olafi þorvaldssyni á Hafsteinsstöðum og Einari stúdent Stephánssyni á Reynistað svo látandi sögn: »Vigfús geysir Jónsson,1) bróðir séra Hannesar i Glaumbæ, hafði séð sögu Gauks Trandilssonar og þorkels Alviðrukappa, Hreggviðar gamla og, Skúla jarls, Böðvars Islandsgarps og Grímólfs og Alfgeirs þátt, — allar á einni skinnbók, er karl einn á austur í Skapafellssýslu«. þótt ekki væri að reiða *) Vigfús varð úti 1867.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.