Lögberg-Heimskringla - 07.10.1965, Síða 8

Lögberg-Heimskringla - 07.10.1965, Síða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER Fréftir frá íslandi Úr borg og byggð Þrír íslendingar hafa verið útnefndir í Mariitoba til að sækja í Sambandskosningun- um, sem nú fara í hönd: séra Philip M. Pétursson í Winni- peg South Centre fyrir New Democratic Party (N.D.P.); Sigurd Sigurdson í Dauphin kjördæmi fyrir Liberal flokk- inn og Eric Stefánson sækir um endurkosningu í Selkirk kjördæmi af hálfu Conserva- tive flokksins. Ekki er hægt að segja að íslendingar séu einhuga í stjórnmálum. * * * Ingvar Gíslason, bróðir Mrs. P. M. Pétursson hefir dvalið hér í viku heimsókn ásamt konu sinni og fara þau heim til Montreal á morgun, en þar er Mr. Gíslason verk- fræðingur hjá Dometer Chemical Co. * * * A meeling of the Jon Sig- urdson Chapter, I.O.D.E. will be held at the home of Mrs. A. F. Wilson, 378 Maryland Street, Tuesday evening October 12th. * * * Kvenfélag Sambandssafn- aðar efnir til kaffisölu kl. 2—4.30, laugardaginn 16. okt. í neðri sal Únitarakrkjunnar á Sargent og Banning. Þar verður bazaar og kökur og brauð til sölu. Þar verður og raffl^að góðum munum. Allir velkomnir. * * * The Icelandic Club of Grealer Seaífle efnir til afmælisdansleiks í Norway Cenlre 300 3rd West á laugardagskveldið 9. okt. Sagnfræðingar telja að Leifur Eiríksson sé fæddur eitthvert árið milli 965 og 970, og Johnson forseti hefir lýst yfir að 9. okt. skuli vera dagur Leifs heppna. Icelandic Club í Seattle heldur þennan Leifs Eiríkssonar dansleik í sam- félagi við önnur norræn félög þar í borg. Allir boðnir og velkomnir. — Aðgöngumiðar fást við dyrnar. Veitingar á boðstólum. * * * Eldhælta Okkur yfirsást að draga athyggli borgarbúa að því, að þessi vika, sem nú er hér um bil liðin, er nefnd eldvarnar- vika, vegna þess að þá berja eldliðsmenn á dyr hjá borgar- búum og bjóða þeim þjónustu sína við að athuga hvort nokkuð sé að í húsum þeirra, sem geta orsakað eldhættu. Þeir hafa nú þegar heimsótt mörg heimili og hefir þeim væntanlega verið vel tekið. Þeir benda fólki á að geyma eldspítur þar sem börn geta ekki náð til þeirra. Ein aðal eldhættan stafar af sígarett- um; margt fólk hefir tínt lífi, þegar það hefir sofnað frá því að reykja sígarettu og hún svo kveikt í rúmötun- um, eða fóðruðum stólum og setubekkjum. Eldhætta getur og stafað af því að tengja of mörg Ijós og raftæki við víranna. Kvikn- að getur og í allskonar rusli — blaðarusli og öðru. Margt fleira mætti nefna, en eldliðsmennirnir munu útskýra þetta ítarlega. * * * John W. Krisljánson, bygg- ingameistari frá San Mateo, California, var á ferð í Winni- peg í fyrri viku ásamt konu sinni. Hann er ætaður frá N. D a k o t a , en átti 1 e n g i heima í Vatnabyggðunum í Saskatchewan. Þau, komu í bíl sínum og munu koma við á fornum slóðum og í Van- couver á leiðinni heim. * * * Mrs. O. J. Pederson A-68 N.E. Stanton St. Portland Oregon 97212, sendir vinum sínum fjær og nær kveðjur sínar. Skírnarnafn hennar er Birgitte og faðir hennar var Moritz Halldórsson, læknir í Norður Dakota. Hún minnist sérstaklega Thorlakson fjöl- skyldunnar, því hún var sóknarbam séra Steingríms Thorlakssonar, þegar hann var þjónandi prestur í Park River, N. D. * * * Hvar fást íslenzkar hljómplötur? Fyrir nokkru síðan var endurbirt í Lögbergi-Heims- kringlu frétt úr blaði frá Islandi þess efnis að komnar væru út nýjar hljómplötur meðal annars, með söngvum eftir Maríu Markan, Magnús Jónsson og fl. Ekki var getið um hvar þær væru fáanlegar í Reykjavík, en mig minnti að þar væri hljóðfæra- og hljóm- plötuverzlun, sem héti Fálk- inn, og gaf því ýmsum það nafn, en Fálkinn mun vera harðvöruverzlun. Þeir sem óska eftir upplýs- ingum um hljómplötur skrifi til: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, sf, Vesturveri, Reykjavík Iceland. * * * Courses for Aduits are offered at Y.M.C.A., 301 Vaughan St. Phone WH. 2-8157 for information. One of the courses is on Manitoba Authors, including: Philip Grove, Gabrielle Roy, Vil- hjálmur Stefansson, Watson Kirkconnell, Nellie McClung, Margaret Laurence. — Co- Ordinator — Mr. W. Kristján- son. * * * í síðasla blaði var þess get- ið að Mrs. Guðrún Parker frá Ottawa hefði verið stödd í Winnipeg ásamt dætrum sín- um. Hún flutti frá Ottawa fyrir löngu síðan og á nú heima í Montreal. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimilí 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45. f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e.h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Dánarfregn Thorsíeinn Jens Pálsson, lézt af hjartabilun að heimili sínu í Steveston, B.C. 30. sept. 1965. Hann var fæddur í Mikley, (Hecla) Man. 7. nóv. 1895; foreldrar hans voru Páll Jakobsson og Sigríður Jens- dóttir, landnámshjón á Stein- nesi í Mikley, ættuð frá ísa- fjarðarsýslu. — Thorsteinn kvæntist 8. apríl 1934, Sigur- veigu Ingibjörgu, dóttur Boga Sigurgeirssonar og Kristínar konu hans í Mikley, og lifir hún mann sinn. — Thorsteinn stundaði fiskiveiðar á Winni- pegvatni í fjöldamörg ár, jafnframt búskap. Árið 1946 fluttu þau hjónin vestur að Kyrrahafsströnd og settust að í Steveston, B.C. og áttu þar heima síðan. Thorsteinn var maður vinnugefinn og ágætis smið- ur. Hann vann hjá British Columbia Fish Packers öll árin þar vestra, þar til hann lét af starfi fyrir nokkrum mánuðum sökum vanheilsu og naut hann þar trausts og vinsælda, en jafnframt því starfi vann hann í hjáverkum við bátasmíði og byggði sjálf- ur íbúðarhús fyrir sig og konu sína, seldi það og reisti annað íbúðarhús, bæði vönd- uð og með nýtísku sniði. — Hann smíðaði og húsgögn, öll listilega gerð. Thorsteinn var bókelskur og hafði sér- staka unun af íslenzkum Ijóðum. Hann var vinur vina sinna; hans mun saknað —. Útför hans var gerð frá Richmond útfararstofunni á mánudaginn. Viðtal við H. K. Laxness í „Informaiion" Norskur blaðamaður, John Bech Karlsen, hefur nýlega átt viðtal við Halldór Kiljan Laxness, og spurt hann ýmissa nærgöngulla spurn- inga. Viðtalið hefur nú birzt í „Information“, og kemur þar fram, að skáldið er mjög óánægt með heimsóknir ferðamanna að húsi sínu við Gljúfrastein. „Fólk streymir þangað, að- eins til að glápa á mig, eins og ég sé eitthvert furðudýr“, segir Laxness. „Það á ekkert erindi við mig, en telur mig greinilega eitt af því, sem sýna verður hverjum ferða- manni. Oft gefst ég upp. Ég veit ekki, hvernig ég á að fá vinnufrið. Um þessar mundir vinn ég að mörgu, m.a. um tólf blaða greinum, en ein þeirra á að fjalla um ábyrgð skáldsins í nútíma þjóðfélagi“. Karlsen segir frá því í við- talinu, að af þessum sökum hafi hann orðið að hitta Lax- nes að máli að heimili hans í Reykjavík. 1 viðtalinu er vikið að þeirri fregn, sem birtist fyrir skemmstu í dönsku kommún- istablaði, að unnið sé að því að fá Laxness til þess að vera í framboði við næstu forseta- kosningar. Sagði blaðið, að Laxness væri líklegur til þess að vinna gegn bandarískum áhrifum á íslandi. Laxness hefur, eins og kunnugt er, borið þessa fregn til baka. Ein spurning Karlsens er á þessa leið: „Þér voruð þó eitt sinn helzta stolt kommúnista? „Það er löng, og á margan hátt sorgleg saga“, svarar Laxness, „sem margir af menntamönnum Vesturlanda geta sagt“. Skáldið viðurkennir að hann hafi haft á röngu að standa. „Mér, og öðrum Vesturev- rópumönnum fannst, að sí- felld skrautmálun á eymd og vesaldómi, ætti siðferðilegan rétt á sér sem baráttutæki á tíma Stalíns. Við vorum hræddir um, að það myndi vinna gegn málstað sósíalism- ans, ef fólk fengi vitneskju um allan þennan hamingju- skort. Þess vegna sögðum við við sjálfa okkur, að ef til vill myndi sjúklingurinn læknast. Ég trúði á þeim tíma, tíman- um, þegar réttarhöldin stóðu í Moskvu, að jafnvel einræði gæti leitt til einhvers góðs, ef fylgt væri góðri stefnu. Af- sökunin mín og annarra er sú, að við létum leiða okkur til þess að trúa á innfædda talsmenn. Nú veit ég, að ekk- ert er að marka orð þeirra“. í viðtalinu segir Laxness m.a., að það hafi verið frelsis öflunum í Sovétríkjunum mikill styrkur, er Boris Past- ernak voru veitt Nóbelsverð- launin. „Ég var í Moskvu í sumar“, segir skáldið, „og hitti marga vini, bæði af eldri og yngri kynslóðinni. Er unga fólkið ræðir um afturhaldssinna, á það við þá, sem -enn þá bera merki stefnu Stalín. Það er óneitanlega mjög skemmti- legt ástand. Við skulum þó hafa í huga, að Rússland er mjög stórt dýr, sem hreyfir sig hægt. Við verðum að vera þolinmóð“. Mbl. 26. ág. Civil Defence says: In the initial stages of an emergency you may be on your own for a while. Can you sustain yourself and your family for at least forty-eight hours? Meiro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12. — 888-2351. Þú berst í bökkum. * * * Því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft. GOING TO ICELAND? Or perhaps you wish to visit other countries or places here, in Europe or elswhere? Where- ever you wish to travel, by plane, ship or train, let the Triple-A-Service with 40 years travel experience make the arrangements. Passports and other travel documents secured without extra cost. Write, call or telephone to- day without any obligations to: ARTHUR A. ANDERSON TRAVEL SERVICE 133 Claremont Ave., Winnipeg 6, Man. Tel.: GLobe 2-5446 DISTRIBUTOR WANTED No Competition. To service and set up new accounts in exclusive territory. Investment secured by fast moving in- ventory of amazing plastic coating used on all types of surfaces interior or exterior. Eliminates waxing when ap- plied to any type of floor. Eliminates all painting when applied to wood, metal or concrete surfaces. Minimum Investment-$500 Maximum Investment-$12,000 For details write or call: Phone: 314 AX-1-1500 PENGUIN PLASTICS CORP. 3411 North Lindbergh Blvd. St. Ann, Missouri 6-63074. BETEL HOME FOUNDATION Stjómamefnd Betels fagnar því, að geta nú tekið á móti umsóknum frá öldruðu fólki, er óskar inngöngu í nýja heimilið, sem nú er verið að reisa í Selkirk, Manitoba, Þetta nýja fullkomna heimili mun verða reiðubúið að taka á móti 62 manns þann 1. apríl 1966 eða um það leiti. Þeir sem óska inngöngu sendi skriflegar umsóknir til: J. V. Jónasson, ritara, 133 Kitson St., Winnipeg 6, Man.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.