Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.07.1962, Blaðsíða 9
»tapar KARL. og Sandra hafa brugð- ið sér út eins og kærustupar og nú eru þau farin að dansa tvist og lialda að þau séu ó- skaplega mikið í „stælnum" af því að hann er í hitabeltis- búningi og safnar hljómplöt- um. Óh, víst er ég það ... Og svo spilar hann tvist- plötur upp á líf og dauða, og Sandra málar sig cg gcrir sig „svaka fína’’ og heldur að liún sé alveg eins og Bír- gitte Bardot, af því í livernig kjól hún er. Og alveg eins og Birgitte Bardot væri svona loðin á fótunum! Tvist til liægri, tvist til vinstri og tvist á allar hliðar, aftur á bak og áfram, oh sjáðu hvað ég er flínk, hristi mig á allar hliðar. — Já, það kunna fleiri að tvista heldur en mannskepn- an, jafnvel aparnir geta gert það af mikilli snilli, eins og sjá má á þessum myndum, — en hitt er annað mál, að sum- ir halda að allir séu apar sem dansa tvist á annað borð — MtMMMHMMMtUMMUWMMIMMl Hvað segið þið um það krakkar? Með viti: 12 ár Með valdi: 3 kl ÞAÐ var eins og að leggja upp í kapphlaup með báða fætur brotna — en fyrir hina sex dauðadæmdu fanga í hinu all-illræmda fangelsi í St. Quentin í Kaliforníu var allt að vinna og engu að tapa, — svo að þeir lögðu á sig hætt- una. Fyrir endanum á gangiil- um á 5. hæð í norðurálmunni liggur gasklefinn, þar sem Chéssman endaði Iíf sitt fyrir fáeinum árum síðan, og sem hinir sex morðingjar munu einnig enda sitt líf. Hinn ein- asti mismunur verður sá, að Chessman notaði lögin sem vopn í baráttunni fyrir . lífi sínu, og það dugði honum í 12 ár, en sexmenningarnir beittu valdi og urðu að gefast upp eftir þrjá tíma. Þeir sluppu út úr klefum sínum með aðstoð járnsagar, sem enginn veit ennþá, hvern ig komist hefur inn til þeirra. Þar á eftír yfirbuguðu þeir tvo verði, tóku af þeim skammbyssur þeirra, og hót- uðu yfirmönnum fangelsisins því að þeir myndu skjóta verð ina samstundis, ef dyrnar ekki opnaðar fyrir þeim og þeim hleypt út í frelsið. Svar fangelsisins var táragas á- samt hreinni yfirlýsingu um að hvort sem þeir dræpu gíslana eður ei, mundu þeir aldrei komast út úr fang- elsinu. Aðrir fangar á „dauða- dæmdra' ganginum, sem fengu alveg eins mikið að kenna á táragasinu, hvötta uppreisnarmennina til þess að gefast þegar upp. Og þeg- ar það sýndi sig að fanga- verðirnir tveir höfðu ekki lykla að hinum miklu járn- dyrum út í frelsið, tilkynntu flóttamennirnir að þeir hefðu fengið nóg af ævintýrinu og gæfust upp. — Við lékum djarft — og töpuðum, sagði I.uis Moya, sem var einn 'af uppreisnarseggjunum, dæmd- ur til dauða fyrir morð. Síldarsöltunarstúlkur vantar strax til Sunnuvers Seyðisfirði. Fríar flugferðir. 1. fl. húsnæði og káuptrygging. Uppl. í skrifstofu ísbjarnarins h.f. og Hafn- arhvoli. Sími 11574 og eftir kl. 6 í síma 36313. SUNNUVER ORÐSENDING frá Sjómannaféfagi Reykjavíkur Atkvæðagreiðsla um togarasamningana fer fram í skrifstofu félagsins, sem hér segir: Laugardaginn 7. júlí frá kl. 10—12 f. h. Mánudaginn 9. júlí frá kl. 3—6 e. h. Þriðjudaginn 10. júlí frá kl. 3—6 e. h. Miðvikudaginn 11. júlí frá kl. 3—6 e. h. og lýkur þá. Atkvæði greiða aðeins togarasjó- menn, samkvæmt kjörskrá þeirri er notuð var við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Sátt arsemjara. Stjórnin. Verksmibjur vorar verða lokaðar vegna sumarleyfa frá og og með 16. þ. m. til 7. ágúst. Vinnufatagerð Íslands h.f. Sútunarverksmiðjan h.f. ÚTBOÐ Tilboð óskast í raflögn, fyrsta áfanga, pípu- lögn fyrir raflögn, sima og merkjakerfi í lög reglustöð í Reykjavík. Útboðslýsing og teikningar 'verða afhentar í skrifstofu minni gegn 1000 króna skilatrygg ingu þriðjudaginn 10. júlí n.k. Útboðsfrestur er til mánudagsins 23. júlí n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 7. júlí 1962. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 1490« | ,------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. júlí .1962 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.