Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 2
18 ÓÐINN því bilinn að standa í orrahríðum lífsins. Hann var friðarins maður og hálíðleg göfgi einkendi alla framkomu hans. Síglaður var hann í viðmóti og þó alvörugefinn jafnframt. Óhælt má fullyrða, að hann var einn hinn lærðasti og andríkasti kennimaður þessa lands. Gáfur hans voru skarp- ar og fjölhæfar, og svo má að orði kveða, að hann væri heima á öllum sviðum mannlegrar þekkingar. Sterkastur var hann þó í sögulegum fræðum. Við gagnfræðaskólann kendi hann sögu og íslensku. Kenslustörfin Ijetu honum mjög vel og naut hann sömu virðingar og ástsældar í kennarastöðunni sem í prestsstöðunni. Sira Jónas var mikilvirkur starfsmaður og sí- vinnandi. Hann var hamhleypa við ritstörf. I’egar hann settist við þau, skrifaði hann svo ört sem framast mátti, og hafði þó fult í fangi með að hafa undan hugsunum sínum, svo fljótar voru þær að fæðast. Og aldrei var hann í augnabliks vandræðum með að birta hugsanir sínar í skýru og kjarnyrtu máli. Margvísleg ritstörf liggja eftir hann. Auk skáldsagnanna og dönsku orðabókar- innar, sem hann er aðalhöfundur að, er eftir hann fjöldi af ritgerðum, bæði frumsömdum og þýddum, í eldri og yngri tímaritum vorum, og allar bera þær ljósan vott um skarpar gáfur og djúpsæja þekkingu. Hann samdi og islenska mál- fræði, reikningsbók og stafrófskver. Hann sökti sjer mjög niður í þjóðmenjafræði íslands á síðari öldum og safnaði sögnum og skráði ógrynnin öli um siðu og háttu íslendinga fyr á tímum. Hefur hann með því starfi varðveitt mikinn þjóðlegan fróðleik frá glötun. Hinn 12. maí 1884 kvæntist hann Þórunni Ste- fánsdóttur, hinni mikilhæfustu og ágætustu konu. Lifir hún mann sinn. Eignuðust þau 8 börn, en af þeim lifa að eins 4 synir uppkomnir: Oddur, forstjóri skrifstofu Sambands íslenskra samvinnu- fjelaga i Kaupmannahöfn, Jónas, læknir á Akur- eyri, Friðrik, prestur á Útskálum, og Slefán, starfs- maður á skrifstofu samvinnufjelaganna í Reykja- vík. Aldrei var síra Jónas auðsæll um æfina; fjár- hagur hans var fremur þröngur. Þrátt fyrir það var gestrisni þeirra hjóna og heimilisrausti allri viðbrugðið. Heimilislíf þeirra var sönn fyrirmynd. Friður, eindrægni og ljúfmannleg glaðværð ríktu ætíð í húsum þeirra. Gestum, er að garði bar, var ætið tekið með opnum örmum og ástríku viðmóti, og gestkvæmt var oft í húsum þeirra, bæði meðan þau bjuggu á Hrafnagili og eftir að þau flultust til Akureyrar. Það var unun að vera gestur síra Jónasar og eiga tal við hann. Hlýjar hugaröldur mættu manni við það tækifæri; í við- ræðum við síra Jónas fundu menn það glögt, að þeir sátu að fótum lærimeistarans, og að þar var slíkur fræðibrunnur, er aldrei varð þurausinn. Síra Jónas var hár maður vexti og höfðingleg- ur sýnum, prúðmenni i framgöngu. Andlitið stór- hreinlegt. Svipurinn hreinn og gáfulegur. Augna- ráðið rannsakandi. Heilsa hans var aldrei sterk. Banalegan varð þung og kvalafull líkamlega. Hann varð krossberi þjáninganna við æfilokin. En hann bar sinn kross möglunarlaust, eins og sannri kristindómshetju sómdi. Eyfirðingur. S& Tvö kvæði. Eftir Halldór Helgason. Frá neðri vígstöðvunum. Hann rumskaði árla — andskotinn og öskuna neri’ úr sjónum og rambaði fram á rúmstokkinn og rendi’ á sig bestu skónum; því draumarnir höfðu boðað, birt svo berlega — það hann mundi —, að síst væri ráð að sitja’ um kyrt og sigrast af leti-blundi. — Þótt löngum hann góða fengi fórn til fulltingis sínu valdi, var ragsöm nokkuð hans ríkisstjórn og riðaði’ á undanhaldi, því mennirnir hófu sálma-söng og siðláta gæsku dáðu — svo púkarnir komust þrátt í þröng og þunglega’ um haginn spáðu. Að vísu hafði hans vinnulið á vonskunni sjaldnast legið, og margan ágætan efnivið að eldinum hænt og dregið. En sjálfs mundi höndin hollust þó og hepnust á alla veiði — því hvað stoðar liðsins legíó, ef lent er á gönuskeiði? — Hann sá sig um hönd og hugði að, hve hagir og efni stóðu: á yfirborðinu auðvitað var alstaðar nóg af góðu;

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.