Lögberg-Heimskringla - 07.10.1965, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 07.10.1965, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER GUÐRÚN FRA LUNDI: Tengdadóttirin Skáldsaga „Jú, náttúrlega vildirðu kosta alla ræfla sveitarinnar í skóla, en það er líklega sama hvað hún yrði mörg ár í skóla, þá myndi hún seint jafnast á við aðra eins konu. Svo er þýðingarlaust að tala um svona lagað lengur. Ég sit við minn keip eins og vant er. Ég hef ráðið hérna á heimil- inu hingað til og geri það eins hér eftir. Og reyndu svo að hafa þig fram, áður en þú gerir mig vitlausan með bölv- uðu nauðinu í þér“. — Hún hlýddi eins og vant var. Hann varð einn inni í þögninni. — Það var eins og allt fólkið hefði yfirgefið heimilið — enginn heyrðist opna hurð né loka henni aftur, því síður að það heyrðist hljóð úr manns- barka. Hann var hissa á því, að móðir hans skyldi ekki koma inn til hans. Hann hik- aði við að fara fram. Það var náttúrlega allt annað en við- kunnanlegt að reka vinnu- fólkið í burtu. Hann hafði víst sofnað, því að það var orðið talsvert rokkið, þegar hann vaknaði við það að móð- ir hans kom inn og sagðist vera búin að leita svo lengi að kálfskömminni — hann hafði verið búinn að slíta tjóðurbandið og legið fram með á. |llllllllllll (lCELANDIC... p hagstæSustu kaup yðar til líSLANDS T „Gat nú enginn leitað að honum annar en þú? Ég gæti hugsað, að Sigríður hefði ver- ið færari til þess“. „Ég vissi ekki„ að ég þyrfti að leita svona lengi að hon- um, annars hefði ég sjálfsagt beðið hana þess, því að það má hún eiga að ekki er hún sporlöt, greyið“, sagði hún og settist niður til að blása mæð- inni. Þorgeir reis upp og rangl- aði út að glugganum og leit út. Þarna suður og upp á fell- inu báru tveir ríðandi við loft og stefndu austur selgötur. Hver þremillinn sjálfur! Það var þó líklega ekki--------- Hann opnaði húshurðina og hrópaði á Siggu. Hún kom hlaupandi framan göngin. - „Hvaða ferðafólk fer þarna austur selgöturnar?“ spurði hann höstugur. „Auðvitað er það sú, sem þú gafst fararleyfi, og fylgd- armaður með henni. Varla hefurðu þó ætlazt til, að hún færi gangandi alla leið austur að Heiðargörðum í nátt- myrkrinu. Mér fannst varla von að hún færi að biðja þig um hest, þú hefur ekki verið svo bóngóður við hana í þeim efnum í sumar. Það er Hjálm- ar, sem hefur þá ekki talið það eftir að lána henni hest“. „Þegiðu, blaðran þín, aldrei geturðu haldið þér saman“, sagði hann reiður. „Þú kallaðir á mig og spurðir mig“, sagði hún og hvarf fram aftur. Hann skálmaði á eftir henni og leit inn í búrið. Þar var enginn, enda sjálfsagt lið- ILÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL EVRÓPU ALLRA ÁÆTLUNARFLUGFÉLAGA | Nú er tækifærið að færa sér í nyt hin lágu Thrift Season h = fargjöld Loftleiða, sem gildir nú þegar. Sparið hvert sem þér = = farið . . . greiðið miklu minna en þotu Economy fargjöld = j§ til höfuðborga Skandinavíu og annara Evrópu landa. Tökum = H t.d. flugið fram og aftur milli New York og Islands; hjón geta = = SPARAÐ $130.80 framyfir þotu Economy fargjöldin. i§ Munið að fargjöld Loftleiða eru alltaf lægst á öllum árs- M = tímum . . . aðra leiðina eða fram og aftur. Fljúgið með nýjum = = rúmgóðum hraðfara Rolls-Royce 400 Jet Props og ábyggilegum = = langferða DC-6Bs. Ókeypis máltíðir, drykkir, snacks. Frekari = = upplýsingar fást á ferðaskrifstofum. I FRA NEW YORK TIL; ÍSLANDS - ENGLANDS - SKOT- 1 = LANDS - HOLLANDS - NOREGS - SVÍÞJÓÐAR - DAN- = | MERKUR - FINNLANDS - LUXEMBOURG. 1 Fljúgið með Loftleiðum—og sparið—til allra landa Evrópu §jj og lengra BRAUTRYÐJANDI lágra fargjalda til Evrópu ICELAND/CAIRLINES I nmmmm \ = 610 Fifth Avenue (Rockefeller Center) New York 20 - PL 7-8585 = NEW YORK - CHICAGO - SAN FRANCISCO Skrifið og spyrjið um bækling XI American Express Credit Cards viðurkennd Sllllllllllll lllllllllllll? ið að mjaltatíma. En fram í stofu heyrðist til einhvers, sem hafði þó lágt um sig. Þorgeir opnaði hurðina og leit inn. Það var kona hans, sem þarna var inni að búa um rúm einkasonar hans. Hún hrökk við og leit hræðslulega til dyra, því að hún vissi, hver þar myndi vera á ferð og þá mátti búast við enn nýrri dembu af aðfinnslum og ákúrum. Hún fann, að þetta ætlaði að gera út af við sitt veikbyggða hjarta. Hún slétt- aði og strauk sængurfötin með litlu, mjúku höndunum og beið þess, sem koma vildi. Þorgeir ræskti sig, áður en hann lét til sín heyra. „Þú lætur það viðgangast að Hjálmar þeysi með hana út í náttmyrkrið á meðan ég sef inni í rúmi“, byrjaði hann. „Hún vildi ekki bíða til morguns, aumingja stúlkan, og Hjálmar treysti sér að rata heim, þó að dimmt yrði í nótt“, svaraði hún og klapp- að koddanum vandlega. „Alltaf er skilningurinn þinn jafn, Gunnhildur“, sagði hann gremjulega. „Hélztu, að ég óttaðist um hann í heið- inni?“ „Ég er hrædd um, að þetta spyrjist ekki vel fyrir“, greip hún fram í fyrir honum. „Hvað skyldi mér koma það við, hvað kjaftakerlingar sveitarinnar þvaðra, enda er það víst ekki nauðsyn að koma því inn í hvers manns eyra. Það er víst hægt að láta það berast út, að hún hafi aldrei verið ráðin lengur. — Náttúrlega hefði mér aldrei dottið í hug að ýta við henni, ef ég hefði ekki séð, hvað vera hennar hér á heimilinu gat orðið hættuleg“. „Hún er ákaflega hlýleg og dagfarsprúð stúlka“, vogaði hún sér að segja, „og ég er viss um, að Hjálmari þykir vænt um hana. Það hefur aldrei þótt fallegt né lánlegt að aðskilja þá, sem fellt hafa hugi saman“. „Sei, sei, ætli þær gufi ekki upp svoleiðis grillur. Það hef- ur mér að minnsta kosti sýnzt. Þú veizt, hvað ég hef ætlað honum. Ég get ekki verið að tyggja það í þig enn einu sinni. Ef það gengur ekki fyrir sig, verð ég ekki vel hlýlegur í sambúðinni“. „Ég hef nú orðið þess vör í sumar, en það er varla von, að hann líti í þá átt, ef hann er farinn að elska aðra stúlku. Æskuástin verður ekki upp- rætt á svipstundu“, sagði hún og stundi mæðulega. „En sú skynsemi“, hnuss- aði í Þorgeiri. Rétt í þessu gekk Inga á Fellsenda fyrir stofugluggana. „Alltaf skán- ar það, er hún þá ekki á ferð- inni, þessi flækingur. Ég verð að fyrirbyggja, að hún finni stelpuna hana Siggu“, sagði Þorgeir og snaraðist fram í dyrnar, áður en gesturinn barði. „Sæll vertu“, sagði Inga kumpánlega. „Sæl“, var hans stutta svar. „Er Hjálmar heima?“ spurði hún. „Nei, það er hann nú ekki“. „Aldrei er hann heima, þeg- ar ég kem. Það er svei mér skipt um þann mann, sem aldrei fór út af heimilinu. Hann væri sjaldnar utan heimilis, ef ég væri hérna“, sagði hún hlæjandi. „Ég sem ætlaði einmitt að biðja hann stórrar bónar — næstum því að biðja hans“. „Nú, ekkert annað, þér væri svo sem trúandi til þess“, hnussaði í Þorgeiri. — „Þú verður víst að bíða með það til næsta sunnudags“. „Þá er nú gangnasunnudag- urinn. Það getur ekki beðið svo lengi. Ég ætlaðij nefnilega að biðja hann að lána mér hest í réttimar“. „Hest í réttirnar? Eruð þið orðin svona hrossalaus á Fellsenda, að þið þurfið að fá lánshesta?“ „Nei, það þarftu ekki að láta þér detta í hug, en mig langar svo mikið til að koma á bak þeim jarpa Hann var ekki frá því að lofa mér það“, sagði Inga og setti laglegan tilgerðarhnykk á höfuðið. Gunnhildur kom fram úr stofunni og heilsaði gestinum. „Þú ert heldur seint á ferð- inni. Hjálmar er nýlega rið- inn úr hlaði. Þú verður að koma einhvern tíma seinna, þegar bjartara er upp yfir“, sagði hún spaugandi. „Er þér verr við að ég finni hann í dimmunni?“ sagði Inga í sama tón. „Já, ég vildi það síður“. „Er ekki Ásta heima núna?“ spurði Inga. „Vonandi em þau þá ekki á útreiðar- ferð núna eins og seinast, þeg- ar ég kom?“ Nú byrjuðu kannske bölv- aðar forvitnisspurningarnar, hugsaði Þorgeir og beið þess að kona hans svaraði. „Ásta fór til berja í dag. Það gerðum við Guðbjörg líka. Ég býst við, að Ásta hafi ætlað fram að Borgum eftir berjatínsluna“, sagði hún. „Það er aldrei að hún hafi það frjálslegt hjá ykkur — að fara til berja og ríða á bæi“, sagði Inga. „Það er sunnudagur í dag eins og þér er sjálfsagt kunn- ugt um“, sagði Þorgeir og hugsaði með velþóknun til konu sinnar. Henni talaðist vel í þetta sinn, enda vissi hann það fyrir löngu, að hún var vel skynsöm. „Hvar em þá hinar vinnu- konurnar? Hefur ekki verið settur hestur undir þær til næstu bæja?“ spurði Inga háðslega. „Ég gæti hugsað að þær væm farnar að mjólka“, svar- aði Gunnhildur. „Það leynir sér ekki, hver er í eftirlætinu“, sagði Inga og kvaddi. Heni hafði ekki verið boðið inn í þetta sinn. „Já, það er nú meira eftir- lætið eða hitt þó heldur“, tautaði Gunnhildur og fór í búrið. Þegar þeir Alexander Rússakeisari og Napoleon voru í Tilsit, hittist einu sinni svo á, að þeir gengu fram hjá frönskum hermanni úr varð- liðinu. Þessi hermaður hafði stórt ör á andlitinu. Þá mælti Napóleon; „Hvernig lízt yðar hátign á þá menn, sem þola þvílík högg?“ Alexander svaraði: „Hvern- ig lízt yðar hátign, á þá menn, sem greiða slík högg?“ Napóleon þagði og vissi eigi hverju svara skyldi, en her- maðurinn, sem stóð grafkyrr eins og stytta, gall þá við og sagði með drynjandi raust: „Þeir eru dauðir!“ Sending Christmas gift parcels Ask your Postmaster for last mail dates please! CP150FL

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.