Alþýðublaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 2
j Bttstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ■tjórnar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Eímar: 14 900 — 14 90* — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- *úsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra kvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. VIÐSKIPTABANDALÖGIN í EIGA íslendingar að taka þátt í því viðskipta samstarfi sem nú er í mótun í VestuHEvrópu eða - .eiga þeir að standa utan hjá. Þetta er spurning sem íslendingar verða að svara áður en langt um líður. ; .Þróun markaðsmálanna í Evrópu hefur verið ör ; undanfarið. 2 viðskiptabandalög hafa verið mynd uð og ýmislegt bendir til þess nú, að í náinni fram ííð muni þau renna saman í eitt stórt viðskipta bandalag Vestur-Evrópu. Verði þróunin sú munu íslendinigar ekki geta staðið utan vilð, heldur verða þeir þá að gerast þar aðilar og þátttakendur í því mikla viðskiptasamstarfi, sem þá mun hefj ' ast í Vestur-Evrópu. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra ræddi fiessi mál á fundi í Verzlunarráði íslands í gær. Niíðurlagsorð ræðu hans voru þessi: „Renni Vestur Evrópa saman í eina viðskiptaheild, getum við ekki staðið utan þeirrar heildar, þótt við verðum jaífnframt að kappkosta að haldá þeim mörkuðum, sem við höfum nú annars staðar og eru okkur hag stæðir. Ef viðskiptatengsl okkar rofna við þau híki), sem ætíð hafa verið aðalviðskiptalönd okk ar og þar sem eru miklir framtíðarmarkaðir fyr ir afurðir okkar, hlyti það að hafa örlagaríkar af 1 leiðingar fyrir efnahag okkar ag lífskjör. í kjölfar viðskiptaeinangrunar mundi sigla einangrun á öðrum sviðum. En sú eilnangrun mundi einmitt sérstaklega varhugaverð vegna þess, að í hlut eiga þjóðir, sem eru okkur skyldastar að menningu og stjórnarháttum. Til slíks má ekki koma. Við hljót J rum að ætlast til þess af þjóðum Vestur-Evrópu, að þær skilji sérstök vandamál okkar og annarra smáríkja og auðveldi okkur aðild að viðskiptasam 1 starfisínu. Jafnframt hljótum við að gera þá kröfu íil sjálfra okkar að við skiljum mikilvægi þess að ! slitna ekki úr tengslum við þá þróun, sem nú á sér stað í Vestur-Evrópu og höfum djörfung og ! þrek til þess að stjórna málum okkar þannig, að aðild okkar að viðskilptasamstarfi Vestur-Evrópu 1 verði möguleg“. Segja má, að í þessum orðum viðskiptamálaráð herra felist kjarni málsins. íslendingar geta ekki menningar sinnar vegna rofið tengslin við Vestur Evrópu ríkin. Enda þótt víð eigum nú góð við skipti við Austur-Evrópu getum við ekki keypt þau viðskipti það dýru verði, að við slítum alger iega öll tengsl okkar við Vestur-Evrópu. en á því Væri mikil hæ-tta ef við stæðum utan við nýja viðskiptaheild Vestur-Evrópu. Enginn vafi er heldur á því, að er fram í sækir mundum við Íslendiíngar eins og aðrar Vestur-Evrópuþjóðir njóta góðs af hagræði þess viðskiptasamstarfs sem komið yrði á fót ef samkomulag næðist um samruna viðskiptabandalaganna beggja. í dag er STEYPUSTÖÐIN eini steypuframleið- andinn, sem viðhefur kerfisbundið eftirlit með framleiðslu sinni. Hjó STEYPUSTÖÐINNI fóið þér: VARANLEGA OG STERKA STEYPU FLJÓTA AFGREIÐSLU LÆGST VERÐ Á STEYPU OG SEMENTl HANNES Á HORNINU Svívirðileg framkoma gagnvart flóttamönn um hér. Íf Sögur um þá hafa bor izt frá Vestmannaeyj um. •fe Hér er önnur og ólík saga og um annað fólk. Ít Njóta flóttamenn, sem hoðnir hafa verið hing að, ekki almennra mannréttinda? MÉR BARST BRÉF fyrir nokkrum dögum, sem ég tel mér skylt að birta. Bréfið segir Ijóta sögu, sem nauðsynlegt er !að komi fyrir almenningssjón ir, ekki aðeins vegna þess sér staka máls, sem bréfið fjallar um, heldur einnig vegna þess, að gott er og sjálfsagt að menn fái að vita það, að fylgzt er með framkomu einstaklinga gagnvar.t fólki, sem á einn eða annan hátt stendur höllum fæti. Höfundur bréfsins lieitir Evind ur G. Friðgeirsson — og fer bréf hans orðrétt hér á eftir: „UNDANFARANDI ÁR hafa við og við borizt í dagblöðum Reykjavíkur fréttir frá Vest mannaeyjum um samskipti Ung verja búsetta þar og íslendinga, en ekki allar á betri veg Rétt fyrir áramót 1956 og 1957 komu hingað til lands í boði Rauða kross íslands rúmlega 50 ung yerskir flóttamenn. Þeim var komið fyrir á nokkrum stöðum á landinu, aðallega þó í Reykja vík. Ein fjölskylda hafnaði hjá útgerðarmanni, hóteleiganda og kaupmanna í Vestmannaeyjum, í vetur var sá sem sendir þesa ar línur, 2 mánuði í Vestmanna eyjum við fiskverkun hjá Fisk iðjunni og kynntist þeim nokls uð en þó aðallega eftir að hann kom aftur til Reykjavíkur. FYRST EFTIR að Ungverjara ir komu til Eyja bjuggu þeir að Hásteinsvegi 7, en unnu flestir á hótelinu. Fæði og húsnæði fengu þeir fyrir störfin en eng ar fégreiðslur. Hins vegar máttu þeir taka vörur út í reikning I verzlun. Brátt urðu þeir varir við að meira var skrifað en út var tekið. Þeim þótti því væa legra að borga vörurnar þótt fð litlir væru, frekar en að gefa kost á að falsa úttektina. Þann ig gekk þetta í lVz ár. Stuttu eftir að Ddela sonur fjölskyldu föðursins, sem heitir Laszlo Horvath fór að vinna í Vinnu stöðunni kom hann eitt sinn með vikulaunin til pabba síns og seg ir: „Sjáðu pabbi, ég fæ mikiS Framhald á 10. 2 12. júlí 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.