Alþýðublaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.07.1961, Blaðsíða 9
Ritstjóri: ö r n EiSsso Dundee - SV 3:1 SKOZKA liðið Dundee lék liriðja og síðasta leik sinn í gærkveldi. Var það við úrval Suðvesturlands. Mikill mann- fjöldi horfði á Ieikinn og var vitni að sigri Skotanna, seni skoruðu þrjú mörk gegn einu. í leikliléi var staðan 2:1 fyrir Skotana. Leikurinn var allharður á köflum og var einum skozka leikmannanna, v. bakverðin- um, vísað af vellinum, í síðari hálfleik. Eftir það léku Skot- arnir 10, þar sem varamenn eru ekki teknir inn f slíku til- felli. Skotarnir skoruðu fyrst, eða á 16. mínútu. Var það v. inn- herjinn, sem skoraði með skalla úr sendingu frá v. útherja. Tíu mínútum síðar jafnar úrvalið. Þórður Jónsson skoraði með góðu skoti úr óvaldaðri stöðu, eftir sendingu frá Helga Jóns- syni. Nokkrum mínútum síðar tókst Skotunum að ná frum- kvæðinu aftur. Er Rúnari brást bogalistin í viðureign sinni við mðherjann, sem sótti fast á. Komust skozku sóknarmenn- irnir alveg inn að markinu, og skutu á það af um tveggja metra færi, sem Heimi tókst þó að bjarga, en missti knöttinn frá sér, aftur var skotið að markinu en þá gat Hreiðar kom ið í veg fyrir að knötturinn lenti í netinu, hinsvegar hrökk knötturinn til v. útherjans, sem loks poaði honum inn. — Var mikil þröng við markið meðan á þessu stóð, og möguleikar litlir til að hreinsa frá svo að úyggði. Á 20. mínútu síðari rálfleiks bættu svo Skotarnir þriðja markiu við, sem kom fyrir mis skilning miðvarðarins, sem þá var Hörður Felxsson, en hann kom inn fyrir Rúr.ar, sem meiddist er þriðjungur var af hálfleiknum. Fyrri hálfltikorinn var skemmtilegri hlnti leiksins og betur leikinn af, báðum. ís- lenzka liðið sýndi oft allgóð til- þrf og átti marktækfæri, auk þessa, sem skorað var úr, þó að þau nýttust ekki. Leikur Skotanna var nú mun harðari en áður, enda mætlu þeir nú meiri mótspyrnu.Beittu þeir ýmiskonar brögðum og voru ósparir á það. Nokkuð dróg þó úr því eftir að dómar- inn, sem var Þorlákur Þórðar- son vék einum leikmanna þeirra af vellinum. Aðspurður kvaðsl dómarinn hafa gefið leikmanni þessum sérstakar gætur í leiknum, og hefði hann oft verið mjög ólöglegur, hann aðvaraði hann og hefði hann þð sent sér tóninn, og hafði hann. á engar frekari vöflur á og vísaði honum út af. þráaðist Skotinn við að fara en yfirgaf þó völlinn. í liði Suðvesturlands var vörnin betri hlutinn, Heimir átti sérlega góðan leik í mark- inu, og er nú tvímælalaust beztur markvörður okkar, báð ir bakverðirnir sýndu mikinn dugnað, þeir Hreiðar og Árni. Rúnar hefur átt betri leik en að þessu sinni, hinsvegar barðist hann oft með góðum árangri meðan hans naut við, en hann varð að fara i'it af vegna meiðsla í byrjun síðari hálfleiks. Framverðirnir dugðu ekki nógu vel einkum er frammí sótti, og framlínan í heild náði ekki nógu vel saman. Minna bar nú á Þórólfi en oft áður. Skozka liðið lék af miklum Frá leik S|||g Úrvalsins og Dundee á Laugardalsvellin um í gærkveldi.. Á mynd inni tii hægri sést Skotinn sem Þorlákur dómari vísaði út af vellinum. Á myndinni til vinstri eru þeir Gunnar Felixson og miðvörðurinn Ure í harðri viðureign. hraða og nákvæmni og sýndi 1 mikla leikni með knöttin. — Enginn okkar manna hafði við | þeim á sprettium að undan- skildum Árna Njálssyni. EB Isfirðingar vinna tvo leiki hér ÍSFIRÐINGAR (léku hér um síðustu helgi tvo leiki í II. deild og höfðu ýfirburðasigur í báðum. FYRRI ieikurinn, sem fram fór á laugardaginn var við Víking, honum lauk með því að ísfirðingar skoruðu tvö mörk gegn engu, bæði get:ð í fyrri hálífleik. Það fyrra gerði Björn Helgason, sem beztur var í liði Isfirðinganna, en það síðara ungur og efnifegur piltur, Halldór Sigurgeirsson, sem lék miðiherja. Víkingsliðið er allt sund- urlaust o g átakalítið, það átti heldur fárra kosta völ. Tckst eiginlega aldrei að skapa sér neina aðstöðu, sem að gagmi mætti koma til að skora úr. SEINNI feikur ísfirðing- anna, sem fram fór á sunnu daginn var við Breiðablik í Kópavogi. Var sá leikur ólíkt tilþri’fameiri af hálfu þeirra Breiðabliksmanna ein Vdking- »nna daginn áður. Veittu þeir Isfirðingum íharða mót- spyrnu, sérstaklega fyrri hálf- leikinn og hafa sennWega með því ofreynt sig. En fyrri hálfleiknum lauk án þess að mark yrði skorað. í þessum hálfleik fengu Breiðblikingar vítaspyrnu á IBI, en Jóm Ingi Ragnarsson v. framvörður og fyrirliði liðsins brenndi henni iililega af. Skaut örugglega Á 40. mín. mun- aði mjóu að Breiðablik tækist að skora, Hörkuskot þrumaði að marki ísf.rðinga frá öðrum útherjanum. Marfcvörðurinn út úr spilinu, en á síðasta augnabliki tókst öðrum bak- verðiinum að bjarga á línunni. iSeinni háilfleikurlnn byrj- aði vel hjá Bneiðabilliki. Á 5. mín. sfcorar Árni Kristmunds son v. útherjnn mjög laglega. Við markið hljóp Breiðabliki au'kið kaþp í kinn, en það stóð þó ekki leingi, og er ís- firðingar jafna 10 miín. síðar dró niður í þe'm. Það var Björn Helgason, sem jafnaði með sérlega laglegum skalla. Og nú lók að halla fyrir al- vöru á Kópavog, því að öðr- um tíu mínútum liðnum skall ar Bijörn aftur í markið og um 7 mín. þar á eftir bætir Erling Sigurlaugsson v. innh. þrið.ia mark'nu við fyrir ísa- fjörð og aðeins tveim mín. seinna „hjólar“ Björn í gegn um vörn mótherjanna og legg ur boltanm' inn eftir að hafa einnig leikið á markvörðinn. Franihald á 10. síðu. UREYRI FRAM 2:1 Frá Akureyri. * FYRSTI leikur Akureyringa á heimavelli fór fram sunnud.. 9. júlí og lauk með sigri Akur eyringa eftir jfjörugan og skemmtilegan le'ik, í góðu veðri. FYRRI HÁLFLEIKUR. Frammarar kjósa að leika und an golunni, en örlítil norðan gola var á. Þeir ná strax sókn sem lítið verður úr. 2. mín Ak ureyringar ná sókn. Kári brýzt í gegn en Geir markmaður hirð ir knöttinn af tánum á Kára. 5. mín Guðjón fær knöttinn út til vinstri, leikur á varnar mann upp að endam. gefur fyrir en illa og knötturinn hafnar útfyrir endam hægra megin. 8 mín. Framarar fá sitt fyrsta marktækifæri er Grétar á gott skot að markið, knöttur- inn hrekkur í varnarl. en Einar nær að bjarga. lS.mín. Fyrsta hornspyrnan í leiknum sem er á Akureyr inga en ekkert verður út, 19. mín. Framarar gera sitt fyrsta og eina mark í leiknum. Dagbjartur gefur út til vinstri til Guðjóns sem leikur upp kantinn, hann leikur á Birgi hægri bakv., rekur knöttinn inn í vítateginn, skýtur jarðar knetti að marki ,knötturinn lend jir innanverðu í stöng hægra megin og í netið Fallega gert hjá Guðjóni og 1:0 fyrir Fram. 23. mín. Birgir yfirgefur völl inn vegna smá meiðsla og Sig uróli kemur inn í hans stað. 24 mín. Akureyringar gðra upphlaup, Skúli fær knöttinn gefur til Jakobs sem á gott skot að marki en rétt framhjá. Næstu min, færist deyfð í leik- inn, mikið er leikið á miðju vallarins og hvorugt liðið fær verulegt tækifæri. 39. mín Kári fær knöttinn. og gefur yfir á hægri kant til Páls sem lyftir knettinum vcl fyrir. Jakob nær að skjóta, en úr verður horn. Páll tekur horn spyrnu vel fyrir, Jakob skallar til Steingríms, sem spyrnir a3 marki en yfir. 40 mín. Fram er í sókn. Grétar spyrnir að marki en Ein ar ver í horn sem ekkert verð ur úr. 41. mín. Horn á Fram frá vinstri. Upp úr því á Magnús gott skot að marki en rétt fram hjá. Rétt fyrir lok hálfleiks íá Framarar tvívegis horn á Akí, sem ekki nýtast og Guðjón á gott skot úr þröngri stöðu en framhjá. SEINNI HÁLFLEIKUR. Akureyringar ætla auðsjáan lega að reyna að jafna metin og ná látlausri sókn fyrstu mín. leiksins og á 4. mín á Skúli skot að marki og Geir ver naum ilega. 6. mín, aukaspyrna rétt hjá vítapunkti Fram — en þeir bjarga. Næstu mín. er lítið um tæki færi og er leikurinn nokkuð jafn. Framhald á 11. síSu. MMMWMMMmmttMUMIU Þórshöfn, Færevjum í gær. Danska handholtali'Öi Skem kom hér við á fei shmi til fslands. Það lé við Færeyj ameistaran Kyndil í dag. Skem sigi aði með 17 mörkum geg 14--Hjoh. mMWMWVVMWMWW Alþýðublaðið — 12. júli 1961 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.