Alþýðublaðið - 07.07.1962, Page 1

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Page 1
MANNABEIN fundust í fyrra- dag á Öndverðarnesvegi, skammt frá Hellissandi á Snæfellsnesi. — Beinin eru órannsökuð og liggja ólireyfð, þar sem þau fundust. Um helgina verður maður sendur vestur til þcss að rannsaka beiu- in. Það voru hauskúpa, læi-Ieggur og- liluti af mjaðmagrind, sem fundust í litlum hraunhól cða liraunhrygg, þegar verið var að vinna með jarðytu I veginum. — Vinnan var stöðvuð strax, þegar beinin fundust. Beinin fundust upp undan Skarðsvík, mn 6-8 km. frá sjávar- bakkanum. Beinin eru ekki mik- ið fúin, en orðin brún og þau molna ekki. Jarðvcgurinn er góð'- ur þarna, og skiptist á senúinn jarðvegur og svört og brún Ieir- mold. Hringt var í dr. Kristján ICId- járn, þjóðminjavörð, og honum tilkynnt um fundinn, en það var síðdegis í fyrradag, sem. beinin fundust. Blaðið spurði dr. Kriytj- ón um fund þennan í gærkvöidi, og sagði hann, að líklega yrði Þorkell Grímsson sendur vestur. Kristján sagði, að ekki væri víst hvort hér væri um merkilegan fund aö ræða, cn enn væri lætta órannsakað. Heldur væri líklegra að beinin væru frá fornöld en frá síðari tímum. Fréttaritari blaðsins á Hellis- sandi símar, að eklti sjáist hvernig beinin liggi, enda megi ekki hreyia við þfcim. Á þessu svæði eru hraun liólar og litlar grágrýtisklappir, en jarðvegurinn er góður þar sem beinin liggja eins og fyrr segir. Beinin virðast liggja í hraun- sþrungu milli klappanna, og ekki er talið ólíklegt, að moldavefni hafi vorið flutt þangað, þótt ekki sé hægt að fullyrða um það. Ef rétt reynist, aö beinin sóu í sprungu milli klappanna er sonni legt að þangað hafi verið flutt moldarefni. Nokkru neðar er svip aður jarðvegur. Þetta mun koma betur í ljós, þegar beinin eru rannsökuð. Þar sem ekki hefur verið Iire.yft við þeim, er ekki vitað hvort þarna kunni að leynast fíeiri mannabein. Ýmsar getgátur eru uppi um það, frá hvaða tíma bein þessi eru. Sumir telja, að þarna hafi ver ið dysjað sjórekið lík á 18. öld. Framli. á 11. síðu ÖLL FJARAN í innanverðum Hvalfirði er löðrandi í olíu. — í flæðarmálinu fyrir framan bæina Þyril og Hrafnabjörg og á Þyrils- nesi, syndir æðarfuglinn svartur af olíu, og af og til finna menn dauða unga og fugla í fjöruborðinu. í hvalstöðinni verð'ur að fleygja öllu rengi af hvalnum, og ekki hægt að hirða nema hluta af kjötinu. Versnandi veður á síldarmiðunum LITIÐ var að frétta af síldveið- unum í gær. Fáir bátar voru á norð ursvæðinu enda engin veiði þar. Bátar, sem voru á austursvæöinu héldu áleiðis til lands í gærkvöldi vegna versnandi veðurs. Enginn bátur hafði tilkynnt síldarleitinni á Siglufirði eftir hádegi í gær. Fiá því í gærmorgun og fram að hádegi tilkynntu þessir bátar afla sinn: Svanur RE 250 tunnur, Anna SI 600. Þórkatla GK 300, Gnýfari SH 250, Hai.tiúui' AIC 400, Ásgeir RE 100, og Gjafar VE 400. Bátarn- ir fengu þesas síld um 60 sjómílur norð-austur af Grímsey, nema Ás- geir, sem veiddi á Strandagrunni.' Öll þessi síld fór í salt, og var hún falleg og feit. Á einni sölt- unarstöðinni á Siglufirði, var salt- að i 1000 tunnur í gær. Á Siglufirði var veður heldur leiðinlegt í gær, slagveðursrigning og napurt. Það snjóaði í Siglufjarð arskarð í gær, en þó ekkert til irafala. Blaðamaður og ljósmyndari frá Alþýðublaðinu fóru í gær upp í Hvalfjörð, og ræddu m, a. við Sig- urð Helgason, bónda á Þyrli og Loft Bjarnason, útgerðarmann. Loftur sagði, að þeir hefðu reynt að þvo hvalinn með sérstöku þvotta efni, en samt sem áður yrðu þeir að kasta öllu rengi, cig hluta af kjötinu. Vaninn er að skera í hval- inn eftir að hann er veiddur og hleypa innyfíunum út. Er það gert til að kæla kjötið svo ékki súrni. Nú er þetta ekki hægt lengur, og vill þá kjötið súrna töluvert. í gær komu 7 hvalir til vinnslú, þar af fóru tveir langreyðir í suðu- pottana án þess að nokkuð væri hægt að hirða af þeim. Að jafnaði er hægt að nýta um 10—15 tonn af kjötinu af langreyðum. Ef olían kemst nú í lýsið, er voð- inn vís, og verður þá að öllum lík indum að fleygja því öllu. Verður þá að hætta hvalveiðunum, og ekki I að vita hvenær hægt yrði að hefja | þær aftur. í gær var norðan rok ’ og barst þá olíubrákin frá strönd- inni. Ef breytir um átt og vindur : verður á vestan, fyllist víkin fyrir framan stöðina af olíu og er þá i ékki að vita hvernig íer. Sigurður Helgason, bóndi á Þyrli, hefur frá því eftir stríð reynt eftir mætti að hlúa að æðarvarpi í Þyrilsnesi og á Þyrilsey. Fyrir stríð fékk hann um 17 kg. á ári, en á s. 1. ári voru það 22 kg. Á stríðsárunum drapst fuglinn vegna olíu, sem alltaf var í sjón- um. Er við ræddum við Sigurð i gær, sagði hann að fuglinn og varpið væri í stórhættu. Á þriðja þúsund fuglar eru á nesinu, og strax í gær fundu menn fjölda af dauðum fuglum og sérstaklega urðu img- arnir illa úti. Þegar æðarfuglinn lendir í olíunni, klessist fiðrið sam an, og króknar fuglinn í sjónum. Framh. á 14. síðu ÆÐARFUGLINN reynir af veikum mætti að forða sér undan ljósmyndaranum, og út í sjó. Fuglinn er orðinn mjög þunfiur af olíunni, ofi illa á sig kominn sökum kulda. Allur skrokkurinn er löðrandi í olíu, og fufilinn á ekkert eftir nema deyja. -______________________________ ÞESSI MYND var tekin í hvalstöðinni í Hválfirði í gær. Hvalurinn liafði fyrir skömmu verið dreginn upp, og starfsmcnn stöðvarinnar reyna að þvo af honum olí- una. Til þess nota þeir strá- kústa, og sérstakt þvottaefni, sem leysir upp olíuna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.