Kvennablaðið - 21.02.1906, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 21.02.1906, Blaðsíða 2
10 KVENNARLAÐIÐ Thorvaldsensféiagið. I skýrslu þeirri, sem hér er í blaðinu, frá Thorvaldsensfélaginu, er skýrt frá, hvern- ig salan á íslenzkri handavinnu hefir gengið ðll þessi ár, sem félagið heíir staðið fyrir lienni. Það er vissulega mikið ánægjuefni að sjá, hve salan hefir aukist margfald- lega, einkum síðastliðið ár. Fyrir konur og aðra smælingja, sein sjaldan hafa aura liauda milli, má það kallast allmiklar fjár- uppliæðir, sem þannig hafa horist fólki í hendur, fvrir vinnu, sem oftast heíir verið unnin í tómstundum, án þess nokkrum stærri störfum væri slept við það. Thorvaldsensfélagið liefir hér tekið sér sama ætlunarverk og »Handarbetets-ven- nercc í Svíþjóð, »Kunstflidsforeningen« í Noregi og »Husílidsforeningen« í Danmörku. l’elta ætlunarverk er: að styðja innlenda heimavinnu, safna saman tómstundavinnu iðnu smælingjanna, og hreyta henni í pen- inga handa þeim. Önnur lilið af ætlunar- verki þessu er einnig sú, að varðveita gaml- ar liannyrðir og ýmiskonar lieimilisiðnað frá gleymsku, og vekja rækt og virðingu fyrir þeim, með því að útvega mönnum góðan markað fyrir vel unna muni, og vekja atliygli og virðingu útlendinga íyrir ýms- um af þessum iðnaðargreinum, sem hér á landi geta oft fullkomlega staðið útlendum alþýðu-heimilislðnaði jafnfætis i ýmsum greinum. Alt þetta gera þessi íjelög hjá frænd- þjóðum vorum. Þau liafa setl upp útsölu, eins og Tliorvaldsensfélagið, í höfuðhorgun- um, og jafnvel víðar, fyrir þennan innlenda lieiniilisiðnað. En nú eru þau mestmegnis farin að kaupa sjálf vinnuna á hlutunum, en Ieggja ýmist til efni eða þau kaupa sjálf hlutina og selja þá svo aftur. Tilgangur þeirra er, að bæta smekk alþýðuunar um leið og þau hvetja lil vinnusemi og dugn- aðar. Þegar þau kaupa sjálf vinnuna, þá geta þau séð um, að ln'in vcrði vönduð og sómasamleg í alla staði. Með því móti fær þessi iðnaður meira álit, og hækkar jafn- framt mikið í verði. Bæði í Svíþjóð og Noregi fá forstöðu- konurnar ýmsa helztu listamenn, sem hafa geíið sig við að »stúdera« gamlan iðnað og siði, til að búa Lil uppdrætti til að sauma, vefa, eða skera út eftir. Alt slíkt má sjá á söfnunum. Svo geta þeir sem vilja, keypt uppdrættina í útsölu félagsins. Þannig heíir helzta Aefnaðarkenslukona Norðmanna ofið veggtjald, sem hangir i fordyrinu í norsku konungshöllinni, í gamal-norrænum stil, sem sýnir innreið Sigurðar Jórsalafara inn í Miklagarð, þegar hann kom úr Jórsala- förinni. Og svo mikið álit hafa öll þessi félög áunnið sér, að allir, sem vilja fá veru- lega vandaðan handgerðan hlut, sækja hann helzt til þeirra, Þetta ætlunarverk er Thorvaldsens- félagið búið að taka upp hér á landi, með mjög góðum árangri. En það hefir enn þá ekki átt því að fagna, að fjárveitingar- valdið eða einstakir menn hafi styrkt það. Norska fjelagið fær 10 þús. krónur ár- lega af fjárlögunum til húsaleiguslyrks. — Bæði þjóð og stjórn viðurkenna þar nyt- semi þess og þýðingu fyrir land og lýð, í fjárhagslegu og menningarlegu tilliti. Og livervetna um endilangan Noreg kunna menn að nota sjer það, og sumstaðar eru margir, sem lifa algerlega á því, að vinna fyrir félagið. Thorvaldsensfélagið beinir þeirri ósk til sveitafólksins, að það noti milligöngu þess belur en liingað til. Það ætti ekki að þurfa að minna fólk á það. En út um landið eru rnargir svo ókunnir öllu hér, að þeir gleyma þessari útsölu, þótt þeir hafi eitt- hvað, sem þeir vildu selja, sem einmitt ælli þar að seljast. Það er merkilegt, að blöðin, sem eiga að fylgja öllum framförum með vakandi auga, og flytja mönnum allán fróðleik og leiðbeiningar í öllu tilliti, skuli nær þvt aldrei hafa minst á starfsemi Thorvald- sensfélagsins. Hún hefir þó fullkomlega getað jafnast á við margt, sem þau hafa sungið um lof og dýrð. En það er lík- Iegt, að af því það eru einungis konur, sem hér hafa átt hlut að máli, þá hafi blaða-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.