Kvennablaðið - 21.02.1906, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 21.02.1906, Blaðsíða 6
14 KVENNABLAÐIÐ. flot 43 avi. pd., sykur 30 au. Þess má geta, að liúsaleiga er þar mjög há. Um kol og ljós er ekki getiö og kenslulaun ótiltekin, því kenslan var framan af að mestu ókeypis, sem heldri stúlkur og lconur gerðu að eins af áhuga fyrir málefninu. Merkilegt er, að taka eftir, að í sumum stofunum er mat- arkostnaðurinn meira en hálfu meiri en i sumum, þólt þær sjeu í sömu horg, og kemur það eílaust af misjafnri stjórn og matartilhögun. pinkonurnar. Helztu búkonurnar í sveitinni voru þær Unnur á Hóli og Aldís á Grund. Að minsta kosti hafði Aldís það álit á Unnur, því hún rökstuddi jafnan skoðun sína með því að segja: „Svo segir Unnur á Hóli“, og það var auðsjeð á svip hcnnar, að hún taldi það eitt næga sönnun fyrir því, að hún hefði rétt fyrir sér. Og Unnur taldi Aldísi sérstakt búkonuefni og færði því máli til sönnunar ýmsa bú- konuhnykki, er kunnugir þektu frá Hóli. Það hafði atvikast svo einn góðan veðurdag, að konur þossar urðu eindregnar vinkonur; kvað brátt svo mikið að kunningsskap þeirra, að þær heimsóttu livor aðra þá er þær komust höndunum undir, og fylgdu þá jafnan hvor annari mcira en hálfa leið heim. Ýmsir þóitust hafa tekið oftir því, að þessi vináttuköst væru eins og afleiðing af Jms- um nýungum, sönnum eða ósönnum, er um svcitina bárust; en ekki vil eg ábyrgjast, að svo hafi v e r i ð. Hitt er þó víst, að margt fréttist úr grend- inui eftir „vinkonunum11 og þótti sá galli á sögum þeirra, að þær voru búnar til eins og bræðingur, og sSgðu þeir, er báru skyn á þá efnafræði, að þar væri bræddir tólgarmolar ágizkunai'innar, saman við hrálýsisgrotta ósannindanna. Ekki höfðu margir af samræðum þoirra Aldísar að segja, þær voru jafnan einar, er þær fylgdu hvor annari, og meðan þær biðu eftir góðgerðum skoðuðu þær sig um í búrinu, varð þar fyrir þeim sýruker, smérdallar, tólgarskildir og annað fleira, er vant er að eiga heima í slíkum búkonu búrum. En það var einu sinni, að Gróa gamla, vinnu- kona á Grund, fékk að brogða sér út að Hóli, og til þess að halda vananum gekk Unnur með henni af stað, svo að hún gæti þá talað um hana Aldísi sína blessaða, þótt hún ekki mætti tala við hana. Hún sagði Gróu ósköpin öll af því, hve mikið álit hún hefði á Aldísi húsmóður hennar og hve vænt sér þætti um hana; en vegna þess, að Gróa gamla eyddi því og tók ekki undir það, eins og hún bjóst við, þá bætti hún þvi við, að sér þætti þó eitt að henni og það væri það, að hún væri nokkuð skrafin, sérstaklega þætti sér ljótt, hve illa hún færi með hjúin sín á bak; það mætti þó ekki minna vera, en að trygg og vönduð lijú kæmust hjá illu umtali af liúsbændum síuum. Nú fór Gróa gamla að verða forvitin, hana langaði til að heyra meira, en Unnur sagði, að Ijótt væri að vera að hafa það eftir henni Aldísi sinni blessaðri; munur væri það þó, að ekki myndi Gróa bcra það til hennar, það væri ekki hsett við því, jafn-orðvör manneskja. Nei — Gróa gamla var líka á því, að hún mundi geta þagað yfir svo litlu. „Já, hérna þér að segja“, sagði Unnur, sneri sér að Gróu og bjóst til að fara eigi lengra, „jeg hygg, að það só ekki gert ofmikið úr verkunum þín- um á Grund, já, þvílíkt! Það á alt að fara i ómynd, sem þú gerir; eg held þó, eins og eg sagði henni Aldisi minni um daginn, að þær megi gæta sín þær yngri, ef þær eigi að vinna af þér. — Þú átt ekki að geta verið i fjósi, ekki látið undir pott, hvað þá annað. — Eg veit, að þú hefir mig ekki fyrir þessu, Gróa mín. Þú fellur mér alt af svo vel í geð, að mér fiust eins og þú værir orðin vinnukona hjá mér“. Gróa gamla hlýddi á þetta eins og sakamaður á dóm sinn. Þessu liafði hún aldrei vonast eftir af henni húsmóður sinni, þetta hafði hún aldrei ætl- að henni. Og þetta var heldur ekki trúlegt, en satt var það alt að einu — dagsatt, oða „svo sagði Unnur á Hóli“. Svo kvöddust þær Gróa með sömu kærleikum og þær Aldís voru vanar að gera. Á heimleiðinni gekk Gróa gamla fram hjá ung- lingsdreng, án þess að yrða á hann, en um loið og hann hljóp fram hjá, heyrði hann hana í sífellu tauta fyrir muuni sér: „Ekki verið í fjósi — alt í ómynd — ekki vorið i fjósi — alt í ómynd“. Þegar Gróa kom heim, var hún fálát og önug við Aldísi, og í þeim glóðum lifði lengi. En — þær voru vinkonur hún Unnur á Hóli og liún Aldís á Grund ; það vissu allir! Stefún Ilannesson.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.