Lögberg-Heimskringla - 25.01.1980, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 25.01.1980, Blaðsíða 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 25. janúar, 1980 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ HALLDÓR LAXNESS BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL 1957 1 X ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ : : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦»«♦♦♦♦«* Hvað hefur komið fyrir? sagði ég. Ekki neitt, sagði hann. Það er gamla æfintýrið, þú ætlað- ir að ná valdi á heiminum og fórst í læríng til töframanns. Hann hefur kent þér tvær, þrjár þulur. Einn morgun biður hann þig að sækja vatn og fylla dyratunnuna meðan hann sé úti að biðjast beinínga. Það er löðurmannlegt starf að sækja vatn og þu kýst heldur að fara með þulu. Þú hefur yfir Þulu Eitt, og fatan fer sjálfkrafa á stað útí brunn. En þeg- ar þú sérð að hún ætlar að halda áfram að sækja meira vatn eftir að tunnan er full, þá ferðu með þulu númer tvö til að stöðva hana; en það verður til þess eins að fatan hrað- ar sér enn meira og fyllir húsið. I skelfíngu þinni ferðu með þriðju þulu, og þá fyrst tekur nú steininn úr. Bráðum sökk- ur landið. Og áfram heldur fatan. En hvað er orðið af töframanninum sjá'fum? spurði ég. Hann situr hokinn á tröppum einhversstaðar niðrí bæ og réttir út höndina og vindurinn næðir gegnum rifurnar á görmunum hans. Töframaðurinn er nefnilega sá sem lætur vinnfnginn kjuran. ÞRÍTUGASTl OG FlMTl KAPÍTUU Slaufan. Seinnipartinn, daginn sem hann kom heim, segir hann svo við mig: Farðu heim og skveraðu þig af, því ég ætla að fara me9 þig í veislu á hótel de la Gvendur í kvöld. Það var flángt verslunarhús fornt; gamlir menn kendu það oft við kaupmann með gyðínglegu ættarnafni sem híng- að kom úr Slésvík eða Holsetalandi á lyrri öldinni. Búðin var í þremur deildumj fyrsta deild: matur, sem þá var fárið að kalla nýlenduvöru eftir þefmiklum efnum úr fjar- lægum heimsálfum/ svo sem pipar, kanel og negulnögl- um; þar næst álnavörubúð eða krambúð, þar stóð orðið „Gudmundsensbúð“ málað með svörtu á fúaspýtu yfir dyr- unum; og loks var Snafsinn, svo kallaður með lágþýsku orði sem danir höfðu komið inn hér á landi, það er að segja brennivínið. Matur og snafs höfðu áður verið saman í deild, uns mönnum jókust svo auraráð af auknum fiskidrætti að áflogagikkir og sýngjandi drykkjumenn settust að í búðar- dyrunum og vörnuðu matkaupandi kvenmönnum inngaungu; þá var brennivínið flutt í hinn endann til að kaupa matnum frið. Kaupmannsíbúðin var uppá lofti, fjórar eða fimin stáss- stofur hver innaraf annarri þeim megin í húsinu sem vissi að strætinu. En gólfið var ekki hljóðheldara en svo að háreysti og saungur þeirra niðri barst í gegn. Eftir venju í þessum gömlu kaupmannshúsum var heldur Iágt undir loft í stofunum. í hvítmáluðum gluggakistum stóðu leirpottar með illgresi úr hitabeltinu svosem pelargóníu og fúxíu; leirpottarnir stóðu oní fægðum koparkötlum, og VaT um katlana hnýtt grænum borðum í þesskonar lykkju sem á lágþýsku heitir slaufa. í þessu húsi var semsé bundin slaufa á alla skapaða hluti. Gluggatjöldin voru bundin upp í tröllslega slaufu að ofan °g haldið saman með smáum silkislaufum að neðan. Á ská yfir bakið á sófanum var bundið breiðum silkiborða með slaufu á stærð við nautskrof, og það mátti vara sig á að halla sér aftur, því þá stóð þessi gífurlegi slaufuhnútur útí bakið á manni. Postulínshundarnir höfðu slaufu. Það var slaufa á brauðbakkanum og á kolakörfunni. Á búri kanarí- fuglanna var blá silkislaufa. Kötturinn kom inn með stýrið uppí loftið og steig varkárlega í fæturna einsog logandi blettir leyndust í gólfinu, líklegir til að brenna hann í gáng- þófana; einnig kisa var með bláa slaufu um hálsinn, vand- lega bundna: í þessu húsi bar kötturinn sama einkennisbún- íng og kanarífuglinn. Svona slaufur voru víst siður hjá grónu fólki hvar sem var í danska konúngsríkinu um þær mundir, hvaðan sem þær kunna að vera runnar í upphafi. Nú var ég sumsé búinn að reka augun í allar slaufur húss- ins; en hvað var fleira? Ég held að það sem þessu næst vakti athygli mína hafi verið roskna fólkið í þessu skylduliði, einkum hinar öldruðu konur, sumar forgamlar. í þeim var lifandi komið það sam- krull stórbænda og smákaupmanna sem mun hafa verið að- al heldra fólks í tilvonandi höfuðstað landsins á minni æsku- tíð. Utlendíngar hafa nú fyrir skemstu skrifað í blöðin að þessi sami höfuðstaður sé bærinn þar sem stórkaupmenn eru með smákaupmannasmekk; eftilvill hefði verið ekki fjarri lagi að segja að á minni uppvaxtartíð háfi stórbændum þótt fallegt það sem smákaupmönnum er vant að líka, og smá- kaupmönnum það sem stórbændum líkar. Það var’eitt fyrir sig merkilegt að þessar rammíslensku konur, uppáfærðar í peysuföt, höfðu ákaflega dönskuskotið túngutak, og mér heyrðust sumar blátt áfram ræðast við á þessari lágþýsku kaupmannamállýsku sem er ólíkari íslensku en aðrar túngur sem vér þekkjum. Og þegar þær töluðu íslensku skrolluðu þser alt hvað þær máttu einsog gert er í Norðurþýskalandi Og Danmörku, skrolluðu af tilfinníngu og mér Iiggur við að segja nautn; eftilvill liggur eðlismunur á íslenskri menníngu nú og þá ekki hvað síst í því að venjist úngt nútímafólk á kokerr af slysni, leitar það læknis til að fá errið flutt frammá túngubroddinn. Hinsvegar var ekkert í fari þessara rosknu hefðarkvenda sem bæri vott um danska mildi, léttleik eða gamansemi. Frúr þessar og bændur þeirra, bókarar, embættismcnn eða aðrir yfirkontóristar, menn sem eru með öllu máðir úr minni mínu, þetta fólk heyrði til kvenleggs ýngra Gúðmúnsens. en úr karlsift var ekki annar nær en faðir hans hann Jón gamli Guðmundsson sjálfur, stofnandi Búðarinnar. Hann var nú reyndar bráðum hættur að bleyta smjörið, hnýttur, bog- inn og skininn, og gekk við staf í húsum inni; andlitinu á honum var helst að líkja við myndanir í fjallsufsum; kanski væri næst sanni að líkja svona körlum við hrikaleg skÚT- goð, enda hefst oft á þeim átrúnaður; spillir þá ekki ef þeir eiga skipastól meiri en aðrir menn. Ég hef þó aungva ástæðu til þess að efast um að Jón gamli Guðmundsson hafi verið eins stórgáfaður og hann var talinn; að minstakosti hefur hann eflaust verið gáfaður á þann hátt sem brennivínskaup- menn eru ævinlega í samanburði við kaupunauta sína. Hann var æskaður af Miðnesi, einu snauðasta sjóplássi á Suðurnesjum. Á hans dögum átti bersnauður maður í ver- stöð á íslandi ekki annars úrkosti, ef hann vildi verða rí.kur, en draga við sig í mat uns hélt við sveltu fullkominni, og verja því sem sparaðist til að kaupa brennivín og selja fé- lögum sínum í landlegum við þúsundi fyrir hundraðið. Yfir dyrum miðbúðarinnar í þessu forna danska verslunarhúsi hékk einsog fyr var ritað lítil fúin fjöl enn í dag, hin sama sem Jón karlinn Guðmundsson hafði látið gera yfir dyrum á torfkofa í verstöð suðurmeð sjó, þegar hófst sá kapítuli í verslunarsögu hans sem næst kemur á eftir því að skeinkja lagsmönnum sínum brennivín uppúr skrínu: það vottaði stórhug hans að-hann skyldi fyrir öndverðu mála orðið ,,Gud- mundsensbúð“ fyrir ofan dyrnar hjá sér. Þó hafði gúðmún- sensnafnið aldrei orðið fast við hann sjálfan. Hvur er nú þessi únglíngsskjáta, sagði kallinn við sonar- dóttur sína og rak í mig stafinn sinn þegar hann hafði hreytt einhverjum hálfkæríngi í kveðjustað í foinan innanbúðar- mann sinn Garðar Hólm. Afi minn, það er hann Alfgrímur stúdent, sagði lilla fröken Gúðmúnsen; hún var með rauða díla ofaná háls og svitadögg á nefbroddinum og ekki laus við að súpa hveljur. Asgrímur? sagði kallinn. Hvaða fólk er það? Það er uppeldissonur hans Björns í Brekkukoti. GUDMUNDUR WILFRED FINNSSON On December 16,1979 at the Grace Hospital, Mr. Gudmun- dur Wilfred Finnsson, aged 81 years, beloved husband of Clara of 811 School Road, for- merly of Beverley Street, Winnipeg. Mr. Finnsson was born May 4,1898 in Selkirk, Man., where he spent his early years. He was an ardent outdoorsman, and excellent marksman; he had been a charter member of the Winnipeg Rifle Club. He represented Manitoba in the 1967 Winter Games. Besides his wife Clara, he leaves to moum his passing; three grandchildren, Bever- ley Afifi, Allyson Smart, and Robert Brown; his son-in-law, James Brown of Winnipeg; two great-grandsons, Jamie and Tarek Afifi; sister-in-law and brother-in-law, June and Fred Corrigal; brothers-in- law and sisters-in-law, John and Edith Ingimundson, Alex and Phyllis Ingimundson, and Frank and Gwen Ingimund- son; sisters-in-law, Runa In- gimundson, Bina Ingimund- s‘on, and Eunice Ingimundson; and many nieces and nephews. If friends so desire, dona- tions may be made to the Canadian Cancer Society, Manitoba Division, 202-960 Portage Ave., Winnipeg in lieu of flowers. Bardal Funeral Home in care of arrangements, 774- 7474. JOHN THORKELSON On January 12, 1980, at the Betel Home, Selkirk, John Thorkelson, aged 85 years. Mr. Thorkelson was bom in Olafsvik, Iceland and farmed at Hayland, Manitoba for many years. He served dur- ing the First World War in the Canadian Army. He is survived by ‘a sister Mrs. Laura Anderson, and many nephews and nieces. Mr. Thorkelson was prede- ceased by a sister, Bjomdis Solvason; and a brother Lud- vig Sigurdson. Funeral services will be held 11:00 a.m. Wednesday, January 16, at the Bardal Funeral Home, Sherbrook at WiIIiam. Dr. P. M. Petursson will officiate. Interment in Brooksíde Cemetery. Friends may call at the Bardal Chap- el, 7:00 to 9:00 p.m., Tuesday evening. Parking at the rear. Bardal Funerai Home in care of arrangements, 774- 7474. GLADYS HORVATH On Thursday, January 10, 1980 at the Hunter Memorial Hospital. Teulon, Manitoba, Mrs. Gladys Horvath, aged 56 years, dearly beloved wife of Louis Horvath of Hnausa, Manitoba. Gladys who had lived in the Hnausa district all her life, was predeceased by her parents Mr. and Mrs. Sigur- geir Stefanson; her brother John; and her first husband Chris O’NeilI; and leaves to moum her passing besides her husband, two sons Leslie O’NeiIl and wife Sharon of Selkirk, Clifford O’Neill and wife Jackie in Alberta; her brother Stefan Stefanson of Hnausa; and four grandchil- dren. The Gilbart Funeral Home, Selkirk, in care of arrange- ments. In lieu of flowers friends wishing may contribute in her memory to the Memorial Fund of the Riverton-Hnausa Church.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.