Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.06.1919, Blaðsíða 8
24 ÓÐINN Gæfuvegurinn. Eftir Arthur Gould. Allir ættu aö geta verið heilbrigðir, og hver sá sem er heilbrigður, ætti að geta verið farsæll. Ef þú ert heilbrigður, þá sýndu það i allri framkomu þinni. Ef -að þjer hefur fallið þetta lán í skaut, þá ættir þú að leggja þinn skerf fram, til að gera heiminn betri. Hversu fá eru þau andlit, er við sjáum að eru ham- ingjusöm? Pví ekki að æfa og rækta hjá sjer hamingju- samlega framkomu? F*ú mundir þá komast að raun um, að það mundi liafa góð áhrif á þig og þá sem þú umgengst. Petta er mjög auðvelt. Þvoðu af andliti þínu allan kvíða- og hræðslusvip, en brostu, brostu, brostu. Finst þjer þetta muni vera erfltt? Ef þú einu sinni hefur byrjað á því og einsett þjer það, mun þjer veit- ast það mjög auðvelt. Notum sem best möguleika hvers Iíðandi dags, þá munum við ekki þurfa að kviða fyrir morgundeginum. feir eru of margir, sem bera áhyggjur fyrir ókomnum tíma, en gefa minni gætur að líðandi stund. Framtíðin mun reynast þjer happadrjúg, ef þú gerir þitt besla hverja líðandi stund. Legðu ávalt þitt besta fram, þá munt þú verða fær um að ráða yfir þvi, sem fólkið kallar forlög, í staðinn fyrir að láta þau ráða yflr þjer. Hættu að búast við óhöppunum. Horfðu á bjarta sól- skinsríka daga fram undan þjer. Það er nóg til af þeim, bæði handa mjer og þjer. Jeg sje þá framundan mjer. Sjerðu þá ekki líka, eða geturðu búist við því, að ógæfa hendi þig? Flana þú ekki að vandamálum þínum í dag, vænstu eftir því að lifa til morguns. En bygðu aldrei allar vonir þínar á morgundeginum. Njóttu sjálfs þín í dag, og alla daga. Það er vegurinn til að lifa. »Hlæ þú og heimurinn mun hlæja með þjer, grát þú og þú munt gráta aleinn«. Sá, sem kvíðir einhverju, dregur það að sjer, sem hann óttast. Peir, sem ófarsælir eru, óska sjer farsæld- ar en hugsa þó stöðugt daprar og þ.unglyndislegar hugs- anir; þeir þrá fegurð og hamingju, en hugsa óíagurt, um breyskleik og óhöpp. Peir skilja það ekki, að »eins og maðurinn hugsar, eins er hann«, eða »það sem maðurinn hugsar, það er hann«. Peir hugsa stöðugt ura það sem þeir vilja forðast. Vertu ekki að hugsa um það sem þú þarfnast ekki, heldur um það sem þú þarfnast. Hugsanaáhrifln á undirvitundina eru næstum því ótakmörkuð. Við getum allir gert dálítið meira að því, að senda sólskin og birtu inn á lífsbraut meðbræðra vorra; þú getur látið gleði og góðvild leggja út frá þjer hvar sem þú ferð. Við höfum óteljandi tækifæri til þess, í hverri viku — á hverjum degi og næstum því á hverri klukkustund. Látum þau ekki liða hjá, eins og þau sem aldrei koma aftur. Vertu ekki lengi að hugsa þig um, hvort þú eigir að ávarpa aðra hlýlega og með góðvildarhug — mæla hlýleg og uppörfandi orð. Hver slík góðvildar athöfn mun koma aftur til þín í stærri mæli en þú hefur úti látið. »Mannlegar verur«, segir Ruskin,r »standa í kærleiks- skuld hverjar við aðrar, því með öðru er ekki hægt að borga það sem við allir skuldum forsjóninni fyrir um- önnun hennar og kærleika«, sem þýðir það, að við eigum að vera örlátir á því góða sem til okkar berst, mæla hlýtt, rjetta vinarhönd, leggja liðsyrði. Með því að gera aðra hamingjusama, gerum við sjálfa okkur farsæla. Pess vegna ættum við aldrei að vera hikandi í því að sýna öðrum vinahót eða gera öðrum smágreiða þegar tækifæri bjóðast. Jeg sagði í byrjun þessarar greinar, að allir, sem heilbrigðir væru, gætu verið farsælir. Petta vil jeg end- urtaka með því að segja: hamingjan býr í sjálfum þjer. Flún er ekki eitthvað óákveðið, sem einstöku menn geta orðið aðnjótandi; ekki eitthvað það, sem liggur fyrir utan vorn daglega verkahring. Hamingjan er í því fólgin að breyta altaf eftir bestu vitund. Hún er fólgin í ráðvendni, hreinskilni, festu og þolgæði við öll vor daglegu störf. í því, að neyta allrar orku, í því, að taka framförum. Hamingja fylgir trúlega unnu verki. Sá sem ekki leggur hönd á plóginn, en vonast eftir þvi, að einhver verði til þess að gera sig að lánsmanni, verður fyrir vonbrigðum. Til þess að verða hamingjusamur verður þú fyrst að verða ánægður með sjálfan þig, en þú get- ur aldrei orðið ánægöur með sjálfan þig nema þú lifir eftir þinum bestu og fegurstu hugsjónum. Pú verður að aðhafast eitthvað það, sem er i raun og veru nýti- legt. Letingjar hugsa aldrei mikið um sjálfa sig, ekki um það sem lýtur að sannri heill. Peir eru eirðar- lausir, óánægðir og eru altaf að leita eflir einhverju æsandi til að svala miður heilbrigðum tilfinningum. Okkar mesta hamingja er þegar við sjáum okkar dýr- ustu drauma rætast. Við baráttuna að gera drauma okkar að raunveruleik, koma kraftarnir í Ijós; hún lýkur upp forðabúrum okkar, skapar sannan mann. Hamingja er sem afleiðing framkvæmda. Samt hugsa flestir að við mundum verða farsælli, ef við þyrftum ekki að hafa mikið fyrir að öðlast það sem við þörfn- umst. Við njótum þeirra hluta betur sem við verðum að hafa mikið fyrir að ná í. Mundi okkur fínnast mikið til um það, ef hver okkar ósk yrði samstundis uppfylt? Pá hyrfl öll hvatning til framtakssemi og sönn viljafesta gæti þá ekki þroskast. Við lærum að meta gildi hlutanna fyrir baráttuna við að ná þeim. Ólafar ísleifsson þýddi. <l€ Vonbrigðin. Blómið, sem skrautbúið brosir í dag, bliknar á morgun og fellur í dá; og alt sem vjer vonum að efli vorn hag það æsir oss fyrst, en svo hörfar það frá. Vonbrigðin sífelt um varanleg hnoss valda oss sársauka, — seigdrepa oss. Fnjóskur. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.