Óðinn - 01.06.1919, Page 6

Óðinn - 01.06.1919, Page 6
22 ÓÐINN Kristján og1 Guðrún í Glæsibæ. Kristján Jónsson er fæddur 12. apríl 1858 að Hallandi við Eyjafjörð. Var hann af fátæku fólki kominn, og eins og þá var titt, naut hann lítillar skólamentunar í æsku, en vandist við alla vinnu, bæði á sjó og landi. Mun hann þó hafa aflað sjer mentunar þeirrar, er tök voru á, við lestur bóka, er hann náði til. En aldrei gekk hann í neinn skóla. Trjesmíði nam hann þegar á unga aldri, af Snorra Jónssyni kaupmanni á Akureyri, er dó síðastliðinn vetur. Árið 1881 giftist Kristján Guð- rúnu Oddsdóttur, bónda Jónssonar á Dagverðareyri.1) — Árið 1888 byrjuðu þau hjón búskap að Glæsibæ við Eyjafjörð. — Hafði jörð sú áður verið prestsetur og oft illa setin. Túnið var komið í tals- verða órækt, og kartöflugarðar, sem áður voru nokkrir, lagðir niður að mestu. Tók Krist- ján brátt til óspiltra mála, og ljet hend- ur standa fram úr ermum, hvað allar umbælur snerti. Síðar festi hann kaup á jörðinni. Var þetta þó alt enginn hægðarleikur, því þau hjón voru fátæk og eign- uðust brátt fjölda barna. En með kappi og hygg- indum Kristjáns sóttist þetta þó furðu vel. Ljet hann grafa vatnsveituskurði, er nema 6000 metr- um, heim til túnsins. Við það óx svo taðan, að túnið, sem áður gaf af sjer 60—70 hesta í meðal- ári, gefur nú af sjer 170—180 hesta, og í góðum árum talsvert þar yfir. Litlu síðar ljet hann og 1) Hjálmar skáld Jónsson frá Bólu, sem í bernsku var hjá Oddi Gunnarssyni, afa Odds föður Guðrúnar, samdi siðar ættartölu þeirra feðga, er hann nefnir »Gæologia eða nokkrir fornir ættar- þætlir taldir til sáluga Odds Gunnarssonar á Dagverðareyrití. Rekur hann ættina á þessa leið: 1. Oddur Gunnarsson, 2. Gunnar Magnús- son bóndi á Hólum í Eyjaiirði, 3. Magnús Eiriksson í Djúpadal í Skagafirði, 4. Eiríkur Magnússon í Djúpadal, 5. Magnús Bjarnason í Djúpadal, 6. Björn Jónsson prófastur á Melstað, 7. Jón biskup Ara- son á Hólum. og girða alt túnið, og nú á síðustu árum mest allar engjar, og nema þær girðingar ca. 1700 m, og hefur úlheysfengur aukist um x/3 frá því er áður var. Heyhlöður voru engar, er Kristján hóf búskap, en hann hefur látið reisa 3, er taka um 400 hesta af heyi. Bæjarhúsin hefur hann látið lagfæra og bygt stofu af steini. Eins og áður er um getið, voru kartöflugarðar að mestu niður lagðir, er þau hjón hófu búskap, en þeir hafa nú verið auknir svo og endurbættir, að þeir eru nú alls 360 ferm. og gefa af sjer 17 tunnur af kartöflum og 6 af rófum í meðalári. Kristján hefur og komið upp fögrum blóma- og trjágarði. Hefur garðsins verið gætt með sjerstakri alúð og mikil vinna til hans lögð, enda ekki of mælt þó sagt sje, að garður sá sje einhver sá fegursti blóma- garður á sveita- heimilum á Norð- urlandi. Kristján hefur talsvert gefið sig að opinberum mál- um, og haft ýms- um trúnaðarstörf- um að gegna fyrir sveitarfjelag sitt. í sýslunefnd Eyja- Guðrún oddsdóttir. fjarðarsýslu sat hann 6 ár, 6 ár í hreppsnefnd og sáttanefndarmaður um 10—12 ára skeið. Hann var og kjörinn sýslufulltrúi fyrir Eyja- fjarðarsýslu við komungskomuna 1907. En bind- indisstarfsemin hefur verið hans aðaláhugamál. Hann stofnaði bindisfjelag í sókn sinni, stjórnaði því og hjelt uppi um mörg ár. Sömuleiðis var hann lengi í stjórn »Bindindissameiningar Norð- urlands« og um tíma formaður. — Kristján í Glæsibæ er víðsýnn maður, frjálslyndur og fram- sækinn. Hann hefur tröllatrú á allri framför og er bjartsýnn mjög. Hann er ljúfmenni í fram- göngu, skemtiiegur og fjörugur í viðræðum. Guð- rún kona hans er honum samhent, enda hefur hjónaband þeirra verið hið besta. Hún er kona gestrisin mjög, höfðinglynd og vinfösl, trúkona mikil, dagfarsgóð og siðavönd. — Börn hafa þau hjón eignast 9 og eru 6 á lífi: 1. Jón, bóndi og Kristján Jónsson.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.